Segir af sér vegna vinnuferða með einkaþotum Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. september 2017 21:11 Fyrrverandi heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Tom Price. Vísir/AFP Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Tom Price, hefur sagt af sér í kjölfar þess að upp komst um tíðar ferðir hans með einkaþotum vegna vinnu sinnar. Bandaríski stjórnmálafjölmiðillinn Politico greindi fyrst frá einkaþotumálinu en rannsókn blaðamanna miðilsins leiddi í ljós að Price hafði flogið að minnsta kosti 26 sinnum með einkaþotu í opinberum erindagjörðum síðan í byrjun maí. Opinberir starfsmenn í Bandaríkjunum, utan þeirra sem starfa við þjóðaröryggismál, eru skyldaðir til að ferðast með almennum flugfélögum vegna vinnu sinnar en heildarkostnaður vegna flugferða Price með einkaþotum er áætlaður um 300 þúsund Bandaríkjadalir (31,6 milljónir íslenskra króna). „Heilbrigðisráðherrann Thomas Price sagði af sér fyrr í dag og forsetinn varð við afsögn hans,“ sagði í fréttatilkynningu frá Hvíta húsinu sem send var út í dag. Price baðst afsökunar á málinu í gær og sagðist enn fremur ætla að borga hluta af kostnaði vegna flugferðanna til baka. Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í fyrradag að hann væri „ekki ánægður“ með ferðamáta heilbrigðisráðherrans en ætlaði að „sjá til“ hvort hann myndi víkja honum úr embætti.Sjá einnig: Biðst afsökunar á því að fljúga ítrekað með einkaþotum í vinnunaPrice er fyrsti ráðherra í ríkisstjórn Trumps sem segir af sér. Þá sæta tveir embættismenn enn rannsókn vegna kostnaðarsamra ferðalaga en Scott Pruitt, yfirmaður Umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna og fjármálaráðherrann, Steven Mnuchin, eru einnig sakaðir um að hafa eytt fjármunum úr hófi fram í flugferðir með einkaþotum vegna vinnu sinnar. Í frétt Politico segir að Bandaríkjaforseti muni skipa Don Wright, sem gegnir nú embætti aðstoðarheilbrigðisráðherra, í embætti heilbrigðisráðherra þangað til eftirmaður Price verður formlega valinn. Tengdar fréttir Biðst afsökunar á því að fljúga ítrekað með einkaþotum í vinnuna Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í gær að hann væri "ekki ánægður“ með ferðamáta heilbrigðisráðherra síns, Tom Price. 28. september 2017 23:57 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Sjá meira
Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Tom Price, hefur sagt af sér í kjölfar þess að upp komst um tíðar ferðir hans með einkaþotum vegna vinnu sinnar. Bandaríski stjórnmálafjölmiðillinn Politico greindi fyrst frá einkaþotumálinu en rannsókn blaðamanna miðilsins leiddi í ljós að Price hafði flogið að minnsta kosti 26 sinnum með einkaþotu í opinberum erindagjörðum síðan í byrjun maí. Opinberir starfsmenn í Bandaríkjunum, utan þeirra sem starfa við þjóðaröryggismál, eru skyldaðir til að ferðast með almennum flugfélögum vegna vinnu sinnar en heildarkostnaður vegna flugferða Price með einkaþotum er áætlaður um 300 þúsund Bandaríkjadalir (31,6 milljónir íslenskra króna). „Heilbrigðisráðherrann Thomas Price sagði af sér fyrr í dag og forsetinn varð við afsögn hans,“ sagði í fréttatilkynningu frá Hvíta húsinu sem send var út í dag. Price baðst afsökunar á málinu í gær og sagðist enn fremur ætla að borga hluta af kostnaði vegna flugferðanna til baka. Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í fyrradag að hann væri „ekki ánægður“ með ferðamáta heilbrigðisráðherrans en ætlaði að „sjá til“ hvort hann myndi víkja honum úr embætti.Sjá einnig: Biðst afsökunar á því að fljúga ítrekað með einkaþotum í vinnunaPrice er fyrsti ráðherra í ríkisstjórn Trumps sem segir af sér. Þá sæta tveir embættismenn enn rannsókn vegna kostnaðarsamra ferðalaga en Scott Pruitt, yfirmaður Umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna og fjármálaráðherrann, Steven Mnuchin, eru einnig sakaðir um að hafa eytt fjármunum úr hófi fram í flugferðir með einkaþotum vegna vinnu sinnar. Í frétt Politico segir að Bandaríkjaforseti muni skipa Don Wright, sem gegnir nú embætti aðstoðarheilbrigðisráðherra, í embætti heilbrigðisráðherra þangað til eftirmaður Price verður formlega valinn.
Tengdar fréttir Biðst afsökunar á því að fljúga ítrekað með einkaþotum í vinnuna Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í gær að hann væri "ekki ánægður“ með ferðamáta heilbrigðisráðherra síns, Tom Price. 28. september 2017 23:57 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Sjá meira
Biðst afsökunar á því að fljúga ítrekað með einkaþotum í vinnuna Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í gær að hann væri "ekki ánægður“ með ferðamáta heilbrigðisráðherra síns, Tom Price. 28. september 2017 23:57
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent