Segir aukið upplýsingaflæði geta valdið ruglingi hjá farþegum Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 21. ágúst 2017 10:45 Margrét Helgadóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Heimsferða, segir að bilanir geti komið upp hjá hvaða flugfélagi sem er. Vísir Margrét Helgadóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Heimsferða, segir í samtali við Vísi að fyrirtækið sé ekki að endurskoða samstarf sitt með flugfélaginu Primera Air eftir að allt að 21 klukkutíma seinkun var á ferðum flugfélagsins um helgina. Flugi seinkaði frá Tenerif um 18 klukkustundir, frá Alicante um 21 klukkustund og til Malaga um rúmar sex klukkustundir. „Þetta getur gerst fyrir hvaða flugfélag sem er og við höfum oft lent í þessum hjá öðrum flugfélögum, eða það hefur komið fyrir,“ segir Margrét. Þá segir Margrét jafnframt að þau harmi það að slíkar seinkanir hafi átt sér stað.Gagnrýndu upplýsingagjöf Farþegar vélanna sem seinkuðu frá Tenerif, Alicante og Malaga, hafa gagnrýnt lélega upplýsingagjöf og segja að misvísandi upplýsingar hafi borist þeim frá ferðaskrifstofum Heimsferða og Úrval Útsýns. „Ég held að það sé nú tilkomið vegna þess að í rauninni eru upplýsingarnar sem við erum að gefa að koma frá flugfélögum, eftir bestu vitund hverju sinni. Þannig að það er verið að reyna að upplýsa farþega hverju sinni eftir bestu vitund en það er enginn að leika sér að því að gefa misvísandi upplýsingar,“ segir Margrét. Margrét segir að verið sé að endurskoða ferla hvað varðar upplýsingagjöf og nefnir að það sé spurning um hvort best sé að upplýsa farþega um allar breytingar þar sem það geti valdið ruglingi. „Það er þannig að það eru kannski margir boltar á lofti hvert sinn. Það er kannski verið að reyna að finna vél og á sama tíma er verið að reyna að lagfæra þá sem er að, þannig að það er spurning hvort það eigi að upplýsa farþega um alla bolta sem eru á lofti eða ekki. Það getur stundum valdið ruglingi eða misskilningi,“ segir Margrét.Keðjuverkandi áhrif Ástæða seinkananna um helgina voru meðal annars bilanir í vélum. Margrét segir þetta hafa keðjuverkandi áhrif. „Þetta er keðjuverkandi. Þegar vélin bilar í Alicante þá hefur það áhrif á næsta flug á eftir en það var kölluð inn önnur vél fyrir Malaga flugið og hún var staðsett í Evrópu og þurfti að fljúga hingað, það er ástæðan fyrir þeirri seinkun,“ segir Margrét. Ferðalög Tengdar fréttir Primera Air: „Það er alltaf spurning hvað er nóg af upplýsingum“ Framkvæmdastjóri hjá Primera Air segir félagið vera með ferla sem eigi að tryggja upplýsingagjöf til farþega 20. ágúst 2017 12:27 Íslendingar lýsa martraðarhelgi Primera Air Fjölmargir Íslendingar hafa orðið strandaglópar svo klukkustundum skiptir um helgina eftir ítrekaðar seinkanir Primera Air. 20. ágúst 2017 10:30 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Margrét Helgadóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Heimsferða, segir í samtali við Vísi að fyrirtækið sé ekki að endurskoða samstarf sitt með flugfélaginu Primera Air eftir að allt að 21 klukkutíma seinkun var á ferðum flugfélagsins um helgina. Flugi seinkaði frá Tenerif um 18 klukkustundir, frá Alicante um 21 klukkustund og til Malaga um rúmar sex klukkustundir. „Þetta getur gerst fyrir hvaða flugfélag sem er og við höfum oft lent í þessum hjá öðrum flugfélögum, eða það hefur komið fyrir,“ segir Margrét. Þá segir Margrét jafnframt að þau harmi það að slíkar seinkanir hafi átt sér stað.Gagnrýndu upplýsingagjöf Farþegar vélanna sem seinkuðu frá Tenerif, Alicante og Malaga, hafa gagnrýnt lélega upplýsingagjöf og segja að misvísandi upplýsingar hafi borist þeim frá ferðaskrifstofum Heimsferða og Úrval Útsýns. „Ég held að það sé nú tilkomið vegna þess að í rauninni eru upplýsingarnar sem við erum að gefa að koma frá flugfélögum, eftir bestu vitund hverju sinni. Þannig að það er verið að reyna að upplýsa farþega hverju sinni eftir bestu vitund en það er enginn að leika sér að því að gefa misvísandi upplýsingar,“ segir Margrét. Margrét segir að verið sé að endurskoða ferla hvað varðar upplýsingagjöf og nefnir að það sé spurning um hvort best sé að upplýsa farþega um allar breytingar þar sem það geti valdið ruglingi. „Það er þannig að það eru kannski margir boltar á lofti hvert sinn. Það er kannski verið að reyna að finna vél og á sama tíma er verið að reyna að lagfæra þá sem er að, þannig að það er spurning hvort það eigi að upplýsa farþega um alla bolta sem eru á lofti eða ekki. Það getur stundum valdið ruglingi eða misskilningi,“ segir Margrét.Keðjuverkandi áhrif Ástæða seinkananna um helgina voru meðal annars bilanir í vélum. Margrét segir þetta hafa keðjuverkandi áhrif. „Þetta er keðjuverkandi. Þegar vélin bilar í Alicante þá hefur það áhrif á næsta flug á eftir en það var kölluð inn önnur vél fyrir Malaga flugið og hún var staðsett í Evrópu og þurfti að fljúga hingað, það er ástæðan fyrir þeirri seinkun,“ segir Margrét.
Ferðalög Tengdar fréttir Primera Air: „Það er alltaf spurning hvað er nóg af upplýsingum“ Framkvæmdastjóri hjá Primera Air segir félagið vera með ferla sem eigi að tryggja upplýsingagjöf til farþega 20. ágúst 2017 12:27 Íslendingar lýsa martraðarhelgi Primera Air Fjölmargir Íslendingar hafa orðið strandaglópar svo klukkustundum skiptir um helgina eftir ítrekaðar seinkanir Primera Air. 20. ágúst 2017 10:30 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Primera Air: „Það er alltaf spurning hvað er nóg af upplýsingum“ Framkvæmdastjóri hjá Primera Air segir félagið vera með ferla sem eigi að tryggja upplýsingagjöf til farþega 20. ágúst 2017 12:27
Íslendingar lýsa martraðarhelgi Primera Air Fjölmargir Íslendingar hafa orðið strandaglópar svo klukkustundum skiptir um helgina eftir ítrekaðar seinkanir Primera Air. 20. ágúst 2017 10:30