Gunnar Rúnar fær leyfi til að fara til síns heima Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. ágúst 2017 05:00 Gunnar Rúnar Sigurþórsson hefur setið í gæsluvarðhaldi og fangelsi í hartnær sex ár. Hann getur sótt um dagleyfi einu sinni í mánuði. vísir/vilhelm Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem dæmdur var í 16 ára fangelsi fyrir morðið á Hannesi Þór Helgasyni í október 2011, afplánar nú í opnu fangelsi að Sogni. Hann hefur fengið rétt til að fá dagleyfi úr fangelsinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sáu íbúar á Holtinu í Hafnarfirði Gunnar Rúnar þar nýlega. Hann bjó í hverfinu þegar morðið var framið. „Ég get ekki tjáð mig um einstök mál. Reglur um dagleyfi eru lögbundnar og farið er að þeim við afgreiðslu leyfisbeiðna. Um leyfin gilda ákvæði 5. kafla laga um fullnustu refsinga,“ segir Páll Winkel, forstöðumaður Fangelsismálastofnunar. Páll Winkel, fangelsismálastjóri.vísir/andri marinó „Samkvæmt fyrrgreindum lagaákvæðum getur fangi ekki fengið dagleyfi fyrr en hann hefur afplánað þriðjung refsitímans, þó ekki skemmri tíma en eitt ár. Þegar tekin er ákvörðun um dagleyfi skal meðal annars tekið tillit til afbrots, saka- og afplánunarferils og hegðunar í fangelsi sem og því hvort viðkomandi hafi nýtt sér meðferðarúrræði sem til boða standa í fangelsinu,“ segir Páll. Páll bendir á að ef talin er þörf á geri sálfræðingar Fangelsismálastofnunar sálfræðilegt áhættumat áður en ákvörðun er tekin. „Ef fanga er heimilað að fara í dagleyfi eru honum sett ýmis skilyrði fyrir því, svo sem að neyta ekki ávana- og fíkniefna og að gera ekkert eða fara annað í leyfinu en samræmist tilgangi þess,“ segir Páll. Þá sé hægt að setja mönnum frekari skilyrði, svo sem að hafa ekki samband við brotaþola, að tilkynna sig til lögreglu eða fangelsisyfirvalda meðan á leyfinu stendur, að vera með búnað svo að Fangelsismálastofnun geti fylgst með ferðum hans og fleira. Gunnar Rúnar var handtekinn þann 27. ágúst 2010. Þá voru tólf dagar liðnir frá því að Hannes Þór Helgason var myrtur á heimili sínu. Gunnar Rúnar játaði verknaðinn við yfirheyrslur hjá lögreglu. Hann var dæmdur árið 2011 í sextán ára fangelsi í Hæstarétti Íslands. Í mati geðlækna kom fram að sjálfsvíg föður hans hafi haft mikil áhrif á Gunnar Rúnar og raskað tilfinningalífi hans. Birtist í Fréttablaðinu Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Tengdar fréttir Hæstiréttur dæmir Gunnar Rúnar í 16 ára fangelsi Hæstiréttur snéri sýknudómi yfir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni við nú fyrir stundu. Gunnar Rúnar skal sæta fangelsi í 16 ár en hann hafði áður verið dæmdur ósakhæfur. 13. október 2011 16:03 Skipulagði morðið í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann Í dómi Hæstaréttar segir að Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem játaði að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana á heimili sínu á síðasta ári, hafi skipulagt verknaðinn í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann, gengið ákveðið til verks og síðan gert allt sem í hans valdi stóð til að aftra því að upp um hann kæmist. 13. október 2011 16:55 Fjölskylda Hannesar: "Dómurinn sá í gegnum þennan illskeytta mann“ "Við erum mjög glöð og teljum að réttlætið hafi sigrað að lokum,“ sagði Kristín Helgadóttir, systir Hannesar Þórs Helgasonar, fyrir utan Hæstarétt í dag. 13. október 2011 16:39 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Sjá meira
Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem dæmdur var í 16 ára fangelsi fyrir morðið á Hannesi Þór Helgasyni í október 2011, afplánar nú í opnu fangelsi að Sogni. Hann hefur fengið rétt til að fá dagleyfi úr fangelsinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sáu íbúar á Holtinu í Hafnarfirði Gunnar Rúnar þar nýlega. Hann bjó í hverfinu þegar morðið var framið. „Ég get ekki tjáð mig um einstök mál. Reglur um dagleyfi eru lögbundnar og farið er að þeim við afgreiðslu leyfisbeiðna. Um leyfin gilda ákvæði 5. kafla laga um fullnustu refsinga,“ segir Páll Winkel, forstöðumaður Fangelsismálastofnunar. Páll Winkel, fangelsismálastjóri.vísir/andri marinó „Samkvæmt fyrrgreindum lagaákvæðum getur fangi ekki fengið dagleyfi fyrr en hann hefur afplánað þriðjung refsitímans, þó ekki skemmri tíma en eitt ár. Þegar tekin er ákvörðun um dagleyfi skal meðal annars tekið tillit til afbrots, saka- og afplánunarferils og hegðunar í fangelsi sem og því hvort viðkomandi hafi nýtt sér meðferðarúrræði sem til boða standa í fangelsinu,“ segir Páll. Páll bendir á að ef talin er þörf á geri sálfræðingar Fangelsismálastofnunar sálfræðilegt áhættumat áður en ákvörðun er tekin. „Ef fanga er heimilað að fara í dagleyfi eru honum sett ýmis skilyrði fyrir því, svo sem að neyta ekki ávana- og fíkniefna og að gera ekkert eða fara annað í leyfinu en samræmist tilgangi þess,“ segir Páll. Þá sé hægt að setja mönnum frekari skilyrði, svo sem að hafa ekki samband við brotaþola, að tilkynna sig til lögreglu eða fangelsisyfirvalda meðan á leyfinu stendur, að vera með búnað svo að Fangelsismálastofnun geti fylgst með ferðum hans og fleira. Gunnar Rúnar var handtekinn þann 27. ágúst 2010. Þá voru tólf dagar liðnir frá því að Hannes Þór Helgason var myrtur á heimili sínu. Gunnar Rúnar játaði verknaðinn við yfirheyrslur hjá lögreglu. Hann var dæmdur árið 2011 í sextán ára fangelsi í Hæstarétti Íslands. Í mati geðlækna kom fram að sjálfsvíg föður hans hafi haft mikil áhrif á Gunnar Rúnar og raskað tilfinningalífi hans.
Birtist í Fréttablaðinu Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Tengdar fréttir Hæstiréttur dæmir Gunnar Rúnar í 16 ára fangelsi Hæstiréttur snéri sýknudómi yfir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni við nú fyrir stundu. Gunnar Rúnar skal sæta fangelsi í 16 ár en hann hafði áður verið dæmdur ósakhæfur. 13. október 2011 16:03 Skipulagði morðið í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann Í dómi Hæstaréttar segir að Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem játaði að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana á heimili sínu á síðasta ári, hafi skipulagt verknaðinn í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann, gengið ákveðið til verks og síðan gert allt sem í hans valdi stóð til að aftra því að upp um hann kæmist. 13. október 2011 16:55 Fjölskylda Hannesar: "Dómurinn sá í gegnum þennan illskeytta mann“ "Við erum mjög glöð og teljum að réttlætið hafi sigrað að lokum,“ sagði Kristín Helgadóttir, systir Hannesar Þórs Helgasonar, fyrir utan Hæstarétt í dag. 13. október 2011 16:39 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Sjá meira
Hæstiréttur dæmir Gunnar Rúnar í 16 ára fangelsi Hæstiréttur snéri sýknudómi yfir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni við nú fyrir stundu. Gunnar Rúnar skal sæta fangelsi í 16 ár en hann hafði áður verið dæmdur ósakhæfur. 13. október 2011 16:03
Skipulagði morðið í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann Í dómi Hæstaréttar segir að Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem játaði að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana á heimili sínu á síðasta ári, hafi skipulagt verknaðinn í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann, gengið ákveðið til verks og síðan gert allt sem í hans valdi stóð til að aftra því að upp um hann kæmist. 13. október 2011 16:55
Fjölskylda Hannesar: "Dómurinn sá í gegnum þennan illskeytta mann“ "Við erum mjög glöð og teljum að réttlætið hafi sigrað að lokum,“ sagði Kristín Helgadóttir, systir Hannesar Þórs Helgasonar, fyrir utan Hæstarétt í dag. 13. október 2011 16:39