Skaðlegum dísilbílum fjölgað um 36 þúsund frá árinu 2009 Sigurður Mikael Jónsson skrifar 25. ágúst 2017 06:00 Svifryksmengun í Reykjavík. Samkvæmt tölum frá 2013 var samsetning svifryks í borginni orðin 30% sót en var 7% tíu árum áður. vísir/gva Skráðum dísilbifreiðum hér á landi fjölgaði um ríflega 36 þúsund frá árinu 2009 til 2016 á sama tíma og bensínbifreiðum fækkaði. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra boðar hærri álögur á dísilolíu í fjárlögum sem hluta af grænni skattastefnu ríkisstjórnarinnar í von um að vinda ofan af þróuninni. Dísilbílasprengingin sem orðið hefur hér á landi á undanförnum árum er áhyggjuefni enda losa dísilbílar umtalsvert meira af efnum sem skaðleg eru heilsu fólks. Sót, skaðleg nituroxíðsambönd, NO og NO2, og krabbameinsvaldandi PAH-efni á borð við díoxín eru meðal þess sem finna má í talsverðu magni í útblæstri dísilbifreiða umfram bensínbíla.„Fyrir 20 árum var dísilbíll að menga kannski hundrað til þúsund sinnum meira af sóti en bensínbíll,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. „Núna er hann að menga kannski tíu sinnum meira. Þannig að nýr dísilbíll með agnasíu er samt að losa meira af sóti en bensínbíll og meira af niturdíoxíðsamböndum.“ Þorsteinn, sem fjallað hefur um heilsufarsleg áhrif loftmengunar frá bensín- og dísilbílum, bendir á að í Evrópu sem og hér hafi hvatar verið auknir og áhersla lögð á að fjölga dísilbílum þar sem þeir losa minna af gróðurhúsalofttegundum, á borð við CO2. Neytendur þustu til bjargar umhverfinu og keyptu dísilbíla en skaðleg áhrif þeirra á heilsufar fólks eru alltaf að koma betur í ljós. „Þú ert að græða kannski 15-25% minni losun gróðurhúsalofttegunda á hvern ekinn kílómetra á jafn þungum bíl með dísil. En á móti kemur að þú ert að fá meira af NOx og sóti sem ekki er mælt í prósentum heldur er kannski 10-15 sinnum meira.“ Samkvæmt tölum sem Fréttablaðið tók saman frá Samgöngustofu yfir fjölda skráðra bifreiða frá 2009 til 2016 voru 61.420 dísilbifreiðar á landinu öllu 2009. Hægt og sígandi fjölgaði þeim og varð verulegt stökk milli 2012-2013. Síðustu ár hefur svo sprenging orðið. Í árslok 2016 var fjöldi dísilbíla orðinn 97.989 og nemur fjölgunin 60 prósentum. Þó enn sé mun meira af bensínbifreiðum á götunni þá hefur dregið verulega saman á undanförnum árum og þeim fækkað um tæplega þúsund á sama tíma. Þó aðrir orkugjafar eins og tvinnvélar, tengiltvinnvélar og rafvélar hafi sótt töluvert í sig veðrið á síðustu misserum þá er ljóst af nýskráningum bíla að dísilbíllinn er fyrsta val hjá flestum. Fjármálaráðherra lýsti því yfir í fréttum RÚV á dögunum að grænir skattar stjórnarinnar muni hækka kolefnisgjöld og verð á dísilolíu um áramótin auk þess sem hann hyggst leggja til að afnám tolla og vörugjalda af rafbílum muni gilda næstu þrjú árin. Þorsteinn tekur undir að það sé skref í rétta átt að reyna að sporna gegn þessari dísilbílaþróun. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Skráðum dísilbifreiðum hér á landi fjölgaði um ríflega 36 þúsund frá árinu 2009 til 2016 á sama tíma og bensínbifreiðum fækkaði. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra boðar hærri álögur á dísilolíu í fjárlögum sem hluta af grænni skattastefnu ríkisstjórnarinnar í von um að vinda ofan af þróuninni. Dísilbílasprengingin sem orðið hefur hér á landi á undanförnum árum er áhyggjuefni enda losa dísilbílar umtalsvert meira af efnum sem skaðleg eru heilsu fólks. Sót, skaðleg nituroxíðsambönd, NO og NO2, og krabbameinsvaldandi PAH-efni á borð við díoxín eru meðal þess sem finna má í talsverðu magni í útblæstri dísilbifreiða umfram bensínbíla.„Fyrir 20 árum var dísilbíll að menga kannski hundrað til þúsund sinnum meira af sóti en bensínbíll,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. „Núna er hann að menga kannski tíu sinnum meira. Þannig að nýr dísilbíll með agnasíu er samt að losa meira af sóti en bensínbíll og meira af niturdíoxíðsamböndum.“ Þorsteinn, sem fjallað hefur um heilsufarsleg áhrif loftmengunar frá bensín- og dísilbílum, bendir á að í Evrópu sem og hér hafi hvatar verið auknir og áhersla lögð á að fjölga dísilbílum þar sem þeir losa minna af gróðurhúsalofttegundum, á borð við CO2. Neytendur þustu til bjargar umhverfinu og keyptu dísilbíla en skaðleg áhrif þeirra á heilsufar fólks eru alltaf að koma betur í ljós. „Þú ert að græða kannski 15-25% minni losun gróðurhúsalofttegunda á hvern ekinn kílómetra á jafn þungum bíl með dísil. En á móti kemur að þú ert að fá meira af NOx og sóti sem ekki er mælt í prósentum heldur er kannski 10-15 sinnum meira.“ Samkvæmt tölum sem Fréttablaðið tók saman frá Samgöngustofu yfir fjölda skráðra bifreiða frá 2009 til 2016 voru 61.420 dísilbifreiðar á landinu öllu 2009. Hægt og sígandi fjölgaði þeim og varð verulegt stökk milli 2012-2013. Síðustu ár hefur svo sprenging orðið. Í árslok 2016 var fjöldi dísilbíla orðinn 97.989 og nemur fjölgunin 60 prósentum. Þó enn sé mun meira af bensínbifreiðum á götunni þá hefur dregið verulega saman á undanförnum árum og þeim fækkað um tæplega þúsund á sama tíma. Þó aðrir orkugjafar eins og tvinnvélar, tengiltvinnvélar og rafvélar hafi sótt töluvert í sig veðrið á síðustu misserum þá er ljóst af nýskráningum bíla að dísilbíllinn er fyrsta val hjá flestum. Fjármálaráðherra lýsti því yfir í fréttum RÚV á dögunum að grænir skattar stjórnarinnar muni hækka kolefnisgjöld og verð á dísilolíu um áramótin auk þess sem hann hyggst leggja til að afnám tolla og vörugjalda af rafbílum muni gilda næstu þrjú árin. Þorsteinn tekur undir að það sé skref í rétta átt að reyna að sporna gegn þessari dísilbílaþróun.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira