Erlent

Bandaríkin ekki óvinur Norður-Kóreu

Tillerson er diplómatískari um hvað Kínverjar geti gert í málefnum Norður-Kóreu en Trump forseti.
Tillerson er diplómatískari um hvað Kínverjar geti gert í málefnum Norður-Kóreu en Trump forseti. Vísir/EPA
Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkin, segir bandarísk stjórnvöld ekki sækjast eftir því að koma Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, frá völdum. Hann vill hefja viðræður við stjórnvöld í Pyongyang.

„Við erum ekki óvinir ykkar, við erum ekki ógn við ykkur en þið eruð að valda óviðunandi ógn við okkur og við verðum að svara henni,“ sagði Tillerson í dag, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Norður-Kóreumenn hafa haldið tilraunum sínum með langdrægar eldflaugar áfram þrátt fyrir fordæmingu alþjóðasamfélagsins. Þeir segjast nú geta hæft stóran hluta Bandaríkjanna með flugskeyti.

Segir Trump hafa rætt möguleikann á stríði

Donald Trump forseti hefur gagnrýnt Kínverja harðlega fyrir að hafa ekki hemil á stjórnvöldum í Norður-Kóreu. Tillerson sagði hins vegar að aðeins Norður-Kóreumenn sjálfir bæru ábyrgð á framferði sínu.

Sagðist hann þó telja að Kínverjar væru í einstakri aðstöðu til að hafa áhrif á norður-kóreska valdhafa vegna náins sambands ríkjanna og viðskipta.

Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður repúblikana, sagði í dag að Trump forseti hefði sagt sér að hann væri tilbúinn að fara í stríð við Norður-Kóreu haldi landið áfram eldflaugatilraunum sínum.

„Hann hefur sagt mér það. Ég trúi honum,“ sagði Graham við NBC-sjónvarpsstöðina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×