Íslenski boltinn

Teigurinn: Óli Stefán og Andri Rúnar á pakkadíl til Breiðabliks

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Stór tíðindi urðu í gær þegar þjálfari Grindvíkinga, Óli Stefán Flóventsson, var sagður ætla að hætta með liðið eftir tímabilið.

Grindvíkingar hafa farið langt fram úr vonum í sumar og eru í sjötta sæti deildarinnar, eftir að hafa meðal annars setið á toppi deildarinnar um tíma í fyrri umferðinni.

Guðmundur Benediktsson og félagar í Teignum ræddu mál Óla Stefáns og Grindvíkinga í kvöld. Þegar Gummi spyr hvert Óli sé að fara hikaði Hjörvar Hafliðason ekki við að svara: „Breiðablik.“

„Þetta er bara ágiskun, ég hef ekkert fyrir mér í því,“ sagði Hjörvar, sem þekkir þó ágætlega til í Kópavoginum.

„Þessi leikur átti að snúast um það hvort Andra Rúnari Bjarnasyni tækist að slá þetta markamet. Nú einhvern veginn er umræðan komin eitthvert allt annað,“ sagði Hjörvar sem telur þetta koma Andra vel.

Þeir veltu sér einnig fyrir sér hvort að Andri Rúnar myndi fylgja Óla Stefáni til Breiðabliks, því kærasta Andra, Rakel Hönnudóttir, sé þar.

„Svona gerast bara oft kaupin á eyrinni í íslenskum fótbolta. Gummi Ben fór í KR og konan mætti líka í KR og allt þetta,“ sagði Hjörvar, sem var á léttu nótunum með þeim félögum Gumma og Reyni Leóssyni í kvöld.

Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Óli Stefán að hætta með Grindavík?

Óli Stefán Flóventsson gæti hætt með Grindavíkurliðið eftir tímabilið en hann á að hafa tilkynnt forráðamönnum félagsins að hann ætli ekki að halda áfram með liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×