Sér fram á dýrustu uppbyggingu í sögu Bandaríkjanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. ágúst 2017 21:48 Donald Trump horfir fram á langvinnan vanda. Visir/afp Í dag fór Dondald Trump bæði til Corpus Christi og Austin í Texas eins og fyrirhugað var að hann myndi gera. Þá er ráðgert að Trump haldi til Louisiana á laugardaginn. Á blaðamannafundi í Austin gerði hann tjón af völdum fellibylsins Harvey að umfjöllunarefni sínu. „Ég geri ráð fyrir því að ekkert hafi verið jafn kostnaðarsamt í sögu landsins okkar,“ sagði forsetinn um þá uppbyggingarvinnu sem ráðist verður í. Þetta kom fram á vef CNN. Á fundinum sagði hann jafnframt að þjóðin standi ekki frammi fyrir skammvinnu vandamáli. Hann horfi fram á kostnaðarsama uppbyggingu á svæðunum sem verst urðu úti í fellibylnum.Forsetahjónin heimsækja Texas.Vísir/afpÍ Corpus Christi ávarpaði Trump fjöldann og reyndi hann að hughreysta fólk á erfiðum tímum. Hann sagðist ætla að bregðast við með besta mögulega hætti þannig að hægt væri að líta um öxl eftir fimm eða tíu ár og hugsa „svona á að gera þetta.“ Þrátt fyrir að Trump lofi öllu fögru gæti verið að biðin eftir fjárhagsaðstoð dragist á langinn að því er fram kemur á vef Politico. Til umræðu er innan raða þingmanna Repúblikanaflokksins að fjárhagsaðstoð vegna fellibylsins Harvey verði með þeim hætti að fé verði veitt í áföngum í stað þess að ein stór greiðsla verði innt af hendi. Þetta þýðir að nokkur töf gæti orðið á veittri fjárhagsaðstoð.Christina Wilkie birti þessa mynd af Trump þegar hann ávarpaði fórnarlömb fellibylsins Harvey í Corpus Christi. Hún er rannsóknarblaðamaður hjá Washington Post.“What a crowd, what a turnout,” Trump said from atop this firetruck, addressing hurricane victims. pic.twitter.com/0EdsLctHDi— Christina Wilkie (@christinawilkie) August 29, 2017 Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Tala látinna í Texas fer hækkandi Veðurstofa Bandaríkjanna greindi frá því í dag að úrkomumet vegna eins og sama fellibylsins hefði verið slegið á meginlandi Bandaríkjanna. Tvær veðurstofur hafa mælt yfir tólf hundruð millimetra úrkomu. 29. ágúst 2017 23:06 Viðbragðsaðilar að drukkna í hjálparbeiðnum Þúsundum símtala rignir yfir lögreguna, slökkviliðið og strandgæsluna í Texas. 29. ágúst 2017 07:39 Fordæmislausar aðstæður í Houston vegna Harvey Íbúar í Houston og fjölda annarra borga í Texas mega eiga von á frekara úrhelli í dag en fellibylurinn Harvey hefur herjað á íbúa síðustu daga. 28. ágúst 2017 08:56 Ógnarkraftar fellibyljanna varpa ljósi á loftslagsbreytingar Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, telur að kraftur fellibyljanna á Atlantshafssvæðinu varpi ljósi á loftslagsbreytingar. Bara við eina gráðu í aukningu sjávarhita eykst geta og kraftur fellibylja til mikilla muna. Það hafi sést greinilega á því hversu skyndilega Harvey var orðinn að fjórða stigs fellibyl þegar hann gekk á land. Í samtali við Vísi segir Einar að líklegt sé að stærri fellibyljum muni koma til með að fjölga vegna kyndiáhrifa og hækkandi sjávarhita. 27. ágúst 2017 20:55 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Í dag fór Dondald Trump bæði til Corpus Christi og Austin í Texas eins og fyrirhugað var að hann myndi gera. Þá er ráðgert að Trump haldi til Louisiana á laugardaginn. Á blaðamannafundi í Austin gerði hann tjón af völdum fellibylsins Harvey að umfjöllunarefni sínu. „Ég geri ráð fyrir því að ekkert hafi verið jafn kostnaðarsamt í sögu landsins okkar,“ sagði forsetinn um þá uppbyggingarvinnu sem ráðist verður í. Þetta kom fram á vef CNN. Á fundinum sagði hann jafnframt að þjóðin standi ekki frammi fyrir skammvinnu vandamáli. Hann horfi fram á kostnaðarsama uppbyggingu á svæðunum sem verst urðu úti í fellibylnum.Forsetahjónin heimsækja Texas.Vísir/afpÍ Corpus Christi ávarpaði Trump fjöldann og reyndi hann að hughreysta fólk á erfiðum tímum. Hann sagðist ætla að bregðast við með besta mögulega hætti þannig að hægt væri að líta um öxl eftir fimm eða tíu ár og hugsa „svona á að gera þetta.“ Þrátt fyrir að Trump lofi öllu fögru gæti verið að biðin eftir fjárhagsaðstoð dragist á langinn að því er fram kemur á vef Politico. Til umræðu er innan raða þingmanna Repúblikanaflokksins að fjárhagsaðstoð vegna fellibylsins Harvey verði með þeim hætti að fé verði veitt í áföngum í stað þess að ein stór greiðsla verði innt af hendi. Þetta þýðir að nokkur töf gæti orðið á veittri fjárhagsaðstoð.Christina Wilkie birti þessa mynd af Trump þegar hann ávarpaði fórnarlömb fellibylsins Harvey í Corpus Christi. Hún er rannsóknarblaðamaður hjá Washington Post.“What a crowd, what a turnout,” Trump said from atop this firetruck, addressing hurricane victims. pic.twitter.com/0EdsLctHDi— Christina Wilkie (@christinawilkie) August 29, 2017
Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Tala látinna í Texas fer hækkandi Veðurstofa Bandaríkjanna greindi frá því í dag að úrkomumet vegna eins og sama fellibylsins hefði verið slegið á meginlandi Bandaríkjanna. Tvær veðurstofur hafa mælt yfir tólf hundruð millimetra úrkomu. 29. ágúst 2017 23:06 Viðbragðsaðilar að drukkna í hjálparbeiðnum Þúsundum símtala rignir yfir lögreguna, slökkviliðið og strandgæsluna í Texas. 29. ágúst 2017 07:39 Fordæmislausar aðstæður í Houston vegna Harvey Íbúar í Houston og fjölda annarra borga í Texas mega eiga von á frekara úrhelli í dag en fellibylurinn Harvey hefur herjað á íbúa síðustu daga. 28. ágúst 2017 08:56 Ógnarkraftar fellibyljanna varpa ljósi á loftslagsbreytingar Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, telur að kraftur fellibyljanna á Atlantshafssvæðinu varpi ljósi á loftslagsbreytingar. Bara við eina gráðu í aukningu sjávarhita eykst geta og kraftur fellibylja til mikilla muna. Það hafi sést greinilega á því hversu skyndilega Harvey var orðinn að fjórða stigs fellibyl þegar hann gekk á land. Í samtali við Vísi segir Einar að líklegt sé að stærri fellibyljum muni koma til með að fjölga vegna kyndiáhrifa og hækkandi sjávarhita. 27. ágúst 2017 20:55 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Tala látinna í Texas fer hækkandi Veðurstofa Bandaríkjanna greindi frá því í dag að úrkomumet vegna eins og sama fellibylsins hefði verið slegið á meginlandi Bandaríkjanna. Tvær veðurstofur hafa mælt yfir tólf hundruð millimetra úrkomu. 29. ágúst 2017 23:06
Viðbragðsaðilar að drukkna í hjálparbeiðnum Þúsundum símtala rignir yfir lögreguna, slökkviliðið og strandgæsluna í Texas. 29. ágúst 2017 07:39
Fordæmislausar aðstæður í Houston vegna Harvey Íbúar í Houston og fjölda annarra borga í Texas mega eiga von á frekara úrhelli í dag en fellibylurinn Harvey hefur herjað á íbúa síðustu daga. 28. ágúst 2017 08:56
Ógnarkraftar fellibyljanna varpa ljósi á loftslagsbreytingar Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, telur að kraftur fellibyljanna á Atlantshafssvæðinu varpi ljósi á loftslagsbreytingar. Bara við eina gráðu í aukningu sjávarhita eykst geta og kraftur fellibylja til mikilla muna. Það hafi sést greinilega á því hversu skyndilega Harvey var orðinn að fjórða stigs fellibyl þegar hann gekk á land. Í samtali við Vísi segir Einar að líklegt sé að stærri fellibyljum muni koma til með að fjölga vegna kyndiáhrifa og hækkandi sjávarhita. 27. ágúst 2017 20:55