Gunnar Rúnar fær leyfi til að fara til síns heima Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. ágúst 2017 05:00 Gunnar Rúnar Sigurþórsson hefur setið í gæsluvarðhaldi og fangelsi í hartnær sex ár. Hann getur sótt um dagleyfi einu sinni í mánuði. vísir/vilhelm Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem dæmdur var í 16 ára fangelsi fyrir morðið á Hannesi Þór Helgasyni í október 2011, afplánar nú í opnu fangelsi að Sogni. Hann hefur fengið rétt til að fá dagleyfi úr fangelsinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sáu íbúar á Holtinu í Hafnarfirði Gunnar Rúnar þar nýlega. Hann bjó í hverfinu þegar morðið var framið. „Ég get ekki tjáð mig um einstök mál. Reglur um dagleyfi eru lögbundnar og farið er að þeim við afgreiðslu leyfisbeiðna. Um leyfin gilda ákvæði 5. kafla laga um fullnustu refsinga,“ segir Páll Winkel, forstöðumaður Fangelsismálastofnunar. Páll Winkel, fangelsismálastjóri.vísir/andri marinó „Samkvæmt fyrrgreindum lagaákvæðum getur fangi ekki fengið dagleyfi fyrr en hann hefur afplánað þriðjung refsitímans, þó ekki skemmri tíma en eitt ár. Þegar tekin er ákvörðun um dagleyfi skal meðal annars tekið tillit til afbrots, saka- og afplánunarferils og hegðunar í fangelsi sem og því hvort viðkomandi hafi nýtt sér meðferðarúrræði sem til boða standa í fangelsinu,“ segir Páll. Páll bendir á að ef talin er þörf á geri sálfræðingar Fangelsismálastofnunar sálfræðilegt áhættumat áður en ákvörðun er tekin. „Ef fanga er heimilað að fara í dagleyfi eru honum sett ýmis skilyrði fyrir því, svo sem að neyta ekki ávana- og fíkniefna og að gera ekkert eða fara annað í leyfinu en samræmist tilgangi þess,“ segir Páll. Þá sé hægt að setja mönnum frekari skilyrði, svo sem að hafa ekki samband við brotaþola, að tilkynna sig til lögreglu eða fangelsisyfirvalda meðan á leyfinu stendur, að vera með búnað svo að Fangelsismálastofnun geti fylgst með ferðum hans og fleira. Gunnar Rúnar var handtekinn þann 27. ágúst 2010. Þá voru tólf dagar liðnir frá því að Hannes Þór Helgason var myrtur á heimili sínu. Gunnar Rúnar játaði verknaðinn við yfirheyrslur hjá lögreglu. Hann var dæmdur árið 2011 í sextán ára fangelsi í Hæstarétti Íslands. Í mati geðlækna kom fram að sjálfsvíg föður hans hafi haft mikil áhrif á Gunnar Rúnar og raskað tilfinningalífi hans. Birtist í Fréttablaðinu Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Tengdar fréttir Hæstiréttur dæmir Gunnar Rúnar í 16 ára fangelsi Hæstiréttur snéri sýknudómi yfir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni við nú fyrir stundu. Gunnar Rúnar skal sæta fangelsi í 16 ár en hann hafði áður verið dæmdur ósakhæfur. 13. október 2011 16:03 Skipulagði morðið í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann Í dómi Hæstaréttar segir að Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem játaði að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana á heimili sínu á síðasta ári, hafi skipulagt verknaðinn í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann, gengið ákveðið til verks og síðan gert allt sem í hans valdi stóð til að aftra því að upp um hann kæmist. 13. október 2011 16:55 Fjölskylda Hannesar: "Dómurinn sá í gegnum þennan illskeytta mann“ "Við erum mjög glöð og teljum að réttlætið hafi sigrað að lokum,“ sagði Kristín Helgadóttir, systir Hannesar Þórs Helgasonar, fyrir utan Hæstarétt í dag. 13. október 2011 16:39 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira
Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem dæmdur var í 16 ára fangelsi fyrir morðið á Hannesi Þór Helgasyni í október 2011, afplánar nú í opnu fangelsi að Sogni. Hann hefur fengið rétt til að fá dagleyfi úr fangelsinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sáu íbúar á Holtinu í Hafnarfirði Gunnar Rúnar þar nýlega. Hann bjó í hverfinu þegar morðið var framið. „Ég get ekki tjáð mig um einstök mál. Reglur um dagleyfi eru lögbundnar og farið er að þeim við afgreiðslu leyfisbeiðna. Um leyfin gilda ákvæði 5. kafla laga um fullnustu refsinga,“ segir Páll Winkel, forstöðumaður Fangelsismálastofnunar. Páll Winkel, fangelsismálastjóri.vísir/andri marinó „Samkvæmt fyrrgreindum lagaákvæðum getur fangi ekki fengið dagleyfi fyrr en hann hefur afplánað þriðjung refsitímans, þó ekki skemmri tíma en eitt ár. Þegar tekin er ákvörðun um dagleyfi skal meðal annars tekið tillit til afbrots, saka- og afplánunarferils og hegðunar í fangelsi sem og því hvort viðkomandi hafi nýtt sér meðferðarúrræði sem til boða standa í fangelsinu,“ segir Páll. Páll bendir á að ef talin er þörf á geri sálfræðingar Fangelsismálastofnunar sálfræðilegt áhættumat áður en ákvörðun er tekin. „Ef fanga er heimilað að fara í dagleyfi eru honum sett ýmis skilyrði fyrir því, svo sem að neyta ekki ávana- og fíkniefna og að gera ekkert eða fara annað í leyfinu en samræmist tilgangi þess,“ segir Páll. Þá sé hægt að setja mönnum frekari skilyrði, svo sem að hafa ekki samband við brotaþola, að tilkynna sig til lögreglu eða fangelsisyfirvalda meðan á leyfinu stendur, að vera með búnað svo að Fangelsismálastofnun geti fylgst með ferðum hans og fleira. Gunnar Rúnar var handtekinn þann 27. ágúst 2010. Þá voru tólf dagar liðnir frá því að Hannes Þór Helgason var myrtur á heimili sínu. Gunnar Rúnar játaði verknaðinn við yfirheyrslur hjá lögreglu. Hann var dæmdur árið 2011 í sextán ára fangelsi í Hæstarétti Íslands. Í mati geðlækna kom fram að sjálfsvíg föður hans hafi haft mikil áhrif á Gunnar Rúnar og raskað tilfinningalífi hans.
Birtist í Fréttablaðinu Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Tengdar fréttir Hæstiréttur dæmir Gunnar Rúnar í 16 ára fangelsi Hæstiréttur snéri sýknudómi yfir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni við nú fyrir stundu. Gunnar Rúnar skal sæta fangelsi í 16 ár en hann hafði áður verið dæmdur ósakhæfur. 13. október 2011 16:03 Skipulagði morðið í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann Í dómi Hæstaréttar segir að Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem játaði að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana á heimili sínu á síðasta ári, hafi skipulagt verknaðinn í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann, gengið ákveðið til verks og síðan gert allt sem í hans valdi stóð til að aftra því að upp um hann kæmist. 13. október 2011 16:55 Fjölskylda Hannesar: "Dómurinn sá í gegnum þennan illskeytta mann“ "Við erum mjög glöð og teljum að réttlætið hafi sigrað að lokum,“ sagði Kristín Helgadóttir, systir Hannesar Þórs Helgasonar, fyrir utan Hæstarétt í dag. 13. október 2011 16:39 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira
Hæstiréttur dæmir Gunnar Rúnar í 16 ára fangelsi Hæstiréttur snéri sýknudómi yfir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni við nú fyrir stundu. Gunnar Rúnar skal sæta fangelsi í 16 ár en hann hafði áður verið dæmdur ósakhæfur. 13. október 2011 16:03
Skipulagði morðið í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann Í dómi Hæstaréttar segir að Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem játaði að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana á heimili sínu á síðasta ári, hafi skipulagt verknaðinn í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann, gengið ákveðið til verks og síðan gert allt sem í hans valdi stóð til að aftra því að upp um hann kæmist. 13. október 2011 16:55
Fjölskylda Hannesar: "Dómurinn sá í gegnum þennan illskeytta mann“ "Við erum mjög glöð og teljum að réttlætið hafi sigrað að lokum,“ sagði Kristín Helgadóttir, systir Hannesar Þórs Helgasonar, fyrir utan Hæstarétt í dag. 13. október 2011 16:39