Þorsteinn vill taka flóttamannaumræðuna: Hagvöxtur og velmegun minni án innflytjenda Bjarki Ármannsson skrifar 3. september 2017 14:36 Þorsteinn með sýrlenskum flóttamönnum sem íslensk stjórnvöld buðu að setjast að hér á landi um síðustu áramót. Vísir/Stefán „Staðreyndin er nefnilega sú að hagvöxtur hefði verið hér minni, velgmegun minni og velferðarkerfið veikara ef ekki hefði notið við aðstoðar innflytjenda; flóttamanna sem og annarra.“ Þetta segir Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra í færslu um móttöku flóttamanna á Facebook-síðu sinni í dag. Þorsteinn gagnrýnir þar þá sem „stilli móttöku flóttamanna og framlögum til velferðarkerfisins upp sem andstæðum“ og ali þannig á andúð í garð innflytjenda. „Í hvert sinn sem málefni flóttamanna ber á góma rísa hér upp raddir sem gagnrýna að við séum að liðsinna fólki í neyð,“ skrifar Þorsteinn. „Gjarnan er þeim rökum beitt að valið standi milli þess að liðsinna flóttamönnum eða lyfta undir með fátækum Íslendingum með auknum framlögum til örorku- eða ellilífeyris. Eins og ekki sé hægt að gera bæði.“ Ráðherrann beinir orðum sínum meðal annars að nýjum stjórnmálaflokki sem hann segir nú að sækja í sig veðrið undir merkjum þessarar hugmyndafræði. Þorsteinn nefnir flokkinn ekki á nafn en gera má því skóna að hann eigi við Flokk fólksins, en fylgi hans hefur rokið upp í skoðanakönnunum að undanförnu. Formaður þess flokks, Inga Sæland, gagnrýndi Þorstein í viðtali við Vísi í sumar og sagði hann varla geta verið í tengslum við alþýðuna í landinu. Þorsteinn segir í færslu sinni um 36 þúsund fleiri erlenda ríkisborgara hafa flutt til landsins en frá því á tímabilinu frá 1961 til 2016 og spyr hvernig okkur hefði gengið að sinna mikilvægum þjónustustörfum hér á landi án þeirra. „Tökum þessa umræðu!“ skrifar Þorsteinn og vísar til þeirra sem gagnrýna móttöku flóttamanna, oft með yfirlýsingum um að það skorti kjark til að „taka umræðuna.“Færslu ráðherrans í heild sinni má lesa hér að neðan. Flóttamenn Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
„Staðreyndin er nefnilega sú að hagvöxtur hefði verið hér minni, velgmegun minni og velferðarkerfið veikara ef ekki hefði notið við aðstoðar innflytjenda; flóttamanna sem og annarra.“ Þetta segir Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra í færslu um móttöku flóttamanna á Facebook-síðu sinni í dag. Þorsteinn gagnrýnir þar þá sem „stilli móttöku flóttamanna og framlögum til velferðarkerfisins upp sem andstæðum“ og ali þannig á andúð í garð innflytjenda. „Í hvert sinn sem málefni flóttamanna ber á góma rísa hér upp raddir sem gagnrýna að við séum að liðsinna fólki í neyð,“ skrifar Þorsteinn. „Gjarnan er þeim rökum beitt að valið standi milli þess að liðsinna flóttamönnum eða lyfta undir með fátækum Íslendingum með auknum framlögum til örorku- eða ellilífeyris. Eins og ekki sé hægt að gera bæði.“ Ráðherrann beinir orðum sínum meðal annars að nýjum stjórnmálaflokki sem hann segir nú að sækja í sig veðrið undir merkjum þessarar hugmyndafræði. Þorsteinn nefnir flokkinn ekki á nafn en gera má því skóna að hann eigi við Flokk fólksins, en fylgi hans hefur rokið upp í skoðanakönnunum að undanförnu. Formaður þess flokks, Inga Sæland, gagnrýndi Þorstein í viðtali við Vísi í sumar og sagði hann varla geta verið í tengslum við alþýðuna í landinu. Þorsteinn segir í færslu sinni um 36 þúsund fleiri erlenda ríkisborgara hafa flutt til landsins en frá því á tímabilinu frá 1961 til 2016 og spyr hvernig okkur hefði gengið að sinna mikilvægum þjónustustörfum hér á landi án þeirra. „Tökum þessa umræðu!“ skrifar Þorsteinn og vísar til þeirra sem gagnrýna móttöku flóttamanna, oft með yfirlýsingum um að það skorti kjark til að „taka umræðuna.“Færslu ráðherrans í heild sinni má lesa hér að neðan.
Flóttamenn Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira