Einn besti erlendi leikmaðurinn í Pepsi deildinni vill verða Íslendingur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2017 12:00 Cloe Lacasse fagnar bikarmeistaratitlinum með félögum sínum í ÍBV-liðinu. Vísir/Ernir Cloe Lacasse hefur spilað frábærlega með ÍBV liðinu undanfarin þrjú tímabil og hjálpaði Eyjaliðinu að vinna bikarinn í sumar. Nú vill einn besti leikmaðurinn í Pepsi deildinni verða Íslendingur. Cloe sagðist í viðtali vefsíðuna fotbolti.net hafa áhuga á að sækja um íslenskan ríkisborgararétt. „Ég hef verið að skoða þann möguleika að sækja um Íslenskan ríkisborgararétt, það hafa mörg skref verið tekin en þetta er langt og flókið ferli. Ég vil byrja á umsóknarferlinu sem fyrst og ég vona að á næsta ári að möguleikinn á að verða Íslendingur verði að veruleika," sagði Cloe við Fótbolta.net. Cloe Lacasse er með 13 mörk í 15 leikjum í Pepsi-deildinni í sumar og hefur alls skorað 33 mörk fyrir ÍBV í efstu deild á þessum þremur tímabilum. Þegar ÍBV vann bikarinn á dögunum þá skoraði hún og lagði upp mark í úrslitaleiknum. ÍBV skoraði síðan sigurmarkið úr vítaspyrnu sem hún fiskaði. Cloe segist elska að vera á Íslandi og hún hefur verið dugleg að ferðast um landið. Hún segir vera orðin Eyjakona. „Fólk heldur að það sé erfitt fyrir útlending að aðlagast lífinu í Vestmannaeyjum því hún er lítil og einangruð. Hinsvegar hefur tíminn minn þar verið ótrúlegur, þú byrjar smátt og smátt að þekkja heimamennina og áður en þú veist af ertu orðinn ein af þeim, ég alla vega lít á mig sem eina af þeim," segir Cloe í fyrrnefndu viðtali. Cloe segir ennfremur að það yrði mikill heiður fyrir sig að fá tækifæri að spila með íslenska landsliðinu fái hún íslenskan ríkisborgararétt. Það er hægt að lesa allt viðtalið við hana hér. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Cloe Lacasse hefur spilað frábærlega með ÍBV liðinu undanfarin þrjú tímabil og hjálpaði Eyjaliðinu að vinna bikarinn í sumar. Nú vill einn besti leikmaðurinn í Pepsi deildinni verða Íslendingur. Cloe sagðist í viðtali vefsíðuna fotbolti.net hafa áhuga á að sækja um íslenskan ríkisborgararétt. „Ég hef verið að skoða þann möguleika að sækja um Íslenskan ríkisborgararétt, það hafa mörg skref verið tekin en þetta er langt og flókið ferli. Ég vil byrja á umsóknarferlinu sem fyrst og ég vona að á næsta ári að möguleikinn á að verða Íslendingur verði að veruleika," sagði Cloe við Fótbolta.net. Cloe Lacasse er með 13 mörk í 15 leikjum í Pepsi-deildinni í sumar og hefur alls skorað 33 mörk fyrir ÍBV í efstu deild á þessum þremur tímabilum. Þegar ÍBV vann bikarinn á dögunum þá skoraði hún og lagði upp mark í úrslitaleiknum. ÍBV skoraði síðan sigurmarkið úr vítaspyrnu sem hún fiskaði. Cloe segist elska að vera á Íslandi og hún hefur verið dugleg að ferðast um landið. Hún segir vera orðin Eyjakona. „Fólk heldur að það sé erfitt fyrir útlending að aðlagast lífinu í Vestmannaeyjum því hún er lítil og einangruð. Hinsvegar hefur tíminn minn þar verið ótrúlegur, þú byrjar smátt og smátt að þekkja heimamennina og áður en þú veist af ertu orðinn ein af þeim, ég alla vega lít á mig sem eina af þeim," segir Cloe í fyrrnefndu viðtali. Cloe segir ennfremur að það yrði mikill heiður fyrir sig að fá tækifæri að spila með íslenska landsliðinu fái hún íslenskan ríkisborgararétt. Það er hægt að lesa allt viðtalið við hana hér.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira