Skaðlegum dísilbílum fjölgað um 36 þúsund frá árinu 2009 Sigurður Mikael Jónsson skrifar 25. ágúst 2017 06:00 Svifryksmengun í Reykjavík. Samkvæmt tölum frá 2013 var samsetning svifryks í borginni orðin 30% sót en var 7% tíu árum áður. vísir/gva Skráðum dísilbifreiðum hér á landi fjölgaði um ríflega 36 þúsund frá árinu 2009 til 2016 á sama tíma og bensínbifreiðum fækkaði. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra boðar hærri álögur á dísilolíu í fjárlögum sem hluta af grænni skattastefnu ríkisstjórnarinnar í von um að vinda ofan af þróuninni. Dísilbílasprengingin sem orðið hefur hér á landi á undanförnum árum er áhyggjuefni enda losa dísilbílar umtalsvert meira af efnum sem skaðleg eru heilsu fólks. Sót, skaðleg nituroxíðsambönd, NO og NO2, og krabbameinsvaldandi PAH-efni á borð við díoxín eru meðal þess sem finna má í talsverðu magni í útblæstri dísilbifreiða umfram bensínbíla.„Fyrir 20 árum var dísilbíll að menga kannski hundrað til þúsund sinnum meira af sóti en bensínbíll,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. „Núna er hann að menga kannski tíu sinnum meira. Þannig að nýr dísilbíll með agnasíu er samt að losa meira af sóti en bensínbíll og meira af niturdíoxíðsamböndum.“ Þorsteinn, sem fjallað hefur um heilsufarsleg áhrif loftmengunar frá bensín- og dísilbílum, bendir á að í Evrópu sem og hér hafi hvatar verið auknir og áhersla lögð á að fjölga dísilbílum þar sem þeir losa minna af gróðurhúsalofttegundum, á borð við CO2. Neytendur þustu til bjargar umhverfinu og keyptu dísilbíla en skaðleg áhrif þeirra á heilsufar fólks eru alltaf að koma betur í ljós. „Þú ert að græða kannski 15-25% minni losun gróðurhúsalofttegunda á hvern ekinn kílómetra á jafn þungum bíl með dísil. En á móti kemur að þú ert að fá meira af NOx og sóti sem ekki er mælt í prósentum heldur er kannski 10-15 sinnum meira.“ Samkvæmt tölum sem Fréttablaðið tók saman frá Samgöngustofu yfir fjölda skráðra bifreiða frá 2009 til 2016 voru 61.420 dísilbifreiðar á landinu öllu 2009. Hægt og sígandi fjölgaði þeim og varð verulegt stökk milli 2012-2013. Síðustu ár hefur svo sprenging orðið. Í árslok 2016 var fjöldi dísilbíla orðinn 97.989 og nemur fjölgunin 60 prósentum. Þó enn sé mun meira af bensínbifreiðum á götunni þá hefur dregið verulega saman á undanförnum árum og þeim fækkað um tæplega þúsund á sama tíma. Þó aðrir orkugjafar eins og tvinnvélar, tengiltvinnvélar og rafvélar hafi sótt töluvert í sig veðrið á síðustu misserum þá er ljóst af nýskráningum bíla að dísilbíllinn er fyrsta val hjá flestum. Fjármálaráðherra lýsti því yfir í fréttum RÚV á dögunum að grænir skattar stjórnarinnar muni hækka kolefnisgjöld og verð á dísilolíu um áramótin auk þess sem hann hyggst leggja til að afnám tolla og vörugjalda af rafbílum muni gilda næstu þrjú árin. Þorsteinn tekur undir að það sé skref í rétta átt að reyna að sporna gegn þessari dísilbílaþróun. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Skráðum dísilbifreiðum hér á landi fjölgaði um ríflega 36 þúsund frá árinu 2009 til 2016 á sama tíma og bensínbifreiðum fækkaði. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra boðar hærri álögur á dísilolíu í fjárlögum sem hluta af grænni skattastefnu ríkisstjórnarinnar í von um að vinda ofan af þróuninni. Dísilbílasprengingin sem orðið hefur hér á landi á undanförnum árum er áhyggjuefni enda losa dísilbílar umtalsvert meira af efnum sem skaðleg eru heilsu fólks. Sót, skaðleg nituroxíðsambönd, NO og NO2, og krabbameinsvaldandi PAH-efni á borð við díoxín eru meðal þess sem finna má í talsverðu magni í útblæstri dísilbifreiða umfram bensínbíla.„Fyrir 20 árum var dísilbíll að menga kannski hundrað til þúsund sinnum meira af sóti en bensínbíll,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. „Núna er hann að menga kannski tíu sinnum meira. Þannig að nýr dísilbíll með agnasíu er samt að losa meira af sóti en bensínbíll og meira af niturdíoxíðsamböndum.“ Þorsteinn, sem fjallað hefur um heilsufarsleg áhrif loftmengunar frá bensín- og dísilbílum, bendir á að í Evrópu sem og hér hafi hvatar verið auknir og áhersla lögð á að fjölga dísilbílum þar sem þeir losa minna af gróðurhúsalofttegundum, á borð við CO2. Neytendur þustu til bjargar umhverfinu og keyptu dísilbíla en skaðleg áhrif þeirra á heilsufar fólks eru alltaf að koma betur í ljós. „Þú ert að græða kannski 15-25% minni losun gróðurhúsalofttegunda á hvern ekinn kílómetra á jafn þungum bíl með dísil. En á móti kemur að þú ert að fá meira af NOx og sóti sem ekki er mælt í prósentum heldur er kannski 10-15 sinnum meira.“ Samkvæmt tölum sem Fréttablaðið tók saman frá Samgöngustofu yfir fjölda skráðra bifreiða frá 2009 til 2016 voru 61.420 dísilbifreiðar á landinu öllu 2009. Hægt og sígandi fjölgaði þeim og varð verulegt stökk milli 2012-2013. Síðustu ár hefur svo sprenging orðið. Í árslok 2016 var fjöldi dísilbíla orðinn 97.989 og nemur fjölgunin 60 prósentum. Þó enn sé mun meira af bensínbifreiðum á götunni þá hefur dregið verulega saman á undanförnum árum og þeim fækkað um tæplega þúsund á sama tíma. Þó aðrir orkugjafar eins og tvinnvélar, tengiltvinnvélar og rafvélar hafi sótt töluvert í sig veðrið á síðustu misserum þá er ljóst af nýskráningum bíla að dísilbíllinn er fyrsta val hjá flestum. Fjármálaráðherra lýsti því yfir í fréttum RÚV á dögunum að grænir skattar stjórnarinnar muni hækka kolefnisgjöld og verð á dísilolíu um áramótin auk þess sem hann hyggst leggja til að afnám tolla og vörugjalda af rafbílum muni gilda næstu þrjú árin. Þorsteinn tekur undir að það sé skref í rétta átt að reyna að sporna gegn þessari dísilbílaþróun.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira