Shkreli í steininn fyrir tíst um Hillary Clinton Kjartan Kjartansson skrifar 14. september 2017 10:32 Verjendur Shkreli segja að hann segi heimskulega hluti á netinu. Það þýði þó ekki að hann sé ofbeldishneigður. Vísir/AFP Dómari í New York sendi Martin Shkreli, sem nefndur hefur verið hataðasti maður internetsins, í fangelsi. Shkreli hafði verið lausn gegn tryggingu en áreiti hans í garð kvenna á netinu og furðulegt tilboð sem varðaði Hillary Clinton varð til þess að tryggingin var afturkölluð. Shkreli var sakfelldur fyrir fjársvik í síðasta mánuði. Hann varð frægur að endemum þegar hann keypti framleiðslurétt á alnæmislyfi og hækkaði verðið umsvifalaust um rúm 5.000% árið 2015. Hann bíður nú ákvörðun refsingar vegna fjársvikamálsins en hefur gengið laus þar sem hann greidd fimm milljón dollara tryggingu. Saksóknarar í málinu kröfðust þess hins vegar að tryggingin yrði afturkölluð vegna þess að framferði Shkreli ógnaði samfélaginu, að sögn Washington Post. Shkreli hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum eftir að hann var sakfelldur. Lofaði hann meðal annars hverjum þeim sem færði honum lokk úr hári Hillary Clinton með hársekk 5.000 dollara verðlaunum á Twitter. Sagðist hann vilja gera DNA-samanburð á því og lífsýni sem hann sagðist hafa úr henni.Dómarinn sá ekki húmorinn í tístinuÍ skriflegri afsökunarbeiðni sagði Shkreli ekki hafa gert ráð fyrir að nokkur tæki ummæli hans á netinu alvarlega. Dómaranum var hins vegar ekki skemmt. „Hvað er fyndið við þetta? Hann veit ekki hverjir fylgjendur hans eru. Hann veit ekki hvort að einhver muni taka tilboðinu alvarlega. Hann er að fara fram á árás á aðra manneskju fyrir 5.000 dollara,“ sagði dómarinn. Leyniþjónusta Bandaríkjanna jók öryggisgæslu sína í kringum Clinton sem er nú að kynna nýútkomna bók sína. Leitaði hún einnig eftir viðtali við Shkreli vegna tístsins. Vegna uppátækja sinna þarf Shkreli nú að dúsa í hámarksöryggisfangelsi þar sem refsing hans verður ákveðin í janúar. Hann á yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi. Tengdar fréttir Martin Shkreli fundinn sekur um fjársvik Martin Shkreli, fyrrverandi forstjóri lyfjafyrirtækis sem hækkaði verð á alnæmislyfi upp úr öllu valdi, hefur verið dæmdur fyrir fjársvik. 4. ágúst 2017 20:15 Shkreli selur Wu-Tang plötuna einstöku á Ebay Martin Shkreli, fyrrverandi forstjóri lyfjafyrirtækis og maðurinn sem kallaðir hefur verið hataðasti maður internetsins hefur sett eintak sitt af eintakri Wu-Tang plötu til sölu á Ebay. 9. september 2017 10:57 Fjársvikamál Shkreli lagt í dóm Hataðasti maður internetsins, Martin Shkreli, bíður nú dóms í fjársvikamáli. Hann gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist verði hann fundinn sekur. 31. júlí 2017 17:36 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Dómari í New York sendi Martin Shkreli, sem nefndur hefur verið hataðasti maður internetsins, í fangelsi. Shkreli hafði verið lausn gegn tryggingu en áreiti hans í garð kvenna á netinu og furðulegt tilboð sem varðaði Hillary Clinton varð til þess að tryggingin var afturkölluð. Shkreli var sakfelldur fyrir fjársvik í síðasta mánuði. Hann varð frægur að endemum þegar hann keypti framleiðslurétt á alnæmislyfi og hækkaði verðið umsvifalaust um rúm 5.000% árið 2015. Hann bíður nú ákvörðun refsingar vegna fjársvikamálsins en hefur gengið laus þar sem hann greidd fimm milljón dollara tryggingu. Saksóknarar í málinu kröfðust þess hins vegar að tryggingin yrði afturkölluð vegna þess að framferði Shkreli ógnaði samfélaginu, að sögn Washington Post. Shkreli hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum eftir að hann var sakfelldur. Lofaði hann meðal annars hverjum þeim sem færði honum lokk úr hári Hillary Clinton með hársekk 5.000 dollara verðlaunum á Twitter. Sagðist hann vilja gera DNA-samanburð á því og lífsýni sem hann sagðist hafa úr henni.Dómarinn sá ekki húmorinn í tístinuÍ skriflegri afsökunarbeiðni sagði Shkreli ekki hafa gert ráð fyrir að nokkur tæki ummæli hans á netinu alvarlega. Dómaranum var hins vegar ekki skemmt. „Hvað er fyndið við þetta? Hann veit ekki hverjir fylgjendur hans eru. Hann veit ekki hvort að einhver muni taka tilboðinu alvarlega. Hann er að fara fram á árás á aðra manneskju fyrir 5.000 dollara,“ sagði dómarinn. Leyniþjónusta Bandaríkjanna jók öryggisgæslu sína í kringum Clinton sem er nú að kynna nýútkomna bók sína. Leitaði hún einnig eftir viðtali við Shkreli vegna tístsins. Vegna uppátækja sinna þarf Shkreli nú að dúsa í hámarksöryggisfangelsi þar sem refsing hans verður ákveðin í janúar. Hann á yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi.
Tengdar fréttir Martin Shkreli fundinn sekur um fjársvik Martin Shkreli, fyrrverandi forstjóri lyfjafyrirtækis sem hækkaði verð á alnæmislyfi upp úr öllu valdi, hefur verið dæmdur fyrir fjársvik. 4. ágúst 2017 20:15 Shkreli selur Wu-Tang plötuna einstöku á Ebay Martin Shkreli, fyrrverandi forstjóri lyfjafyrirtækis og maðurinn sem kallaðir hefur verið hataðasti maður internetsins hefur sett eintak sitt af eintakri Wu-Tang plötu til sölu á Ebay. 9. september 2017 10:57 Fjársvikamál Shkreli lagt í dóm Hataðasti maður internetsins, Martin Shkreli, bíður nú dóms í fjársvikamáli. Hann gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist verði hann fundinn sekur. 31. júlí 2017 17:36 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Martin Shkreli fundinn sekur um fjársvik Martin Shkreli, fyrrverandi forstjóri lyfjafyrirtækis sem hækkaði verð á alnæmislyfi upp úr öllu valdi, hefur verið dæmdur fyrir fjársvik. 4. ágúst 2017 20:15
Shkreli selur Wu-Tang plötuna einstöku á Ebay Martin Shkreli, fyrrverandi forstjóri lyfjafyrirtækis og maðurinn sem kallaðir hefur verið hataðasti maður internetsins hefur sett eintak sitt af eintakri Wu-Tang plötu til sölu á Ebay. 9. september 2017 10:57
Fjársvikamál Shkreli lagt í dóm Hataðasti maður internetsins, Martin Shkreli, bíður nú dóms í fjársvikamáli. Hann gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist verði hann fundinn sekur. 31. júlí 2017 17:36