Erlent

Madeleine Svíaprinsessa á von á barni

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Madeleine og Christopher gengu í það heilaga árið 2013.
Madeleine og Christopher gengu í það heilaga árið 2013. Vísir/AFP
Madeleine Svíaprinsessa og Christopher O'Neill eiginmaður hennar eiga von á sínu þriðja barni. Sænska konungshöllin greindi frá þessu í fréttatilkynningu í dag.

Barnið er væntanlegt í mars á næsta ári. Fyrir eiga Madeleine og Christofer dótturina Leonore sem er fædd árið 2014 og soninn Nicolas, fæddur árið 2015.

Fjölskyldan er búsett í London. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×