Albert ánægður með liðsfélagana sem teiknuðu upp seinna mark Íslands fyrir leik Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. september 2017 20:00 Albert var besti maður Íslands gegn Albaníu í kvöld. Vísir/Anton Albert Guðmundsson, fyrirliði landsliðsins og leikmaður PSV var besti maður u-21 liðs karla í kvöld þegar liðið mátti þola tap gegn Albaníu í undankeppni fyrir EM 2019. Hann var í framlínu liðsins en fékk að mörgu leyti frjálst hlutverk í leiknum. „Þetta var helvíti fúlt. Við tókum það samt fram að við ætluðum ekkert að vera að hugsa um það,“ segir Albert í samtali um Vísi um jöfnunarmark Albana sem kom aðeins nokkrum sekúndum eftir að Ísland komst yfir í blálok fyrri hálfleiks. „Við töluðum um að nýta okkur þetta sem jákvæðan punkt, til þess að halda okkur á tánum og vilja fá sigurinn enn þá meira en því miður tókst það ekki,“ segir Albert. Albert lagði upp seinna mark Íslands með afar vel útfærðri aukaspyrnu sem æfð var vel í gær fyrir leikinn. Tryggvi Hrafn Haraldsson þóttist ýta boltanum áður en Albert gaf boltann fyrir. Við þetta fipaðist vörn Albana og var Viktor Karl Einarsson skilinn eftir galopinn á fjærstöng. Albert hrósar liðsfélögum sínum fyrir að hafa útfært þetta svona vel. „Ég er virkilega ánægður með að við náðum að útfæra þetta svona vel. Ég vil hrósa strákunum líka, við teiknuðum þetta upp sjálfir,“ segir Albert sem hrósaði líka þjálfurunum fyrir fyrra markið sem kom eftir horn eftir uppskrift þjálfaranna. Albert segir að vantað hafi herslumuninn í leiknum og að með smá heppni hefði leikurinn fallið Íslands megin. „Við náum ágætis stöðum á vellinum en þá vantaði örlitla, kannski einn mann örlítið meira í boxinu eða sendingin kannski örlítið betri. Það er fullt af hlutum sem við þurfum að laga en fullt af hlutum sem við getum verið ánægðir með,“ segir Albert. Albert var sem fyrr segir í frjálsu hlutverki og var oftar en ekki kominn á miðjuna til að stýra spilinu og finna pláss. Hann var einnig mættur í vörnina á 93. mínútu og kom í veg fyrir hættulegt færi hjá gestunum. „Mér fannst í þessum leik að það væru svæði fyrir mig að detta í og ég ákvað að notfæra mér það bara og fannst það ágætlega ganga upp,“ segir Albert. En fær hann að gera þetta hjá PSV? „Nei, þar er ég bara að fá boltann í lappir fram á við.“ Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Albanía 2-3 | Slæm byrjun á undankeppninni | Sjáðu mörkin Varnarmistök urðu íslenska U-21 árs að falli gegn Albaníu í undankeppni EM í Víkinni í kvöld. 4. september 2017 19:45 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Sjá meira
Albert Guðmundsson, fyrirliði landsliðsins og leikmaður PSV var besti maður u-21 liðs karla í kvöld þegar liðið mátti þola tap gegn Albaníu í undankeppni fyrir EM 2019. Hann var í framlínu liðsins en fékk að mörgu leyti frjálst hlutverk í leiknum. „Þetta var helvíti fúlt. Við tókum það samt fram að við ætluðum ekkert að vera að hugsa um það,“ segir Albert í samtali um Vísi um jöfnunarmark Albana sem kom aðeins nokkrum sekúndum eftir að Ísland komst yfir í blálok fyrri hálfleiks. „Við töluðum um að nýta okkur þetta sem jákvæðan punkt, til þess að halda okkur á tánum og vilja fá sigurinn enn þá meira en því miður tókst það ekki,“ segir Albert. Albert lagði upp seinna mark Íslands með afar vel útfærðri aukaspyrnu sem æfð var vel í gær fyrir leikinn. Tryggvi Hrafn Haraldsson þóttist ýta boltanum áður en Albert gaf boltann fyrir. Við þetta fipaðist vörn Albana og var Viktor Karl Einarsson skilinn eftir galopinn á fjærstöng. Albert hrósar liðsfélögum sínum fyrir að hafa útfært þetta svona vel. „Ég er virkilega ánægður með að við náðum að útfæra þetta svona vel. Ég vil hrósa strákunum líka, við teiknuðum þetta upp sjálfir,“ segir Albert sem hrósaði líka þjálfurunum fyrir fyrra markið sem kom eftir horn eftir uppskrift þjálfaranna. Albert segir að vantað hafi herslumuninn í leiknum og að með smá heppni hefði leikurinn fallið Íslands megin. „Við náum ágætis stöðum á vellinum en þá vantaði örlitla, kannski einn mann örlítið meira í boxinu eða sendingin kannski örlítið betri. Það er fullt af hlutum sem við þurfum að laga en fullt af hlutum sem við getum verið ánægðir með,“ segir Albert. Albert var sem fyrr segir í frjálsu hlutverki og var oftar en ekki kominn á miðjuna til að stýra spilinu og finna pláss. Hann var einnig mættur í vörnina á 93. mínútu og kom í veg fyrir hættulegt færi hjá gestunum. „Mér fannst í þessum leik að það væru svæði fyrir mig að detta í og ég ákvað að notfæra mér það bara og fannst það ágætlega ganga upp,“ segir Albert. En fær hann að gera þetta hjá PSV? „Nei, þar er ég bara að fá boltann í lappir fram á við.“
Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Albanía 2-3 | Slæm byrjun á undankeppninni | Sjáðu mörkin Varnarmistök urðu íslenska U-21 árs að falli gegn Albaníu í undankeppni EM í Víkinni í kvöld. 4. september 2017 19:45 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Albanía 2-3 | Slæm byrjun á undankeppninni | Sjáðu mörkin Varnarmistök urðu íslenska U-21 árs að falli gegn Albaníu í undankeppni EM í Víkinni í kvöld. 4. september 2017 19:45
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó