Albert ánægður með liðsfélagana sem teiknuðu upp seinna mark Íslands fyrir leik Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. september 2017 20:00 Albert var besti maður Íslands gegn Albaníu í kvöld. Vísir/Anton Albert Guðmundsson, fyrirliði landsliðsins og leikmaður PSV var besti maður u-21 liðs karla í kvöld þegar liðið mátti þola tap gegn Albaníu í undankeppni fyrir EM 2019. Hann var í framlínu liðsins en fékk að mörgu leyti frjálst hlutverk í leiknum. „Þetta var helvíti fúlt. Við tókum það samt fram að við ætluðum ekkert að vera að hugsa um það,“ segir Albert í samtali um Vísi um jöfnunarmark Albana sem kom aðeins nokkrum sekúndum eftir að Ísland komst yfir í blálok fyrri hálfleiks. „Við töluðum um að nýta okkur þetta sem jákvæðan punkt, til þess að halda okkur á tánum og vilja fá sigurinn enn þá meira en því miður tókst það ekki,“ segir Albert. Albert lagði upp seinna mark Íslands með afar vel útfærðri aukaspyrnu sem æfð var vel í gær fyrir leikinn. Tryggvi Hrafn Haraldsson þóttist ýta boltanum áður en Albert gaf boltann fyrir. Við þetta fipaðist vörn Albana og var Viktor Karl Einarsson skilinn eftir galopinn á fjærstöng. Albert hrósar liðsfélögum sínum fyrir að hafa útfært þetta svona vel. „Ég er virkilega ánægður með að við náðum að útfæra þetta svona vel. Ég vil hrósa strákunum líka, við teiknuðum þetta upp sjálfir,“ segir Albert sem hrósaði líka þjálfurunum fyrir fyrra markið sem kom eftir horn eftir uppskrift þjálfaranna. Albert segir að vantað hafi herslumuninn í leiknum og að með smá heppni hefði leikurinn fallið Íslands megin. „Við náum ágætis stöðum á vellinum en þá vantaði örlitla, kannski einn mann örlítið meira í boxinu eða sendingin kannski örlítið betri. Það er fullt af hlutum sem við þurfum að laga en fullt af hlutum sem við getum verið ánægðir með,“ segir Albert. Albert var sem fyrr segir í frjálsu hlutverki og var oftar en ekki kominn á miðjuna til að stýra spilinu og finna pláss. Hann var einnig mættur í vörnina á 93. mínútu og kom í veg fyrir hættulegt færi hjá gestunum. „Mér fannst í þessum leik að það væru svæði fyrir mig að detta í og ég ákvað að notfæra mér það bara og fannst það ágætlega ganga upp,“ segir Albert. En fær hann að gera þetta hjá PSV? „Nei, þar er ég bara að fá boltann í lappir fram á við.“ Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Albanía 2-3 | Slæm byrjun á undankeppninni | Sjáðu mörkin Varnarmistök urðu íslenska U-21 árs að falli gegn Albaníu í undankeppni EM í Víkinni í kvöld. 4. september 2017 19:45 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
Albert Guðmundsson, fyrirliði landsliðsins og leikmaður PSV var besti maður u-21 liðs karla í kvöld þegar liðið mátti þola tap gegn Albaníu í undankeppni fyrir EM 2019. Hann var í framlínu liðsins en fékk að mörgu leyti frjálst hlutverk í leiknum. „Þetta var helvíti fúlt. Við tókum það samt fram að við ætluðum ekkert að vera að hugsa um það,“ segir Albert í samtali um Vísi um jöfnunarmark Albana sem kom aðeins nokkrum sekúndum eftir að Ísland komst yfir í blálok fyrri hálfleiks. „Við töluðum um að nýta okkur þetta sem jákvæðan punkt, til þess að halda okkur á tánum og vilja fá sigurinn enn þá meira en því miður tókst það ekki,“ segir Albert. Albert lagði upp seinna mark Íslands með afar vel útfærðri aukaspyrnu sem æfð var vel í gær fyrir leikinn. Tryggvi Hrafn Haraldsson þóttist ýta boltanum áður en Albert gaf boltann fyrir. Við þetta fipaðist vörn Albana og var Viktor Karl Einarsson skilinn eftir galopinn á fjærstöng. Albert hrósar liðsfélögum sínum fyrir að hafa útfært þetta svona vel. „Ég er virkilega ánægður með að við náðum að útfæra þetta svona vel. Ég vil hrósa strákunum líka, við teiknuðum þetta upp sjálfir,“ segir Albert sem hrósaði líka þjálfurunum fyrir fyrra markið sem kom eftir horn eftir uppskrift þjálfaranna. Albert segir að vantað hafi herslumuninn í leiknum og að með smá heppni hefði leikurinn fallið Íslands megin. „Við náum ágætis stöðum á vellinum en þá vantaði örlitla, kannski einn mann örlítið meira í boxinu eða sendingin kannski örlítið betri. Það er fullt af hlutum sem við þurfum að laga en fullt af hlutum sem við getum verið ánægðir með,“ segir Albert. Albert var sem fyrr segir í frjálsu hlutverki og var oftar en ekki kominn á miðjuna til að stýra spilinu og finna pláss. Hann var einnig mættur í vörnina á 93. mínútu og kom í veg fyrir hættulegt færi hjá gestunum. „Mér fannst í þessum leik að það væru svæði fyrir mig að detta í og ég ákvað að notfæra mér það bara og fannst það ágætlega ganga upp,“ segir Albert. En fær hann að gera þetta hjá PSV? „Nei, þar er ég bara að fá boltann í lappir fram á við.“
Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Albanía 2-3 | Slæm byrjun á undankeppninni | Sjáðu mörkin Varnarmistök urðu íslenska U-21 árs að falli gegn Albaníu í undankeppni EM í Víkinni í kvöld. 4. september 2017 19:45 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Albanía 2-3 | Slæm byrjun á undankeppninni | Sjáðu mörkin Varnarmistök urðu íslenska U-21 árs að falli gegn Albaníu í undankeppni EM í Víkinni í kvöld. 4. september 2017 19:45