99 ára gamalli konu neitað um pláss á hjúkrunarheimili Þórdís Valsdóttir skrifar 9. september 2017 15:00 Í reglugerð um færni- og heilsumat þurfa önnur úrræði að hafa verið reynd svo hægt sé að sækja um dvöl á hjúkrunarheimili. Vísir/Vilhelm 99 ára gamalli konu var neitað um varanlegt pláss á hjúkrunarheimili vegna þess að önnur heilsufarsúrræði hafi ekki verið reynd áður en umsókn um dvöl á hjúkrunarheimili var lögð fram. Ættingjar hennar höfðu veitt henni þá þjónustu sem sveitarfélög veita sínum elstu borgurum en á síðasta ári hrakaði heilsu hennar mjög. Landssamband eldri borgara skorar á færni- og heilsumatsnefnd að endurmeta stöðu konunnar.Samkvæmt reglugerð um færni- og heilsumat vegna dvalar- og hjúkrunarrýma skal aðeins lögð fram umsókn um færni- og heilsumat ef öll önnur úrræði hafa verið reynd, þ.e. félagsleg heimaþjónusta, heimahjúkrun og önnur raunhæf úrræði og aðstoð. Sigurveig H. Sigurðardóttir, dósent í félagsráðgjöf, sem rannsakað hefur hagi aldraðra segir að ekki sé verið að hegna fólki þó ættingjarnir séu að hjálpa. „Reglurnar eru til að tryggja það hvort hægt sé að gera eitthvað fyrir þetta fólk til að bæta aðstæður þeirra heima. Það er mikilvægt að búið sé að kanna aðstæður fólks áður en það fer á hjúkrunarheimili.“ Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara segir að það bitni á konunni að aðstandendur hennar hafi sinnt henni svo lengi. “Það er verið að tala um að heimaþjónusta og heimahjúkrun skuli koma á undan dvalar á hjúkrunarheimili,” segir Þórunn.Fjölskyldur aldraðra veita mikla þjónustu „Dætur, synir og barnabörn eru í mjög miklum mæli að aðstoða sína nánustu og ef á að refsa þeim fyrir það þá er okkur misboðið,” segir Þórunn og bætir við að í tilviki þessarar konu hafi komið upp veikindi sem valda því að nú þurfi að grípa inn í. Í rannsókn sinni árið 2008 skoðaði Sigurveig bæði formlega aðstoð til aldraðra frá opinberum aðilum og óformlega aðstoð frá fjölskyldumeðlimum. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að fjölskyldan hjálpar eldra fólki mjög mikið, sér í lagi með léttari þætti líkt og heimilisstörf. „Þegar ég greindi gögnin úr rannsókninni þá fannst mér vanta meiri samvinnu á milli þessara opinberu aðila, ríkis og sveitarfélaga, og fjölskyldunnar. Ef allir þessir aðilar ynnu betur saman þá gætum við búið betur að okkar eldra fólki,“ segir Sigurveig. „Í minni rannsókn fannst mér vanta upp á stuðning fyrir fjölskylduna. Miðað við hvað fjölskyldan er öflugur aðili í því að veita öldruðum þjónustu þá þarf að styðja fjölskylduna betur.“ Heilbrigðismál Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
99 ára gamalli konu var neitað um varanlegt pláss á hjúkrunarheimili vegna þess að önnur heilsufarsúrræði hafi ekki verið reynd áður en umsókn um dvöl á hjúkrunarheimili var lögð fram. Ættingjar hennar höfðu veitt henni þá þjónustu sem sveitarfélög veita sínum elstu borgurum en á síðasta ári hrakaði heilsu hennar mjög. Landssamband eldri borgara skorar á færni- og heilsumatsnefnd að endurmeta stöðu konunnar.Samkvæmt reglugerð um færni- og heilsumat vegna dvalar- og hjúkrunarrýma skal aðeins lögð fram umsókn um færni- og heilsumat ef öll önnur úrræði hafa verið reynd, þ.e. félagsleg heimaþjónusta, heimahjúkrun og önnur raunhæf úrræði og aðstoð. Sigurveig H. Sigurðardóttir, dósent í félagsráðgjöf, sem rannsakað hefur hagi aldraðra segir að ekki sé verið að hegna fólki þó ættingjarnir séu að hjálpa. „Reglurnar eru til að tryggja það hvort hægt sé að gera eitthvað fyrir þetta fólk til að bæta aðstæður þeirra heima. Það er mikilvægt að búið sé að kanna aðstæður fólks áður en það fer á hjúkrunarheimili.“ Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara segir að það bitni á konunni að aðstandendur hennar hafi sinnt henni svo lengi. “Það er verið að tala um að heimaþjónusta og heimahjúkrun skuli koma á undan dvalar á hjúkrunarheimili,” segir Þórunn.Fjölskyldur aldraðra veita mikla þjónustu „Dætur, synir og barnabörn eru í mjög miklum mæli að aðstoða sína nánustu og ef á að refsa þeim fyrir það þá er okkur misboðið,” segir Þórunn og bætir við að í tilviki þessarar konu hafi komið upp veikindi sem valda því að nú þurfi að grípa inn í. Í rannsókn sinni árið 2008 skoðaði Sigurveig bæði formlega aðstoð til aldraðra frá opinberum aðilum og óformlega aðstoð frá fjölskyldumeðlimum. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að fjölskyldan hjálpar eldra fólki mjög mikið, sér í lagi með léttari þætti líkt og heimilisstörf. „Þegar ég greindi gögnin úr rannsókninni þá fannst mér vanta meiri samvinnu á milli þessara opinberu aðila, ríkis og sveitarfélaga, og fjölskyldunnar. Ef allir þessir aðilar ynnu betur saman þá gætum við búið betur að okkar eldra fólki,“ segir Sigurveig. „Í minni rannsókn fannst mér vanta upp á stuðning fyrir fjölskylduna. Miðað við hvað fjölskyldan er öflugur aðili í því að veita öldruðum þjónustu þá þarf að styðja fjölskylduna betur.“
Heilbrigðismál Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira