Efnaverksmiðja spýr eitri eftir Harvey Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. september 2017 07:00 Flóðvatn heldur áfram að hrylla íbúa Houston-borgar í Texas í Bandaríkjunum en stormurinn Harvey stefnir nú í áttina frá Louisiana og Kentucky. Nordicphotos/AFP Tíu voru lagðir inn á spítala í borginni Houston í Texas í gær eftir að hafa verið í nágrenni við Arkema-efnaverksmiðjuna sem spýr nú eitruðum reyk eftir að hafa orðið fyrir barðinu á hitabeltisstorminum Harvey. Brock Long, yfirmaður hamfarastofnunarinnar FEMA, sagði í gær að útblásturinn væri „ótrúlega hættulegur“. Um miðjan dag í gær hóf verksmiðjan að spýja frá sér umræddum útblæstri en fyrr um daginn urðu nærstaddir varir við sprengingu í verksmiðjunni. Lögreglustjórinn Ed Gonzales sagði í viðtali við fjölmiðla í gær að útblásturinn væri þó ekki talinn tengjast umræddri sprengingu. Yfirvöld rýmdu íbúðarhús í 2,4 kílómetra radíus frá verksmiðjunni en Arkema varaði við því að hætta væri á eldsvoða og sprengingum snemma í gær. Bilanir í verksmiðjunni má rekja til hins gífurlega mikla regnvatns sem féll á Houston þegar stormurinn gekk yfir. Bilaði þá kælibúnaður í verksmiðjunni sem leiddi til fyrrnefnds útblásturs og sprenginga. Starfsemi verksmiðjunnar hafði þó verið stöðvuð áður en stormurinn skall á. Um 102 sentimetrar regnvatns féllu á svæðið og flæddi einnig inn á rafala verksmiðjunnar. Arkema-verksmiðjan framleiðir meðal annars efni sem notuð eru til lyfjagerðar og getur hluti þeirra orðið einkar hættulegur við hátt hitastig. „Vatnsmagnið á svæðinu og skortur á rafmagni verður þess valdandi að við getum ekki komið í veg fyrir eldsvoða,“ sagði framkvæmdastjórinn Richard Rowe í gær. Á blaðamannafundi í Washington í gær sagði Brock Long að það væri ekki víst hvort eða hvenær starfsmenn FEMA gætu skoðað verksmiðjuna til að meta umfang útblástursins og hættuna sem stafar af honum. „Við viljum meta hvert reykurinn mun stefna og svo byggja rýmingaráætlanir okkar á því. Við værum ekki að gera það ef útblásturinn væri ekki ótrúlega hættulegur,“ sagði Long. Arkema sendi einnig frá sér yfirlýsingu í gær. „Við viljum að íbúar séu meðvitaðir um að vörur okkar eru geymdar á nokkrum stöðum á svæðinu og því er hætta á frekari sprengingum. Vinsamlegast snúið ekki aftur á hið rýmda svæði fyrr en yfirvöld segja að það sé óhætt.“ Harvey stefnir nú frá Louisiana og í átt að Kentucky en tala látinna í Texas hélt áfram að hækka í gær. Storminn hefur lægt verulega og flokkast hann í núverandi mynd sem hitabeltislægð, ekki hitabeltisstormur eða fellibylur. Texas-ríki varð verst úti en í gær var talið að 33 hið minnsta hefðu látið lífið í hamförunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Tíu voru lagðir inn á spítala í borginni Houston í Texas í gær eftir að hafa verið í nágrenni við Arkema-efnaverksmiðjuna sem spýr nú eitruðum reyk eftir að hafa orðið fyrir barðinu á hitabeltisstorminum Harvey. Brock Long, yfirmaður hamfarastofnunarinnar FEMA, sagði í gær að útblásturinn væri „ótrúlega hættulegur“. Um miðjan dag í gær hóf verksmiðjan að spýja frá sér umræddum útblæstri en fyrr um daginn urðu nærstaddir varir við sprengingu í verksmiðjunni. Lögreglustjórinn Ed Gonzales sagði í viðtali við fjölmiðla í gær að útblásturinn væri þó ekki talinn tengjast umræddri sprengingu. Yfirvöld rýmdu íbúðarhús í 2,4 kílómetra radíus frá verksmiðjunni en Arkema varaði við því að hætta væri á eldsvoða og sprengingum snemma í gær. Bilanir í verksmiðjunni má rekja til hins gífurlega mikla regnvatns sem féll á Houston þegar stormurinn gekk yfir. Bilaði þá kælibúnaður í verksmiðjunni sem leiddi til fyrrnefnds útblásturs og sprenginga. Starfsemi verksmiðjunnar hafði þó verið stöðvuð áður en stormurinn skall á. Um 102 sentimetrar regnvatns féllu á svæðið og flæddi einnig inn á rafala verksmiðjunnar. Arkema-verksmiðjan framleiðir meðal annars efni sem notuð eru til lyfjagerðar og getur hluti þeirra orðið einkar hættulegur við hátt hitastig. „Vatnsmagnið á svæðinu og skortur á rafmagni verður þess valdandi að við getum ekki komið í veg fyrir eldsvoða,“ sagði framkvæmdastjórinn Richard Rowe í gær. Á blaðamannafundi í Washington í gær sagði Brock Long að það væri ekki víst hvort eða hvenær starfsmenn FEMA gætu skoðað verksmiðjuna til að meta umfang útblástursins og hættuna sem stafar af honum. „Við viljum meta hvert reykurinn mun stefna og svo byggja rýmingaráætlanir okkar á því. Við værum ekki að gera það ef útblásturinn væri ekki ótrúlega hættulegur,“ sagði Long. Arkema sendi einnig frá sér yfirlýsingu í gær. „Við viljum að íbúar séu meðvitaðir um að vörur okkar eru geymdar á nokkrum stöðum á svæðinu og því er hætta á frekari sprengingum. Vinsamlegast snúið ekki aftur á hið rýmda svæði fyrr en yfirvöld segja að það sé óhætt.“ Harvey stefnir nú frá Louisiana og í átt að Kentucky en tala látinna í Texas hélt áfram að hækka í gær. Storminn hefur lægt verulega og flokkast hann í núverandi mynd sem hitabeltislægð, ekki hitabeltisstormur eða fellibylur. Texas-ríki varð verst úti en í gær var talið að 33 hið minnsta hefðu látið lífið í hamförunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira