Hryðjuverk í Barcelona: Sendiferðabíl ekið á fólk á Römblunni Atli Ísleifsson, Hulda Hólmkelsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 17. ágúst 2017 15:26 Ramblan í Barcelona. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Afp Sendiferðabíl hefur verið ekið á hóp fólks á Römblunni í Barcelona. Innanríkisráðherra Katalóníu segir að 13 séu látnir og rúmlega 100 særðir, þar af 15 alvarlega. Óttast er að mun fleiri hafi látið lífið. Lögregla segir að um hryðjuverkaárás sé að ræða.Blaðið La Vanguardia greinir frá því að bíllinn hafi stöðvast eftir að hafa verið ekið á sjoppu á mótum Römblunnar og Carrer Bonsucces.Sendiferðabíllinn var af gerðinni Fíat og hvítur að lit. Ökumaður bílsins stakk af frá vettvangi og er enn ófundinn. Lögreglan handtók mann að nafni Driss Oukabir sem talið er að hafi leigt sendiferðabílinn. Þá var annar maður handtekinn á áttunda tímanum, hann hefur ekki verið nafngreindur. Hvorugur þeirra er sagður vera ökumaður bílsins sem notaður var í árásinni.Lögreglan hefur fundið annan bíl sem sagður er hafa notaður við árásina í bænum Vic, 72 kílómetra frá Barcelona.Ökumaður bíls, sem tengdist árásinni ekki á nokkurn hátt, var skotinn til bana eftir að hafa ekið á tvo lögreglumenn í útjaðri borgarinnar. Mikil lögregluaðgerð stendur enn yfir í Barcelona.Fréttir hafa borist um að árásarmennirnir, einn eða fleiri, hafi tekið fólk í gíslingu á veitingastað nærri La Boqueria. Lögreglan í Katalóníu segir ekkert hæft í þeim fréttum.Tilkynning um málið barst lögreglu klukkan 17:05 að staðartíma, eða 15:05 að íslenskum tíma.Búið er að opna Römbluna aftur eftir að hafa verið lokuð í rúmlega 6 klukkustundir. Vegfarendur eru þó beðnir um að hafa varann á og fylgja fyrirmælum lögreglunnar.Íslamska ríkið segir árásarmennina hafa verið á sínum vegum.Fréttin verður uppfærð, en fylgjast má með nýjustu tíðindum af málinu í vaktinni að neðan.
Sendiferðabíl hefur verið ekið á hóp fólks á Römblunni í Barcelona. Innanríkisráðherra Katalóníu segir að 13 séu látnir og rúmlega 100 særðir, þar af 15 alvarlega. Óttast er að mun fleiri hafi látið lífið. Lögregla segir að um hryðjuverkaárás sé að ræða.Blaðið La Vanguardia greinir frá því að bíllinn hafi stöðvast eftir að hafa verið ekið á sjoppu á mótum Römblunnar og Carrer Bonsucces.Sendiferðabíllinn var af gerðinni Fíat og hvítur að lit. Ökumaður bílsins stakk af frá vettvangi og er enn ófundinn. Lögreglan handtók mann að nafni Driss Oukabir sem talið er að hafi leigt sendiferðabílinn. Þá var annar maður handtekinn á áttunda tímanum, hann hefur ekki verið nafngreindur. Hvorugur þeirra er sagður vera ökumaður bílsins sem notaður var í árásinni.Lögreglan hefur fundið annan bíl sem sagður er hafa notaður við árásina í bænum Vic, 72 kílómetra frá Barcelona.Ökumaður bíls, sem tengdist árásinni ekki á nokkurn hátt, var skotinn til bana eftir að hafa ekið á tvo lögreglumenn í útjaðri borgarinnar. Mikil lögregluaðgerð stendur enn yfir í Barcelona.Fréttir hafa borist um að árásarmennirnir, einn eða fleiri, hafi tekið fólk í gíslingu á veitingastað nærri La Boqueria. Lögreglan í Katalóníu segir ekkert hæft í þeim fréttum.Tilkynning um málið barst lögreglu klukkan 17:05 að staðartíma, eða 15:05 að íslenskum tíma.Búið er að opna Römbluna aftur eftir að hafa verið lokuð í rúmlega 6 klukkustundir. Vegfarendur eru þó beðnir um að hafa varann á og fylgja fyrirmælum lögreglunnar.Íslamska ríkið segir árásarmennina hafa verið á sínum vegum.Fréttin verður uppfærð, en fylgjast má með nýjustu tíðindum af málinu í vaktinni að neðan.
Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira