Lítið sem ekkert gert til að græða sár Repúblikana Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Donald Trump og Paul Ryan eru ekki alltaf sáttir hvor við annan. Nordicphotos/AFP Háttsettir Repúblikanar í Bandaríkjunum brugðust foxillir við því í gær að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekaði á þriðjudag að jafnt öfgaþjóðernissinnar og þeir sem mótmæltu þeim bæru ábyrgð á ofbeldinu í Charlottesville í Virginíu í lok síðustu viku. Sagði Paul Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar, deginum ljósara að öfgaþjóðernishyggja væri siðferðislega röng og óboðleg. „Herra forseti, þú getur ekki leyft öfgaþjóðernissinnum að eiga bara hluta af sökinni. Þeir styðja hugmyndafræði sem hefur kostað þjóðina og heiminn afar miklar þjáningar,“ sagði Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, í gær. John McCain öldungadeildarþingmaður tók í sama streng. „Það er ekki hægt að setja rasista og Bandaríkjamenn sem standa gegn hatri á sama stall,“ tísti McCain í gær. Trump sagði á þriðjudaginn að öfgamennirnir, oft kallaðir „alt-right“ eða hitt hægrið, bæru jafn mikla ábyrgð og þeir sem Trump vildi kalla hitt vinstrið. Á mánudag hafði Trump hins vegar sagt með beinum hætti að boðskapur hins hægrisins væri ekki í takt við bandarísk gildi, kynþáttahatur væri af hinu illa.Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður.vísir/EPAÁtökin brutust út eftir að hitt hægrið ákvað að mótmæla því að stytta af hershöfðingja Suðurríkjanna frá því í þrælastríðinu, Robert E. Lee, yrði tekin niður. Fjölmargir reiddust mótmælendum hins hægrisins sem gengu um götur Charlottesville og heilsuðu margir hverjir að nasistasið. Trump sagði hins vegar á þriðjudag að það væri allt eins hægt að taka niður styttur af forsetum á borð við Thomas Jefferson, sem hefði átt þræla. Urðu ummæli forsetans ekki til þess að brúa þá gjá sem hefur myndast á milli forsetans og rótgróinna flokksmanna. Gjá sem tók að myndast í raun um leið og Donald Trump tilkynnti um forsetaframboð sitt í fyrra og sagði mexíkóska ríkið senda nauðgara, morðingja og aðra glæpamenn til Bandaríkjanna. Í kjölfarið reiddust Repúblikanar mjög þegar hann sagði að McCain, sem var tekinn til fanga í Víetnamstríðinu, væri engin stríðshetja. Sem og þegar Trump hótaði því að tala illa um eiginkonu mótframbjóðanda síns og öldungadeildarþingmannsins Teds Cruz, þegar upptöku af Trump að tala um að grípa í klof kvenna var lekið, þegar hann rak alríkislögreglustjórann James Comey, þegar hann tilkynnti fyrst um að banna skyldi komu allra múslima til Bandaríkjanna. Þessi listi er þó ekki tæmandi. En Repúblikanar hafa ekki bara reiðst Trump, forsetinn hefur sjálfur verið harðorður um báða þingflokka repúblikana. Hefur hann meðal annars gagnrýnt þá harðlega fyrir að samþykkja ekki ný sjúkratryggingalög. Ósætti háttsettra Repúblikana og forsetans er því ekki nýtt af nálinni og virðist lítið hafa verið gert til að græða sárin á samskiptum Trumps og þingmanna. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Háttsettir Repúblikanar í Bandaríkjunum brugðust foxillir við því í gær að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekaði á þriðjudag að jafnt öfgaþjóðernissinnar og þeir sem mótmæltu þeim bæru ábyrgð á ofbeldinu í Charlottesville í Virginíu í lok síðustu viku. Sagði Paul Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar, deginum ljósara að öfgaþjóðernishyggja væri siðferðislega röng og óboðleg. „Herra forseti, þú getur ekki leyft öfgaþjóðernissinnum að eiga bara hluta af sökinni. Þeir styðja hugmyndafræði sem hefur kostað þjóðina og heiminn afar miklar þjáningar,“ sagði Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, í gær. John McCain öldungadeildarþingmaður tók í sama streng. „Það er ekki hægt að setja rasista og Bandaríkjamenn sem standa gegn hatri á sama stall,“ tísti McCain í gær. Trump sagði á þriðjudaginn að öfgamennirnir, oft kallaðir „alt-right“ eða hitt hægrið, bæru jafn mikla ábyrgð og þeir sem Trump vildi kalla hitt vinstrið. Á mánudag hafði Trump hins vegar sagt með beinum hætti að boðskapur hins hægrisins væri ekki í takt við bandarísk gildi, kynþáttahatur væri af hinu illa.Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður.vísir/EPAÁtökin brutust út eftir að hitt hægrið ákvað að mótmæla því að stytta af hershöfðingja Suðurríkjanna frá því í þrælastríðinu, Robert E. Lee, yrði tekin niður. Fjölmargir reiddust mótmælendum hins hægrisins sem gengu um götur Charlottesville og heilsuðu margir hverjir að nasistasið. Trump sagði hins vegar á þriðjudag að það væri allt eins hægt að taka niður styttur af forsetum á borð við Thomas Jefferson, sem hefði átt þræla. Urðu ummæli forsetans ekki til þess að brúa þá gjá sem hefur myndast á milli forsetans og rótgróinna flokksmanna. Gjá sem tók að myndast í raun um leið og Donald Trump tilkynnti um forsetaframboð sitt í fyrra og sagði mexíkóska ríkið senda nauðgara, morðingja og aðra glæpamenn til Bandaríkjanna. Í kjölfarið reiddust Repúblikanar mjög þegar hann sagði að McCain, sem var tekinn til fanga í Víetnamstríðinu, væri engin stríðshetja. Sem og þegar Trump hótaði því að tala illa um eiginkonu mótframbjóðanda síns og öldungadeildarþingmannsins Teds Cruz, þegar upptöku af Trump að tala um að grípa í klof kvenna var lekið, þegar hann rak alríkislögreglustjórann James Comey, þegar hann tilkynnti fyrst um að banna skyldi komu allra múslima til Bandaríkjanna. Þessi listi er þó ekki tæmandi. En Repúblikanar hafa ekki bara reiðst Trump, forsetinn hefur sjálfur verið harðorður um báða þingflokka repúblikana. Hefur hann meðal annars gagnrýnt þá harðlega fyrir að samþykkja ekki ný sjúkratryggingalög. Ósætti háttsettra Repúblikana og forsetans er því ekki nýtt af nálinni og virðist lítið hafa verið gert til að græða sárin á samskiptum Trumps og þingmanna.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira