Gríðarleg aukning í umferð á höfuðborgarsvæðinu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 11. september 2017 14:30 Rúmlega 51.700 bílar fóru daglega um Vesturlandsveg ofan Ártúnsbrekku í ágústmánuði árið 2016 en rúm 59.200 í ágústmánuði í ár. Vísir/Pjetur Gríðarleg aukning hefur verið í umferð á höfuðborgarsvæðinu á milli mánaða. Sérfræðingur á umferðarsviði Vegagerðarinnar segir fjölgunina bæði náttúrulega auk þess sem aukinn hagvöxtur eykur umferðarþunga. Umtalsverð aukning hefur verið á umferðarþunga á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt teljurum Vegagerðarinnar á þeim stofnbrautum þar sem umferð er mæld. Til að mynda fóru rúmlega 51.700 bílar daglega um Vesturlandsveg ofan Ártúnsbrekku í ágústmánuði árið 2016 en rúm 59.200 í ágústmánuði í ár. Friðleifur Ingi Brynjarsson, sérfræðingur hjá umferðardeild Vegagerðarinnar, segir aukningu hjá öllum teljurum Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum verið að mæla það núna allt þetta ár gríðarlega mikla aukningu, allt upp í tæp fimmtán prósent í mars, sem er metaukning í einum mánuði.“ Hann segir aukninguna í marsmánuði þó einnig skýrast af því að páskar voru í mars í fyrra og því lítil umferð á höfuðborgarsvæðinu samanborið við mars í ár en páskar voru í apríl þetta árið. En hvað orsakar þessa miklu alemennu fjölgun í umferðinni?„Auðvitað er hluti af þessu náttúruleg aukning, tvö til þrjú prósent má segja að sé náttúruleg aukning. Síðan er auðvitað umferðin mikið háð því hvernig efnahagsástandið er í landinu. Ef það eru mikil umsvif og mikið að gera þá eykst umferðin og það mælist mjög mikil fylgni milli hagvaxtar, eða vergrar landsframleiðslu, og umferðarinnar. Umferðin eykst alveg í takt við uppganginn í þjóðfélaginu.“ Þá telur koma ferðamanna til landsins vitaskuld eitthvað. „Við teljum að hún hafi einhver áhrif. Við erum að mæla núna í Hvalfjarðargöngum hvert hlutfall útlendinga er um göngin, hvert hlutfall erlendra ökumanna er um göngin, og það er um tíu prósent,“ segir Friðleifur Ingi Brynjarsson, sérfræðingur hjá umferðardeild Vegagerðarinnar. Samgöngur Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Gríðarleg aukning hefur verið í umferð á höfuðborgarsvæðinu á milli mánaða. Sérfræðingur á umferðarsviði Vegagerðarinnar segir fjölgunina bæði náttúrulega auk þess sem aukinn hagvöxtur eykur umferðarþunga. Umtalsverð aukning hefur verið á umferðarþunga á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt teljurum Vegagerðarinnar á þeim stofnbrautum þar sem umferð er mæld. Til að mynda fóru rúmlega 51.700 bílar daglega um Vesturlandsveg ofan Ártúnsbrekku í ágústmánuði árið 2016 en rúm 59.200 í ágústmánuði í ár. Friðleifur Ingi Brynjarsson, sérfræðingur hjá umferðardeild Vegagerðarinnar, segir aukningu hjá öllum teljurum Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum verið að mæla það núna allt þetta ár gríðarlega mikla aukningu, allt upp í tæp fimmtán prósent í mars, sem er metaukning í einum mánuði.“ Hann segir aukninguna í marsmánuði þó einnig skýrast af því að páskar voru í mars í fyrra og því lítil umferð á höfuðborgarsvæðinu samanborið við mars í ár en páskar voru í apríl þetta árið. En hvað orsakar þessa miklu alemennu fjölgun í umferðinni?„Auðvitað er hluti af þessu náttúruleg aukning, tvö til þrjú prósent má segja að sé náttúruleg aukning. Síðan er auðvitað umferðin mikið háð því hvernig efnahagsástandið er í landinu. Ef það eru mikil umsvif og mikið að gera þá eykst umferðin og það mælist mjög mikil fylgni milli hagvaxtar, eða vergrar landsframleiðslu, og umferðarinnar. Umferðin eykst alveg í takt við uppganginn í þjóðfélaginu.“ Þá telur koma ferðamanna til landsins vitaskuld eitthvað. „Við teljum að hún hafi einhver áhrif. Við erum að mæla núna í Hvalfjarðargöngum hvert hlutfall útlendinga er um göngin, hvert hlutfall erlendra ökumanna er um göngin, og það er um tíu prósent,“ segir Friðleifur Ingi Brynjarsson, sérfræðingur hjá umferðardeild Vegagerðarinnar.
Samgöngur Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira