Fimm starfsmenn Hvíta hússins til viðbótar notuðu eigin tölvupósta Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2017 10:18 Hjónin Ivanka Trump og Jared Kushner með Gary Cohn, ráðgjafa forsetans. Öll hafa þau notað eigin tölvupóst í opinberum samskiptum. Vísir/AFP Þrátt fyrir að Donald Trump hafi byggt kosningabaráttu sína að stórum hluta á gagnrýni á Hillary Clinton vegna tölvupóstsnotkunar hennar hefur komið í ljós að sex af nánustu ráðgjöfum hans í Hvíta húsinu hafa notað eigin tölvupóstföng fyrir opinberan erindrekstur. Ivanka Trump, dóttir Bandaríkjaforseta, Stephen Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi hans, Reince Priebus, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Gary Cohn og Stephen Miller, ráðgjafar forsetans, hafa öll notað eigin tölvupóst við opinber störf, að sögn New York Times. Áður hafði verið greint frá því að Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn nánasti ráðgjafi hans, hafi notað eigin tölvupóst til að taka við og senda um það bil hundrað pósta sem tengdust opinberum störfum hans. Póstarnir hafa ekki verið gerðir opinberir. Lögmaður Kushner segir að engin trúnaðarmál hafi verið í þeim póstum sem fóru ekki í gegnum opinbert tölvupósthólf hans.Ekki ólöglegt ef póstarnir eru áframsendirTrump réðist hart að Clinton í kosningabaráttunni vegna þess að hún notaði eigin tölvupóstþjón þegar hún var utanríkisráðherra. Æsti hann stuðningsmenn sína ítrekað upp í að krefjast þess að Clinton yrði fangelsuð. Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakaði framferði Clinton en sú rannsókn endaði án ákæru. Gaf James Comey, þáverandi forstjóri FBI, Clinton hins vegar ákúrur fyrir að hafa verið kærulaus í umgengni sinni um tölvupóstana.Once upon a time, Trump claimed he fired Comey because of how he handled Clinton email issue. Today, his son in law is using private email.— Maggie Haberman (@maggieNYT) September 25, 2017 New York Times segir að opinberir embættismenn eigi að nota opinber tölvupóstföng sín til að synna opinberum störfum. Til þess er ætlast svo hægt sé að tryggja aðgang almennings og eftirlitsstofnana að opinberum skjölum. Ekki er þó ólöglegt fyrir þá að nota eigin tölvupóstföng svo lengi sem þeir áframsenda pósta sem tengjast störfum þeirra í opinber pósthólf sín þar sem hægt er að geyma þau. Trump og félagar hafa verið gagnrýndir fyrir hræsni eftir að greint var frá notkun þeirra á eigin tölvupóstum. Nokkur munur er þó á málum þeirra og Clinton en hún notaðist aðeins við einkatölvupóstþjón þegar hún var ráðherra og geymdi á honum trúnaðargögn.Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafi óskað eftir upplýsingum frá Hvíta húsinu um hvort að starfsmen þar hafi notað eigin tölvupósta í opinberum erindagjörðum. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði í gær að öllum starfsmönnum Hvíta hússins hafi verið skipað að nota opinberan tölvupóst í störfum sínum. Tengdar fréttir Tengdasonurinn gerði það sama og Trump gagnrýndi Hillary fyrir Jared Kushner, einn helsti ráðgjafi Bandaríkaforseta, notaði eigið tölvupóstfang í störfum sínum fyrir Hvíta húsið. 25. september 2017 07:04 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Þrátt fyrir að Donald Trump hafi byggt kosningabaráttu sína að stórum hluta á gagnrýni á Hillary Clinton vegna tölvupóstsnotkunar hennar hefur komið í ljós að sex af nánustu ráðgjöfum hans í Hvíta húsinu hafa notað eigin tölvupóstföng fyrir opinberan erindrekstur. Ivanka Trump, dóttir Bandaríkjaforseta, Stephen Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi hans, Reince Priebus, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Gary Cohn og Stephen Miller, ráðgjafar forsetans, hafa öll notað eigin tölvupóst við opinber störf, að sögn New York Times. Áður hafði verið greint frá því að Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn nánasti ráðgjafi hans, hafi notað eigin tölvupóst til að taka við og senda um það bil hundrað pósta sem tengdust opinberum störfum hans. Póstarnir hafa ekki verið gerðir opinberir. Lögmaður Kushner segir að engin trúnaðarmál hafi verið í þeim póstum sem fóru ekki í gegnum opinbert tölvupósthólf hans.Ekki ólöglegt ef póstarnir eru áframsendirTrump réðist hart að Clinton í kosningabaráttunni vegna þess að hún notaði eigin tölvupóstþjón þegar hún var utanríkisráðherra. Æsti hann stuðningsmenn sína ítrekað upp í að krefjast þess að Clinton yrði fangelsuð. Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakaði framferði Clinton en sú rannsókn endaði án ákæru. Gaf James Comey, þáverandi forstjóri FBI, Clinton hins vegar ákúrur fyrir að hafa verið kærulaus í umgengni sinni um tölvupóstana.Once upon a time, Trump claimed he fired Comey because of how he handled Clinton email issue. Today, his son in law is using private email.— Maggie Haberman (@maggieNYT) September 25, 2017 New York Times segir að opinberir embættismenn eigi að nota opinber tölvupóstföng sín til að synna opinberum störfum. Til þess er ætlast svo hægt sé að tryggja aðgang almennings og eftirlitsstofnana að opinberum skjölum. Ekki er þó ólöglegt fyrir þá að nota eigin tölvupóstföng svo lengi sem þeir áframsenda pósta sem tengjast störfum þeirra í opinber pósthólf sín þar sem hægt er að geyma þau. Trump og félagar hafa verið gagnrýndir fyrir hræsni eftir að greint var frá notkun þeirra á eigin tölvupóstum. Nokkur munur er þó á málum þeirra og Clinton en hún notaðist aðeins við einkatölvupóstþjón þegar hún var ráðherra og geymdi á honum trúnaðargögn.Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafi óskað eftir upplýsingum frá Hvíta húsinu um hvort að starfsmen þar hafi notað eigin tölvupósta í opinberum erindagjörðum. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði í gær að öllum starfsmönnum Hvíta hússins hafi verið skipað að nota opinberan tölvupóst í störfum sínum.
Tengdar fréttir Tengdasonurinn gerði það sama og Trump gagnrýndi Hillary fyrir Jared Kushner, einn helsti ráðgjafi Bandaríkaforseta, notaði eigið tölvupóstfang í störfum sínum fyrir Hvíta húsið. 25. september 2017 07:04 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Tengdasonurinn gerði það sama og Trump gagnrýndi Hillary fyrir Jared Kushner, einn helsti ráðgjafi Bandaríkaforseta, notaði eigið tölvupóstfang í störfum sínum fyrir Hvíta húsið. 25. september 2017 07:04