Helmingur repúblikana til í að fresta kosningum ákvæði Trump það Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2017 13:48 Stór hluti stuðningsmanna repúblikana er tilbúinn að víkja lýðræðinu til hliðar ef það er vilji forystumanna þeirra. Vísir/AFP Rétt rúmur helmingur stuðningsmanna Repúblikanaflokksins myndi styðja að fresta forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2020 ef Donald Trump forseti legði það til. Meirihluti þeirra trúir að milljónir manna hafi kosið í síðustu kosningum án þess að hafa rétt til þess. Þetta er á meðal niðurstaðna úr könnun sem tveir aðstoðarprófessorar við Pennsylvaníu- og Yeshivaháskóla gerðu í júní og þeir segja frá í grein í Washington Post í dag. Könnunin beindist að fólki sem skilgreinir sig sem fylgjandi Repúblikanaflokknum og tengdust spurningarnar rakalausum fullyrðingum Trump um að hann hefði hlotið flest atkvæði í kosningunum í fyrra ef milljónir manna hefðu ekki kosið ólöglega. Trump hlaut flesta kjörmenn í kosningunum þrátt fyrir að Hillary Clinton hefði hlotið flest greidd atkvæði á landsvísu.Almenn trú á víðtækt kosningasvindl Í ljós kom að 47% svarenda trúðu því að Trump hefði í raun hlotið flest atkvæði og 68% að milljónir óskráðra innflytjenda hafi kosið. Nærri því þrír af hverjum fjórum stuðningsmönnum repúblikana telja að kosningasvindl sé nokkuð eða mjög algengt. Meiri athygli vekur að 52% sögðust myndu styðja að fresta forsetakosningunum 2020 þangað til að hægt væri að tryggja aðeins bandarískir borgarar gætu greitt atkvæði ef Donald Trump legði það til. Hlutfallið hækkaði í 56% ef repúblikanar á Bandaríkjaþingi legðu það til með Trump.Sýnir hversu langt sumir myndu gangaHvorki Trump né aðrir repúblikanar hafa gefið í skyn að kosningunum gæti mögulega verið frestað af þessum eða öðrum ástæðum. Trump skipaði hins vegar nefnd sem á að rannsaka kosningasvindlið sem hann fullyrðir að hafi átt sér stað, þrátt fyrir að engar haldbærar vísbendingar hafi komið fram um að það eigi við rök að styðjast. Könnunin er hins vegar mælikvarði á hversu langt sumir stuðningsmenn repúblikana eru tilbúnir að ganga í stuðningi sínum við Trump forseta, að mati Ariel Malka, aðstoðarprófessors í sálfræði við Yeshiwa-háskóla og Yphtach Lelkes, aðstoðarprófessors við Annenberg-samskiptaskólans við Penyslvanínuháskóla. Donald Trump Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Rétt rúmur helmingur stuðningsmanna Repúblikanaflokksins myndi styðja að fresta forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2020 ef Donald Trump forseti legði það til. Meirihluti þeirra trúir að milljónir manna hafi kosið í síðustu kosningum án þess að hafa rétt til þess. Þetta er á meðal niðurstaðna úr könnun sem tveir aðstoðarprófessorar við Pennsylvaníu- og Yeshivaháskóla gerðu í júní og þeir segja frá í grein í Washington Post í dag. Könnunin beindist að fólki sem skilgreinir sig sem fylgjandi Repúblikanaflokknum og tengdust spurningarnar rakalausum fullyrðingum Trump um að hann hefði hlotið flest atkvæði í kosningunum í fyrra ef milljónir manna hefðu ekki kosið ólöglega. Trump hlaut flesta kjörmenn í kosningunum þrátt fyrir að Hillary Clinton hefði hlotið flest greidd atkvæði á landsvísu.Almenn trú á víðtækt kosningasvindl Í ljós kom að 47% svarenda trúðu því að Trump hefði í raun hlotið flest atkvæði og 68% að milljónir óskráðra innflytjenda hafi kosið. Nærri því þrír af hverjum fjórum stuðningsmönnum repúblikana telja að kosningasvindl sé nokkuð eða mjög algengt. Meiri athygli vekur að 52% sögðust myndu styðja að fresta forsetakosningunum 2020 þangað til að hægt væri að tryggja aðeins bandarískir borgarar gætu greitt atkvæði ef Donald Trump legði það til. Hlutfallið hækkaði í 56% ef repúblikanar á Bandaríkjaþingi legðu það til með Trump.Sýnir hversu langt sumir myndu gangaHvorki Trump né aðrir repúblikanar hafa gefið í skyn að kosningunum gæti mögulega verið frestað af þessum eða öðrum ástæðum. Trump skipaði hins vegar nefnd sem á að rannsaka kosningasvindlið sem hann fullyrðir að hafi átt sér stað, þrátt fyrir að engar haldbærar vísbendingar hafi komið fram um að það eigi við rök að styðjast. Könnunin er hins vegar mælikvarði á hversu langt sumir stuðningsmenn repúblikana eru tilbúnir að ganga í stuðningi sínum við Trump forseta, að mati Ariel Malka, aðstoðarprófessors í sálfræði við Yeshiwa-háskóla og Yphtach Lelkes, aðstoðarprófessors við Annenberg-samskiptaskólans við Penyslvanínuháskóla.
Donald Trump Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira