Bandaríkjamenn munu verja sig og sína Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. ágúst 2017 06:00 Þessari Hwasong-14 var skotið upp frá Norður-Kóreu í júlí í tilraunaskyni. Flaugin er talin geta dregið rúma 10.000 kílómetra. vísir/afp „Forsetinn vildi að það væri alveg skýrt fyrir Norður-Kóreumönnum að Bandaríkin munu verja sig og bandamenn sína,“ sagði Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, við blaðamenn á leið sinni til bandarísku eyjunnar Gvam í gær. Utanríkisráðherrann ferðaðist til Gvam í gær í kjölfar fréttar sem norðurkóreska ríkissjónvarpið KCNA birti fyrr um daginn. Fram kom í fréttinni að yfirvöld í Norður-Kóreu íhuguðu að ráðast á eyjuna með norðurkóreskum Hwasong-12 eldflaugum. Eyjan tilheyrir Bandaríkjunum og liggur um 2.500 kílómetra austur af Filippseyjum. Megintilgangur heimsóknar Tillersons var þó að fylla á eldsneytistank þotu sinnar áður en hann hélt heim til Bandaríkjanna frá Malasíu. Nýjustu bylgju í Norður-Kóreudeilunni má rekja til eldflaugatilraunar sem Norður-Kórea gerði undir lok síðasta mánaðar. Þá prófaði norðurkóreski herinn Hwasong-14 eldflaug sem samkvæmt bandarísku samtökunum CSIS ætti að draga rúma 10.000 kílómetra sé henni skotið við kjöraðstæður.Þess má geta að Ísland er í tæplega 8.000 kílómetra fjarlægð frá Norður-Kóreu og því vel innan þeirrar vegalengdar sem hægt er að skjóta eldflauginni. Sé henni hins vegar skotið í austurátt gæti snúningur jarðar hjálpað eldflauginni svo hún gæti mögulega drifið alla leið til New York-borgar, ef marka má greiningu CSIS. Í kjölfar tilraunarinnar samþykktu Sameinuðu þjóðirnar nýjar þvinganir gegn Norður-Kóreu og féll það ekki vel í kramið hjá stjórnvöldum þar í landi. Sagði í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni að þvinganirnar væru gróft brot gegn fullveldi ríkisins og að Bandaríkjamenn myndu fá makleg málagjöld fyrir meint brot. Þessum hótunum tók Donald Trump Bandaríkjaforseti ekki þegjandi. Sagði Trump á þriðjudag að Norður-Kórea myndi þurfa að þola „meiri eld og ofsa en heimurinn hefur nokkurn tímann séð“, hættu yfirvöld ekki að hóta því að ráðast á meginland Bandaríkjanna. Bandarískir þingmenn gagnrýndu sumir hverjir ummælin í gær. John McCain öldungadeildarþingmaður sagði forsetann ekki endilega geta staðið við stóru orðin og þá sagði Demókratinn og fulltrúadeildarþingmaðurinn Eliot Engel að Trump væri genginn af göflunum. Utanríkisráðherrann Tillerson varði forseta sinn með þeim ummælum sem lesa má fremst í fréttinni. Sagði hann enn fremur í gær að hann tryði því ekki að Bandaríkjamenn væru í bráðri hættu. „Bandaríkjamenn ættu að geta sofið rótt. Þeir ættu ekki að hafa neinar áhyggjur af afleiðingum harðrar orðræðu undanfarinna daga.“ Þá þvertók hann fyrir að versnandi samskipti leiddu til þess að Bandaríkjastjórn íhugaði að beita hervaldi gegn Norður-Kóreu. Greinir CNBC frá því að Tillerson hafi sagst ekki hafa heyrt eða séð neitt sem bendi til þess. Eddie Baza Calvo, ríkisstjóri Gvam, var á sama máli og Tillerson í gær. Sagði hann að hvorki Gvam né hinar nærliggjandi Maríana-eyjar væru í hættu. Þó væri ríkisstjórn Gvam í nánum samskiptum við Bandaríkjaher til að tryggja að ríkið væri reiðubúið undir hvað sem er. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira
„Forsetinn vildi að það væri alveg skýrt fyrir Norður-Kóreumönnum að Bandaríkin munu verja sig og bandamenn sína,“ sagði Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, við blaðamenn á leið sinni til bandarísku eyjunnar Gvam í gær. Utanríkisráðherrann ferðaðist til Gvam í gær í kjölfar fréttar sem norðurkóreska ríkissjónvarpið KCNA birti fyrr um daginn. Fram kom í fréttinni að yfirvöld í Norður-Kóreu íhuguðu að ráðast á eyjuna með norðurkóreskum Hwasong-12 eldflaugum. Eyjan tilheyrir Bandaríkjunum og liggur um 2.500 kílómetra austur af Filippseyjum. Megintilgangur heimsóknar Tillersons var þó að fylla á eldsneytistank þotu sinnar áður en hann hélt heim til Bandaríkjanna frá Malasíu. Nýjustu bylgju í Norður-Kóreudeilunni má rekja til eldflaugatilraunar sem Norður-Kórea gerði undir lok síðasta mánaðar. Þá prófaði norðurkóreski herinn Hwasong-14 eldflaug sem samkvæmt bandarísku samtökunum CSIS ætti að draga rúma 10.000 kílómetra sé henni skotið við kjöraðstæður.Þess má geta að Ísland er í tæplega 8.000 kílómetra fjarlægð frá Norður-Kóreu og því vel innan þeirrar vegalengdar sem hægt er að skjóta eldflauginni. Sé henni hins vegar skotið í austurátt gæti snúningur jarðar hjálpað eldflauginni svo hún gæti mögulega drifið alla leið til New York-borgar, ef marka má greiningu CSIS. Í kjölfar tilraunarinnar samþykktu Sameinuðu þjóðirnar nýjar þvinganir gegn Norður-Kóreu og féll það ekki vel í kramið hjá stjórnvöldum þar í landi. Sagði í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni að þvinganirnar væru gróft brot gegn fullveldi ríkisins og að Bandaríkjamenn myndu fá makleg málagjöld fyrir meint brot. Þessum hótunum tók Donald Trump Bandaríkjaforseti ekki þegjandi. Sagði Trump á þriðjudag að Norður-Kórea myndi þurfa að þola „meiri eld og ofsa en heimurinn hefur nokkurn tímann séð“, hættu yfirvöld ekki að hóta því að ráðast á meginland Bandaríkjanna. Bandarískir þingmenn gagnrýndu sumir hverjir ummælin í gær. John McCain öldungadeildarþingmaður sagði forsetann ekki endilega geta staðið við stóru orðin og þá sagði Demókratinn og fulltrúadeildarþingmaðurinn Eliot Engel að Trump væri genginn af göflunum. Utanríkisráðherrann Tillerson varði forseta sinn með þeim ummælum sem lesa má fremst í fréttinni. Sagði hann enn fremur í gær að hann tryði því ekki að Bandaríkjamenn væru í bráðri hættu. „Bandaríkjamenn ættu að geta sofið rótt. Þeir ættu ekki að hafa neinar áhyggjur af afleiðingum harðrar orðræðu undanfarinna daga.“ Þá þvertók hann fyrir að versnandi samskipti leiddu til þess að Bandaríkjastjórn íhugaði að beita hervaldi gegn Norður-Kóreu. Greinir CNBC frá því að Tillerson hafi sagst ekki hafa heyrt eða séð neitt sem bendi til þess. Eddie Baza Calvo, ríkisstjóri Gvam, var á sama máli og Tillerson í gær. Sagði hann að hvorki Gvam né hinar nærliggjandi Maríana-eyjar væru í hættu. Þó væri ríkisstjórn Gvam í nánum samskiptum við Bandaríkjaher til að tryggja að ríkið væri reiðubúið undir hvað sem er.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira