Bjarni um aðkomu föður síns að máli Hjalta: „Það var mér áfall að heyra af því“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2017 16:48 Bjarni í Valhöll í dag. vísir/ernir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, segir að það hafi verið sér áfall að heyra af því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hefði skrifað undir umsögn fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan kynferðisbrotamanns, á umsókn hans um uppreist æru í fyrra. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Valhöll í dag. Bjarni sagði að hann hefði heyrt af því í júlí frá Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að faðir hans hefði verið umsagnaraðili. „Það var mér áfall að heyra af því. Ég hefði ekki getað sjálfur skrifað undir slíkt meðmælabréf og ég mun aldrei reyna að verja þá gjörð,“ sagði Bjarni. Hann segir að þá hafi hann verið kominn í vandasama stöðu. „Þarna var ég kominn með upplýsingar um það að inni í kerfinu væri mál sem var ekki í fjölmiðlaumræðunni“ Hann segist hafa tekið ákvörðun að hann myndi meðhöndla málið sem trúnaðarmál. Honum hafi verið mest umhugað að ekkert mál fengi sérmeðferð og sagðist á engum tímapunkti hafa stungið neinu undir stól eða haldið upplýsingum frá fólki. Hann hafi lögum samkvæmt ekki getað deilt upplýsingunum með samráðherrum sínum. Bjarni lét síðan fyrrverandi samstarfsflokk sinn í ríkisstjórn, Bjarta framtíð, heyra það en Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu í gærkvöldi. Nánar má lesa um það hér. Þá tilkynnti Bjarni það einnig á fundinum að hann myndi boða til kosninga og horfir hann til nóvembers í þeim efnum. Nánar má lesa um það hér. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mun funda með Bjarna klukkan 11 á Bessastöðum á morgun. Kosningar 2017 Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Boðað verður til þingkosninga Þetta tilkynnti Bjarni Benediktsson nú rétt í þessu á blaðamannafundi í Valhöll. 15. september 2017 16:54 Bjarni lét Bjarta framtíð heyra það Segir ákvörðunina að slíta stjórnarsamstarfinu ákveðið veikleikamerki. 15. september 2017 16:59 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, segir að það hafi verið sér áfall að heyra af því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hefði skrifað undir umsögn fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan kynferðisbrotamanns, á umsókn hans um uppreist æru í fyrra. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Valhöll í dag. Bjarni sagði að hann hefði heyrt af því í júlí frá Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að faðir hans hefði verið umsagnaraðili. „Það var mér áfall að heyra af því. Ég hefði ekki getað sjálfur skrifað undir slíkt meðmælabréf og ég mun aldrei reyna að verja þá gjörð,“ sagði Bjarni. Hann segir að þá hafi hann verið kominn í vandasama stöðu. „Þarna var ég kominn með upplýsingar um það að inni í kerfinu væri mál sem var ekki í fjölmiðlaumræðunni“ Hann segist hafa tekið ákvörðun að hann myndi meðhöndla málið sem trúnaðarmál. Honum hafi verið mest umhugað að ekkert mál fengi sérmeðferð og sagðist á engum tímapunkti hafa stungið neinu undir stól eða haldið upplýsingum frá fólki. Hann hafi lögum samkvæmt ekki getað deilt upplýsingunum með samráðherrum sínum. Bjarni lét síðan fyrrverandi samstarfsflokk sinn í ríkisstjórn, Bjarta framtíð, heyra það en Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu í gærkvöldi. Nánar má lesa um það hér. Þá tilkynnti Bjarni það einnig á fundinum að hann myndi boða til kosninga og horfir hann til nóvembers í þeim efnum. Nánar má lesa um það hér. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mun funda með Bjarna klukkan 11 á Bessastöðum á morgun.
Kosningar 2017 Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Boðað verður til þingkosninga Þetta tilkynnti Bjarni Benediktsson nú rétt í þessu á blaðamannafundi í Valhöll. 15. september 2017 16:54 Bjarni lét Bjarta framtíð heyra það Segir ákvörðunina að slíta stjórnarsamstarfinu ákveðið veikleikamerki. 15. september 2017 16:59 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Sjá meira
Boðað verður til þingkosninga Þetta tilkynnti Bjarni Benediktsson nú rétt í þessu á blaðamannafundi í Valhöll. 15. september 2017 16:54
Bjarni lét Bjarta framtíð heyra það Segir ákvörðunina að slíta stjórnarsamstarfinu ákveðið veikleikamerki. 15. september 2017 16:59