Segir aukið upplýsingaflæði geta valdið ruglingi hjá farþegum Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 21. ágúst 2017 10:45 Margrét Helgadóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Heimsferða, segir að bilanir geti komið upp hjá hvaða flugfélagi sem er. Vísir Margrét Helgadóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Heimsferða, segir í samtali við Vísi að fyrirtækið sé ekki að endurskoða samstarf sitt með flugfélaginu Primera Air eftir að allt að 21 klukkutíma seinkun var á ferðum flugfélagsins um helgina. Flugi seinkaði frá Tenerif um 18 klukkustundir, frá Alicante um 21 klukkustund og til Malaga um rúmar sex klukkustundir. „Þetta getur gerst fyrir hvaða flugfélag sem er og við höfum oft lent í þessum hjá öðrum flugfélögum, eða það hefur komið fyrir,“ segir Margrét. Þá segir Margrét jafnframt að þau harmi það að slíkar seinkanir hafi átt sér stað.Gagnrýndu upplýsingagjöf Farþegar vélanna sem seinkuðu frá Tenerif, Alicante og Malaga, hafa gagnrýnt lélega upplýsingagjöf og segja að misvísandi upplýsingar hafi borist þeim frá ferðaskrifstofum Heimsferða og Úrval Útsýns. „Ég held að það sé nú tilkomið vegna þess að í rauninni eru upplýsingarnar sem við erum að gefa að koma frá flugfélögum, eftir bestu vitund hverju sinni. Þannig að það er verið að reyna að upplýsa farþega hverju sinni eftir bestu vitund en það er enginn að leika sér að því að gefa misvísandi upplýsingar,“ segir Margrét. Margrét segir að verið sé að endurskoða ferla hvað varðar upplýsingagjöf og nefnir að það sé spurning um hvort best sé að upplýsa farþega um allar breytingar þar sem það geti valdið ruglingi. „Það er þannig að það eru kannski margir boltar á lofti hvert sinn. Það er kannski verið að reyna að finna vél og á sama tíma er verið að reyna að lagfæra þá sem er að, þannig að það er spurning hvort það eigi að upplýsa farþega um alla bolta sem eru á lofti eða ekki. Það getur stundum valdið ruglingi eða misskilningi,“ segir Margrét.Keðjuverkandi áhrif Ástæða seinkananna um helgina voru meðal annars bilanir í vélum. Margrét segir þetta hafa keðjuverkandi áhrif. „Þetta er keðjuverkandi. Þegar vélin bilar í Alicante þá hefur það áhrif á næsta flug á eftir en það var kölluð inn önnur vél fyrir Malaga flugið og hún var staðsett í Evrópu og þurfti að fljúga hingað, það er ástæðan fyrir þeirri seinkun,“ segir Margrét. Ferðalög Tengdar fréttir Primera Air: „Það er alltaf spurning hvað er nóg af upplýsingum“ Framkvæmdastjóri hjá Primera Air segir félagið vera með ferla sem eigi að tryggja upplýsingagjöf til farþega 20. ágúst 2017 12:27 Íslendingar lýsa martraðarhelgi Primera Air Fjölmargir Íslendingar hafa orðið strandaglópar svo klukkustundum skiptir um helgina eftir ítrekaðar seinkanir Primera Air. 20. ágúst 2017 10:30 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Margrét Helgadóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Heimsferða, segir í samtali við Vísi að fyrirtækið sé ekki að endurskoða samstarf sitt með flugfélaginu Primera Air eftir að allt að 21 klukkutíma seinkun var á ferðum flugfélagsins um helgina. Flugi seinkaði frá Tenerif um 18 klukkustundir, frá Alicante um 21 klukkustund og til Malaga um rúmar sex klukkustundir. „Þetta getur gerst fyrir hvaða flugfélag sem er og við höfum oft lent í þessum hjá öðrum flugfélögum, eða það hefur komið fyrir,“ segir Margrét. Þá segir Margrét jafnframt að þau harmi það að slíkar seinkanir hafi átt sér stað.Gagnrýndu upplýsingagjöf Farþegar vélanna sem seinkuðu frá Tenerif, Alicante og Malaga, hafa gagnrýnt lélega upplýsingagjöf og segja að misvísandi upplýsingar hafi borist þeim frá ferðaskrifstofum Heimsferða og Úrval Útsýns. „Ég held að það sé nú tilkomið vegna þess að í rauninni eru upplýsingarnar sem við erum að gefa að koma frá flugfélögum, eftir bestu vitund hverju sinni. Þannig að það er verið að reyna að upplýsa farþega hverju sinni eftir bestu vitund en það er enginn að leika sér að því að gefa misvísandi upplýsingar,“ segir Margrét. Margrét segir að verið sé að endurskoða ferla hvað varðar upplýsingagjöf og nefnir að það sé spurning um hvort best sé að upplýsa farþega um allar breytingar þar sem það geti valdið ruglingi. „Það er þannig að það eru kannski margir boltar á lofti hvert sinn. Það er kannski verið að reyna að finna vél og á sama tíma er verið að reyna að lagfæra þá sem er að, þannig að það er spurning hvort það eigi að upplýsa farþega um alla bolta sem eru á lofti eða ekki. Það getur stundum valdið ruglingi eða misskilningi,“ segir Margrét.Keðjuverkandi áhrif Ástæða seinkananna um helgina voru meðal annars bilanir í vélum. Margrét segir þetta hafa keðjuverkandi áhrif. „Þetta er keðjuverkandi. Þegar vélin bilar í Alicante þá hefur það áhrif á næsta flug á eftir en það var kölluð inn önnur vél fyrir Malaga flugið og hún var staðsett í Evrópu og þurfti að fljúga hingað, það er ástæðan fyrir þeirri seinkun,“ segir Margrét.
Ferðalög Tengdar fréttir Primera Air: „Það er alltaf spurning hvað er nóg af upplýsingum“ Framkvæmdastjóri hjá Primera Air segir félagið vera með ferla sem eigi að tryggja upplýsingagjöf til farþega 20. ágúst 2017 12:27 Íslendingar lýsa martraðarhelgi Primera Air Fjölmargir Íslendingar hafa orðið strandaglópar svo klukkustundum skiptir um helgina eftir ítrekaðar seinkanir Primera Air. 20. ágúst 2017 10:30 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Primera Air: „Það er alltaf spurning hvað er nóg af upplýsingum“ Framkvæmdastjóri hjá Primera Air segir félagið vera með ferla sem eigi að tryggja upplýsingagjöf til farþega 20. ágúst 2017 12:27
Íslendingar lýsa martraðarhelgi Primera Air Fjölmargir Íslendingar hafa orðið strandaglópar svo klukkustundum skiptir um helgina eftir ítrekaðar seinkanir Primera Air. 20. ágúst 2017 10:30