Biðst afsökunar á því að fljúga ítrekað með einkaþotum í vinnuna Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2017 23:57 Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Tom Price. Vísir/AFP Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Tom Price, hefur beðist afsökunar á því að hafa flogið með einkaþotum til að sinna opinberum erindagjörðum. Hann hyggst greiða kostnað vegna flugferðanna til baka og lofar bandarískum skattgreiðendum að fljúga með almennum flugfélögum vegna vinnu héðan í frá. BBC greinir frá. Price hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ferðir sínar með einkaþotunum en hann baðst afsökunar á þeim í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í gær að hann væri „ekki ánægður“ með ferðamáta heilbrigðisráðherrans. Opinberir starfsmenn í Bandaríkjunum, utan þeirra sem starfa við þjóðaröryggismál, eru skyldaðir til að ferðast með almennum flugfélögum vegna vinnu sinnar. Rannsókn Politico leiddi í ljós að Price hafði flogið 24 sinnum með einkaþotu síðan í byrjun maí en heildarkostnaður vegna flugferðanna er áætlaður um 300 þúsund Bandaríkjadalir (31,6 milljónir íslenskra króna). „Í dag mun ég skrifa ávísun upp á útgjöld mín vegna flugferða í einkaþotum. Skattgreiðendur munu ekki borga krónu fyrir sæti mitt í slíkum vélum,“ sagði í yfirlýsingu sem Price sendi frá sér í dag.„Sér til“ hvort hann víki Price úr starfi Auk Price sæta tveir meðlimir ríkisstjórnar Trumps rannsókn vegna notkunar á einkaþotum við störf sín. Fjármálaráðherrann, Steven Mnuchin, er sakaður um að hafa ræst sérstaklega út þotu til að skoða sólmyrkvann í ágúst síðastliðnum ásamt konu sinni. Þá hefur Scott Pruitt, yfirmaður Umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, eytt um 58 þúsund dölum (rúmum 6 milljónum íslenskra króna) í flug með einkaþotum. Aðspurður sagðist Trump ætla að „sjá til“ hvort hann víki Price úr starfi vegna ferðalaganna en Price er meðal annars grunaður um að hafa flogið milli Washington DC til borgarinnar Nashville í Tennessee-ríki. Þar varði hann tæpum 90 mínútum á skipulögðum viðburðum og fékk sér að því búnu hádegisverð með syni sínum. Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Tom Price, hefur beðist afsökunar á því að hafa flogið með einkaþotum til að sinna opinberum erindagjörðum. Hann hyggst greiða kostnað vegna flugferðanna til baka og lofar bandarískum skattgreiðendum að fljúga með almennum flugfélögum vegna vinnu héðan í frá. BBC greinir frá. Price hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ferðir sínar með einkaþotunum en hann baðst afsökunar á þeim í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í gær að hann væri „ekki ánægður“ með ferðamáta heilbrigðisráðherrans. Opinberir starfsmenn í Bandaríkjunum, utan þeirra sem starfa við þjóðaröryggismál, eru skyldaðir til að ferðast með almennum flugfélögum vegna vinnu sinnar. Rannsókn Politico leiddi í ljós að Price hafði flogið 24 sinnum með einkaþotu síðan í byrjun maí en heildarkostnaður vegna flugferðanna er áætlaður um 300 þúsund Bandaríkjadalir (31,6 milljónir íslenskra króna). „Í dag mun ég skrifa ávísun upp á útgjöld mín vegna flugferða í einkaþotum. Skattgreiðendur munu ekki borga krónu fyrir sæti mitt í slíkum vélum,“ sagði í yfirlýsingu sem Price sendi frá sér í dag.„Sér til“ hvort hann víki Price úr starfi Auk Price sæta tveir meðlimir ríkisstjórnar Trumps rannsókn vegna notkunar á einkaþotum við störf sín. Fjármálaráðherrann, Steven Mnuchin, er sakaður um að hafa ræst sérstaklega út þotu til að skoða sólmyrkvann í ágúst síðastliðnum ásamt konu sinni. Þá hefur Scott Pruitt, yfirmaður Umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, eytt um 58 þúsund dölum (rúmum 6 milljónum íslenskra króna) í flug með einkaþotum. Aðspurður sagðist Trump ætla að „sjá til“ hvort hann víki Price úr starfi vegna ferðalaganna en Price er meðal annars grunaður um að hafa flogið milli Washington DC til borgarinnar Nashville í Tennessee-ríki. Þar varði hann tæpum 90 mínútum á skipulögðum viðburðum og fékk sér að því búnu hádegisverð með syni sínum.
Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira