Borgarlögmaður með rúmlega tvöföld mánaðarlaun borgarfulltrúa Sigurður Mikael Jónsson skrifar 11. ágúst 2017 06:00 Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið fékk um launakjör borgarlögmanns frá Reykjavíkurborg nema heildarlaun hans 1.391.467 krónum á mánuði. Vísir/GVA Kjartan Magnússon, borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi meirihlutann í borginni harðlega fyrir óvönduð vinnubrögð vegna ráðningar borgarlögmanns í bókun sinni í borgarráði í gær. Hann furðar sig á því að aðeins tveir hafi sótt um embættið sem sé eitt hið mikilvægasta og best launaða innan borgarkerfisins. Staðan hafi aðeins verið auglýst einu sinni í einu dagblaði. Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið fékk um launakjör borgarlögmanns frá Reykjavíkurborg nema heildarlaun hans 1.391.467 krónum á mánuði. Til samanburðar þá fá borgarfulltrúar nú 633 þúsund krónur á mánuði en borgarstjóri rúmar tvær milljónir króna, að meðtöldum greiðslum fyrir setu í stjórnum á vegum borgarinnar.Kjartan Magnússon.Greint var frá því í gær að Ebba Schram hæstaréttarlögmaður hefði verið ráðin í embættið eftir fund borgarráðs í gær. Kjartan var ómyrkur í máli í bókun sinni en annað sem vakti athygli var að forseti borgarstjórnar og fulltrúi VG í borgarráði, Líf Magneudóttir, sat hjá þegar atkvæði voru greidd um ráðninguna. Aðspurð segir Líf að hún hafi viljað standa öðruvísi að málum. „Hjáseta mín endurspeglar ekki óánægju mína með hvor umsækjandinn var valinn og varðar ekki persónu þeirra eða hæfni. Ég get þó sagt að ég hefði viljað standa öðruvísi að ráðningarferlinu sjálfu en fékk ekki nein tækifæri til að hafa áhrif á það. Ýmsu hefði mátt huga betur að þó ég beri fullt traust til þeirra starfsmanna sem komu að þessu og efist ekki um heilindi þeirra.“ Líf segir að hún hefði gjarnan viljað sjá fleiri umsækjendur en ráðningarferli æðstu yfirmanna borgarinnar sé eitthvað sem þurfi að skoða gagngert. „Það var eitt og annað sem mér fannst ég ekki geta samþykkt svo ég ákvað að sitja hjá og gera ekki mál úr því.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Kjartan Magnússon, borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi meirihlutann í borginni harðlega fyrir óvönduð vinnubrögð vegna ráðningar borgarlögmanns í bókun sinni í borgarráði í gær. Hann furðar sig á því að aðeins tveir hafi sótt um embættið sem sé eitt hið mikilvægasta og best launaða innan borgarkerfisins. Staðan hafi aðeins verið auglýst einu sinni í einu dagblaði. Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið fékk um launakjör borgarlögmanns frá Reykjavíkurborg nema heildarlaun hans 1.391.467 krónum á mánuði. Til samanburðar þá fá borgarfulltrúar nú 633 þúsund krónur á mánuði en borgarstjóri rúmar tvær milljónir króna, að meðtöldum greiðslum fyrir setu í stjórnum á vegum borgarinnar.Kjartan Magnússon.Greint var frá því í gær að Ebba Schram hæstaréttarlögmaður hefði verið ráðin í embættið eftir fund borgarráðs í gær. Kjartan var ómyrkur í máli í bókun sinni en annað sem vakti athygli var að forseti borgarstjórnar og fulltrúi VG í borgarráði, Líf Magneudóttir, sat hjá þegar atkvæði voru greidd um ráðninguna. Aðspurð segir Líf að hún hafi viljað standa öðruvísi að málum. „Hjáseta mín endurspeglar ekki óánægju mína með hvor umsækjandinn var valinn og varðar ekki persónu þeirra eða hæfni. Ég get þó sagt að ég hefði viljað standa öðruvísi að ráðningarferlinu sjálfu en fékk ekki nein tækifæri til að hafa áhrif á það. Ýmsu hefði mátt huga betur að þó ég beri fullt traust til þeirra starfsmanna sem komu að þessu og efist ekki um heilindi þeirra.“ Líf segir að hún hefði gjarnan viljað sjá fleiri umsækjendur en ráðningarferli æðstu yfirmanna borgarinnar sé eitthvað sem þurfi að skoða gagngert. „Það var eitt og annað sem mér fannst ég ekki geta samþykkt svo ég ákvað að sitja hjá og gera ekki mál úr því.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira