Andleg líðan getur batnað eftir testósterón uppbótarmeðferð Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. september 2017 10:45 Teitur Guðmunsson læknir segir að það sé algjörlega nauðsynlegt að opna umræðuna. Getty Að umræðan um testósterón sé eitthvað viðkvæm er bara kjánagangur. Þetta segir Teitur Guðmundsson læknir en hann var í viðtali Bítinu á Bylgjunni í dag. Að hans mati ætti að mæla reglulega testósterón hjá ákveðnum hópum. „Í raun og veru er þetta svona þetta náttúrulega karlhormón sem þurfum á að halda og gerir ýmislegt gott fyrir okkur, semsagt karla og líka konur. Það má ekki gleyma því að konur hafa líka testósterón,“ segir Teitur. Við 40 til 50 ára aldur byrjar framleiðsla testósteróns að hnigna, jafnvel fyrr. „Þessi hnignun getur leitt af sér ýmis konar einkenni sem að menn geta upplifað sem venjulega öldrun og finnst þetta bara eðlilegt að þeir séu mögulega að slappast, verða þreyttari, hafa minni vöðvastyrk, jafnvel finna fyrir minnistruflunum eða andlegar sveiflur, vanlíðan og ýmislegt. Karlar halda kannski að þetta sé hluti af því að eldast og er þessu oft lýst sem einshvers konar breytingarskeiði karlmanna. „Breytingarskeið karla, ef við myndum nota það orðalag, þetta hefur verið viðkvæmt vegna þess að bæði eru karlmenn að hluta ekki mikið að ræða þetta sín á milli eins og konurnar hafa gert en líka kannski þannig að læknastéttin hefur horft á þetta sem svo að þetta sé kannski ekki alveg nauðsynlegt og gleymist kannski í oft í þessu daglega erla þegar menn eru með króníska sjúkdóma eða ýmis vandamál, að mæla testósterón eða fylgja því eftir. Þó eru til leiðbeiningar sem segja að við eigum að gera það.“Ekkert ofboðslega sannfærandi Teitur segir að það sé algjörlega nauðsynlegt að opna þessa umræðu. „Síðan er annað sem kemur til og það er neikvæð umræða um testósterón notkun þeirra sem eru kannski í líkamsrækt eða einhverri öfgafullri vöðvadýrkun en það er auðvitað allt annar handleggur.“ Hann segir margar ástæður á bakvið neikvæða umræðu tengda testósteróni. Ein af þeim sé tengingin við krabbamein. „Fyrir karlmenn sem eru mögulega í þörf fyrir þessa uppbót, eða að gera eitthvað til þess að tækla það að þeir séu með lágt testósterón, að það að gefa þetta geti hugsanlega ýtt undir vöxt krabbameina, þá sérstaklega blöðruhálskyrtilskrabbameins. Þessi umræða er búin að vera mjög lífsseig og hefur til dæmis verið hluti af því að meðferðin við slíku meini er að hluta er að gefa okkur lyf sem draga úr testósteróni. Ef maður skoðar þessi gögn þá er þetta ekkert ofboðslega sannfærandi og mjög mikil umræða um það hvort að við eigum að vera raunverulega hrædd eða ekki og hvort að það sé hreinlega þannig, að lífsgæði karla séu mjög umtalsvert meiri ef þeir fá rétta meðferð ef þeir eru raunverulega með testósterónskort.“Verða aftur ungir Teitur segir að það séu alls ekki allir með testósterónskort en það sé auðvelt að mæla það. Ef yfirferð yfir sjúkdómavanda, blóðprufur og einkenni gefa til kynna að maður sé í skorti er uppbótameðferð skoðuð eða reynt er að tækla hvað getur verið að draga úr testósteróni hjá viðkomandi. „Uppbótameðferð byggir á að gefa testósterón, bara hreint og klárt testósterón sem er anobólískur steri og vöðvaaukandi efni svona eins og sumir kalla yngingarlyfið.“ Teitur segir að það séu að eru margir karlar sem leita til læknis vegna þessa sé að það hafi mjög mikil áhrif á til dæmis kynlöngun, kyndeyfð og mögulega risvanda og öryggi karlsins og halda vöðvamassa, halda hári og fleira. Teitur segir að þegar körlum sem eru búnir að vera að kljást við svona breytingarskeið karla er gefin uppbót, hvort sem maður gerir það með plástri eða einhvers konar geli eða með sprautuformi þá upplifa karlmenn það að þeir verði aftur ungir og þeir fari aftur að virka. „Konurnar verða ánægðar með karlana sína, karlarnir verða ánægðari með sjálfan sig.“Teitur Guðmundsson læknir.VísirÆtti að vera rútína Teitur segir að það sé ekkert eðlilegt við að verða getulaus áður en maður á að verða það. Þetta eigi menn að ræða við lækni. Hann segir þó mikilvægt að skoða þetta á einstaklingsgrunni. „Þetta er engin töfralausn og það eiga ekkert allir að fá testósterón en það eru margir sem þurfa þess.“ Hann segir að fólk þurfi að vera opið fyrir því og sjá hvaða leiðir eru færar fyrir hvern og einn „Það vita allir karlmenn sem eru komnir á ákveðinn aldur að það verða breytingar og ef maður sættir sig við það að það sé bara náttúruleg leið og að það sé ekkert hægt að gera í því þá er það auðvitað ekki rétta nálgunin og maður ætti að tala við lækninn sinn til dæmis um það og ekki vera feiminn við það. Oft eru menn eitthvað að burðast með þetta en það er langauðveldast að tala um þetta, spyrja um þetta. Það ætti að vera rútína að mæla testósterón að mínu viti, hjá ákveðnum hópum.“Jákvæð áhrif á lífsgæðin Teitur segir að það séu rannsóknir sem styrkja það að ef maður er með skort á þessum efnum þá finni maður fyrir ýmsum einkennum tengdum kynlífi og kyngetu þreytu, slappleika og minni. „Líka varðandi kvíða og þunglyndi og slíkt. Það er mjög mikið af gögnum sem segja að þegar þú færð uppbót við þessu þá lagist ýmislegt annað sem kannski var ekki verið að tækla.“ Hann segir að margir karlmenn sem fá þessa testósterónuppbót vegna vandamála eins og til dæmis tengdum kyngetu, verði hissa á því hvaða áhrif þetta hafi líka á andlega líðan og lífsgæði þeirra. „Margir finna fyrir minni kvíða og betri líðan.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent Fleiri fréttir Tilnefnir nýjan þingflokksformann á morgun Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
Að umræðan um testósterón sé eitthvað viðkvæm er bara kjánagangur. Þetta segir Teitur Guðmundsson læknir en hann var í viðtali Bítinu á Bylgjunni í dag. Að hans mati ætti að mæla reglulega testósterón hjá ákveðnum hópum. „Í raun og veru er þetta svona þetta náttúrulega karlhormón sem þurfum á að halda og gerir ýmislegt gott fyrir okkur, semsagt karla og líka konur. Það má ekki gleyma því að konur hafa líka testósterón,“ segir Teitur. Við 40 til 50 ára aldur byrjar framleiðsla testósteróns að hnigna, jafnvel fyrr. „Þessi hnignun getur leitt af sér ýmis konar einkenni sem að menn geta upplifað sem venjulega öldrun og finnst þetta bara eðlilegt að þeir séu mögulega að slappast, verða þreyttari, hafa minni vöðvastyrk, jafnvel finna fyrir minnistruflunum eða andlegar sveiflur, vanlíðan og ýmislegt. Karlar halda kannski að þetta sé hluti af því að eldast og er þessu oft lýst sem einshvers konar breytingarskeiði karlmanna. „Breytingarskeið karla, ef við myndum nota það orðalag, þetta hefur verið viðkvæmt vegna þess að bæði eru karlmenn að hluta ekki mikið að ræða þetta sín á milli eins og konurnar hafa gert en líka kannski þannig að læknastéttin hefur horft á þetta sem svo að þetta sé kannski ekki alveg nauðsynlegt og gleymist kannski í oft í þessu daglega erla þegar menn eru með króníska sjúkdóma eða ýmis vandamál, að mæla testósterón eða fylgja því eftir. Þó eru til leiðbeiningar sem segja að við eigum að gera það.“Ekkert ofboðslega sannfærandi Teitur segir að það sé algjörlega nauðsynlegt að opna þessa umræðu. „Síðan er annað sem kemur til og það er neikvæð umræða um testósterón notkun þeirra sem eru kannski í líkamsrækt eða einhverri öfgafullri vöðvadýrkun en það er auðvitað allt annar handleggur.“ Hann segir margar ástæður á bakvið neikvæða umræðu tengda testósteróni. Ein af þeim sé tengingin við krabbamein. „Fyrir karlmenn sem eru mögulega í þörf fyrir þessa uppbót, eða að gera eitthvað til þess að tækla það að þeir séu með lágt testósterón, að það að gefa þetta geti hugsanlega ýtt undir vöxt krabbameina, þá sérstaklega blöðruhálskyrtilskrabbameins. Þessi umræða er búin að vera mjög lífsseig og hefur til dæmis verið hluti af því að meðferðin við slíku meini er að hluta er að gefa okkur lyf sem draga úr testósteróni. Ef maður skoðar þessi gögn þá er þetta ekkert ofboðslega sannfærandi og mjög mikil umræða um það hvort að við eigum að vera raunverulega hrædd eða ekki og hvort að það sé hreinlega þannig, að lífsgæði karla séu mjög umtalsvert meiri ef þeir fá rétta meðferð ef þeir eru raunverulega með testósterónskort.“Verða aftur ungir Teitur segir að það séu alls ekki allir með testósterónskort en það sé auðvelt að mæla það. Ef yfirferð yfir sjúkdómavanda, blóðprufur og einkenni gefa til kynna að maður sé í skorti er uppbótameðferð skoðuð eða reynt er að tækla hvað getur verið að draga úr testósteróni hjá viðkomandi. „Uppbótameðferð byggir á að gefa testósterón, bara hreint og klárt testósterón sem er anobólískur steri og vöðvaaukandi efni svona eins og sumir kalla yngingarlyfið.“ Teitur segir að það séu að eru margir karlar sem leita til læknis vegna þessa sé að það hafi mjög mikil áhrif á til dæmis kynlöngun, kyndeyfð og mögulega risvanda og öryggi karlsins og halda vöðvamassa, halda hári og fleira. Teitur segir að þegar körlum sem eru búnir að vera að kljást við svona breytingarskeið karla er gefin uppbót, hvort sem maður gerir það með plástri eða einhvers konar geli eða með sprautuformi þá upplifa karlmenn það að þeir verði aftur ungir og þeir fari aftur að virka. „Konurnar verða ánægðar með karlana sína, karlarnir verða ánægðari með sjálfan sig.“Teitur Guðmundsson læknir.VísirÆtti að vera rútína Teitur segir að það sé ekkert eðlilegt við að verða getulaus áður en maður á að verða það. Þetta eigi menn að ræða við lækni. Hann segir þó mikilvægt að skoða þetta á einstaklingsgrunni. „Þetta er engin töfralausn og það eiga ekkert allir að fá testósterón en það eru margir sem þurfa þess.“ Hann segir að fólk þurfi að vera opið fyrir því og sjá hvaða leiðir eru færar fyrir hvern og einn „Það vita allir karlmenn sem eru komnir á ákveðinn aldur að það verða breytingar og ef maður sættir sig við það að það sé bara náttúruleg leið og að það sé ekkert hægt að gera í því þá er það auðvitað ekki rétta nálgunin og maður ætti að tala við lækninn sinn til dæmis um það og ekki vera feiminn við það. Oft eru menn eitthvað að burðast með þetta en það er langauðveldast að tala um þetta, spyrja um þetta. Það ætti að vera rútína að mæla testósterón að mínu viti, hjá ákveðnum hópum.“Jákvæð áhrif á lífsgæðin Teitur segir að það séu rannsóknir sem styrkja það að ef maður er með skort á þessum efnum þá finni maður fyrir ýmsum einkennum tengdum kynlífi og kyngetu þreytu, slappleika og minni. „Líka varðandi kvíða og þunglyndi og slíkt. Það er mjög mikið af gögnum sem segja að þegar þú færð uppbót við þessu þá lagist ýmislegt annað sem kannski var ekki verið að tækla.“ Hann segir að margir karlmenn sem fá þessa testósterónuppbót vegna vandamála eins og til dæmis tengdum kyngetu, verði hissa á því hvaða áhrif þetta hafi líka á andlega líðan og lífsgæði þeirra. „Margir finna fyrir minni kvíða og betri líðan.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent Fleiri fréttir Tilnefnir nýjan þingflokksformann á morgun Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira