Innlent

Fjölskylda Hannesar: „Dómurinn sá í gegnum þennan illskeytta mann“

Fjölskylda Hannesar fyrir utan dómssal í Hæstarétti í dag.
Fjölskylda Hannesar fyrir utan dómssal í Hæstarétti í dag. mynd/Valgarður

„Við erum mjög glöð og teljum að réttlætið hafi sigrað að lokum," sagði Kristín Helgadóttir, systir Hannesar Þórs Helgasonar, fyrir utan Hæstarétt í dag.



Gunnar Rúnar, sem var dæmdur ósakhæfur í Héraðsdómi Reykjaness, var í dag dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana á heimili sínu á síðasta ári.



„Dómurinn sá í gegnum þennan illskeytta mann," sagði Kristín við fjölmiðla fyrir utan Hæstarétt.



Gunnar Rúnar játaði að hafa myrt Hannes með hrottalegum hætti á heimili hans en hann stakk hann margsinnis með hnífi. Unnusta Hannesar Þórs kom svo að honum morguninn eftir.



Þá var Gunnar Rúnar dæmdur til að greiða foreldrum Hannesar, hvoru um sig eina milljón í miskabætur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×