Áfram mun rigna á Austurland Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. september 2017 06:09 Ingi Ragnarsson hefur tekið fjölmargar myndir af hamnum í Hamarsá sem sjá má í myndasyrpu neðst í fréttinni. Ingi Ragnarsson Veðurstofan gerir áfram ráð fyrir fyrir talsverðri, samfelldri úrkomu um landið suðaustanvert fram yfir hádegi í dag og á Austfjörðum fram undir kvöld. Miklir vatnavextir eru á svæðinu og áfram eru auknar líkur á skriðuföllum. Þjóðvegi 1 var lokað í gær vegna vætunnar og var vegurinn grafinn í sundur á þremur stöðum á suðausturhorninu. Vegurinn er illa farinn og gert er ráð fyrir því að vegurinn verði lokaður í það minnsta tvo til þrjá daga til viðbótar. Búið er að óska eftir því að þyrla Landhelgisgæslunnar komi nú í morgunsárið og meti aðstæður. Er það ekki síst gert til þess að Vegagerðin geti betur áttað sig á því „hvar vatnið er að koma inn á svæðið. Menn vita það ekki ennþá,“ sagði Friðrik Jónas Friðriksson, formaður Björgunarfélags Hornafjarðar í samtali við Vísi í gærkvöldi.Vatnavextir komu á óvart Á Austurlandi hefur verið svipaða sögu að segja. Á Gilsá í Breiðdal mældist 128 mm úrkoma síðastliðinn sólarhring sem samkvæmt frétt á vef Austurfrétta er næst mesta úrkoma sem mælst hefur þar frá því mælingar hófust fyrir 20 árum. Þetta er annað skiptið í vikunni sem slík úrkoma mælist þar. Í fréttinni er þess jafnframt getið að vegurinn í Norðurdalnum sé illa farinn eftir úrhellið.Vísir greindi jafnframt frá miklum vatnavöxtum í Fljótsdalshéraði. Þrátt fyrir að gert hafi verið ráð fyrir þeim undanfarna daga kom magnið Veðurstofunni í opna skjöldu. Þannig þrefaldaðist rennsli í Jökulsá í Fljótsdal á örfáum klukkustundum við Valþjófsstaðanes og hækkaði vatnshæðin um nærri einn og hálfan metra. Þurftu björgunarsveitarmenn að sigla um túnin á bátum til þess að bjarga því sem hægt var að bjarga. Veður Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Veðurstofan gerir áfram ráð fyrir fyrir talsverðri, samfelldri úrkomu um landið suðaustanvert fram yfir hádegi í dag og á Austfjörðum fram undir kvöld. Miklir vatnavextir eru á svæðinu og áfram eru auknar líkur á skriðuföllum. Þjóðvegi 1 var lokað í gær vegna vætunnar og var vegurinn grafinn í sundur á þremur stöðum á suðausturhorninu. Vegurinn er illa farinn og gert er ráð fyrir því að vegurinn verði lokaður í það minnsta tvo til þrjá daga til viðbótar. Búið er að óska eftir því að þyrla Landhelgisgæslunnar komi nú í morgunsárið og meti aðstæður. Er það ekki síst gert til þess að Vegagerðin geti betur áttað sig á því „hvar vatnið er að koma inn á svæðið. Menn vita það ekki ennþá,“ sagði Friðrik Jónas Friðriksson, formaður Björgunarfélags Hornafjarðar í samtali við Vísi í gærkvöldi.Vatnavextir komu á óvart Á Austurlandi hefur verið svipaða sögu að segja. Á Gilsá í Breiðdal mældist 128 mm úrkoma síðastliðinn sólarhring sem samkvæmt frétt á vef Austurfrétta er næst mesta úrkoma sem mælst hefur þar frá því mælingar hófust fyrir 20 árum. Þetta er annað skiptið í vikunni sem slík úrkoma mælist þar. Í fréttinni er þess jafnframt getið að vegurinn í Norðurdalnum sé illa farinn eftir úrhellið.Vísir greindi jafnframt frá miklum vatnavöxtum í Fljótsdalshéraði. Þrátt fyrir að gert hafi verið ráð fyrir þeim undanfarna daga kom magnið Veðurstofunni í opna skjöldu. Þannig þrefaldaðist rennsli í Jökulsá í Fljótsdal á örfáum klukkustundum við Valþjófsstaðanes og hækkaði vatnshæðin um nærri einn og hálfan metra. Þurftu björgunarsveitarmenn að sigla um túnin á bátum til þess að bjarga því sem hægt var að bjarga.
Veður Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira