Forseti Bandaríkjanna heimsótti Flórída eftir storminn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. september 2017 06:00 Donald Trump var með Mike Pence varaforseta í Flórída í gær. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heimsótti Flórída-ríki í gær en stutt er síðan fellibylurinn Irma gekk yfir ríkið og olli þó nokkru tjóni. Kostaði stormurinn 55 lífið bæði í Bandaríkjunum og á Karíbahafi. Unnið er að því að laga það sem skemmdist í Flórída en enn eru rúmlega fjórar milljónir heimila án rafmagns í ríkinu sem og nærliggjandi ríkjum. Forsetinn þakkaði björgunarfólki og þeim sem komu að því að undirbúa ríkið fyrir hamfarirnar. „Þegar þú hugsar um hversu rosalega öflugur þessi stormur var, og þótt fólk hafi því miður látið lífið, voru það sem betur fer ekki eins margir og óttast hafði verið,“ sagði forsetinn. „Fólk taldi að þúsundir á þúsundir ofan myndu farast en í raun varð talan mun lægri, það sýnir hversu gott starf þið unnuð,“ bætti Trump við og hrósaði einnig viðbrögðum Ricks Scott ríkisstjóra. Hvatti Trump Scott til þess að bjóða sig fram til öldungadeildar þingsins. Hvatning forsetans er athyglisverð í ljósi annarra tíðinda gærdagsins en hann sagðist afar nálægt því að komast að samkomulagi við Demókrata í öldungadeildinni um að vernda unga ólöglega innflytjendur. Þó með því skilyrði að „gífurlega aukið landamæraeftirlit“ yrði hluti af samkomulaginu. „Vill einhver virkilega henda menntuðu og góðu fólki, sem er í vinnu og þjónar sumt hvert í hernum, úr landi? Í alvöru?!“ spurði forsetinn á Twitter í gær. Er það athyglisvert í ljósi þess að í kosningabaráttu hans sagði Trump að til stæði að flytja alla ólöglega innflytjendur úr landi. Trump hefur undanfarið einnig rætt við Demókrata um hjálp við að koma skattabreytingum og fjárlögum í gegn. Scott er Repúblikani en samflokksmenn hans hafa reiðst Trump mikið vegna samstarfsins við Demókrata. Forsetinn er einnig reiður Repúblikönum á þingi fyrir að hafa mistekist að innleiða stefnumál hans. Donald Trump Fellibylurinn Irma Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heimsótti Flórída-ríki í gær en stutt er síðan fellibylurinn Irma gekk yfir ríkið og olli þó nokkru tjóni. Kostaði stormurinn 55 lífið bæði í Bandaríkjunum og á Karíbahafi. Unnið er að því að laga það sem skemmdist í Flórída en enn eru rúmlega fjórar milljónir heimila án rafmagns í ríkinu sem og nærliggjandi ríkjum. Forsetinn þakkaði björgunarfólki og þeim sem komu að því að undirbúa ríkið fyrir hamfarirnar. „Þegar þú hugsar um hversu rosalega öflugur þessi stormur var, og þótt fólk hafi því miður látið lífið, voru það sem betur fer ekki eins margir og óttast hafði verið,“ sagði forsetinn. „Fólk taldi að þúsundir á þúsundir ofan myndu farast en í raun varð talan mun lægri, það sýnir hversu gott starf þið unnuð,“ bætti Trump við og hrósaði einnig viðbrögðum Ricks Scott ríkisstjóra. Hvatti Trump Scott til þess að bjóða sig fram til öldungadeildar þingsins. Hvatning forsetans er athyglisverð í ljósi annarra tíðinda gærdagsins en hann sagðist afar nálægt því að komast að samkomulagi við Demókrata í öldungadeildinni um að vernda unga ólöglega innflytjendur. Þó með því skilyrði að „gífurlega aukið landamæraeftirlit“ yrði hluti af samkomulaginu. „Vill einhver virkilega henda menntuðu og góðu fólki, sem er í vinnu og þjónar sumt hvert í hernum, úr landi? Í alvöru?!“ spurði forsetinn á Twitter í gær. Er það athyglisvert í ljósi þess að í kosningabaráttu hans sagði Trump að til stæði að flytja alla ólöglega innflytjendur úr landi. Trump hefur undanfarið einnig rætt við Demókrata um hjálp við að koma skattabreytingum og fjárlögum í gegn. Scott er Repúblikani en samflokksmenn hans hafa reiðst Trump mikið vegna samstarfsins við Demókrata. Forsetinn er einnig reiður Repúblikönum á þingi fyrir að hafa mistekist að innleiða stefnumál hans.
Donald Trump Fellibylurinn Irma Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira