Innlent

Fylgi Flokks fólksins hefur aldrei mælst jafn hátt

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Sjáfstæðisflokkurinn mælist stærstur.
Sjáfstæðisflokkurinn mælist stærstur. MMR
Flokkur fólksins mælist nú með 6,1 prósenta fylgi samkvæmt nýjustu könnun MMR. Fylgi flokksins hefur aldrei mælst jafn hátt. Flokkurinn mældist 2,8 prósent í síðustu könnun sem gerð var í júní.

Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar með mest fylgi íslenskra flokka. Mældist hann 29,3 prósent og eykst því fylgi hans um eitt prósentustig frá síðustu könnun. Fylgi við ríkisstjórnina hefur hækkað á milli mælinga úr 33,9 prósentum í 34,1 prósent.

Vinstri Græn eru næst stærsti flokkurinn með 20,4 prósent. Píratar koma þar á eftir með 13,3 prósent en fylgi þeirra hefur ekki breyst frá síðustu könnun. Samfylkingin mælist með 10,6 prósent og Framsókn með 10,2 prósent.

Ríkisstjórnarflokkurinn Viðreisn er með 4,7% og Björt framtíð er með 2,4% fylgi.

Núverandi könnun fór fram dagana 18 til 21 júlí. Alls svöruðu 909 einstaklingar.


Tengdar fréttir

Flokkur fólksins kemst á fjárlög

Flokkur fólksins er eini flokkurinn sem ekki náði manni inn á þing í nýafstöðnum kosningum sem hefur náð lágmarki til að eiga rétt til framlaga úr ríkissjóði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×