Innlent

Saksóknari tekur við manndrápsmálinu í Mosfellsdal

Sveinn Gestur Tryggvason leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði.
Sveinn Gestur Tryggvason leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði. Vísir
Rannsókn á manndrápsmálinu í Mosfellsdal er lokið og hefur það verið sent héraðssaksóknara. Ríkisútvarpið hefur þetta eftir Grími Grímssyni, yfirlögregluþjóni, nú í kvöld.

Héraðssaksóknari hefur nú fjórar vikur til þess að gefa út ákæru vegna málsins.

Upphaflega voru sex manns handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhalds vegna dauða Arnars Jónssonar Aspar. Hópur manna veittist að honum fyrir utan heimili hans í Mosfellsdal í byrjun júní.

Einn maður, Sveinn Gestur Tryggvason, situr enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins en hann er grunaður um að hafa beitt Arna ofbeldi sem dró hann til dauða.


Tengdar fréttir

Rannsókn lögreglu á manndrápi í Mosfellsdal lokið

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Sveini Gesti Tryggvasyni sem grunaður er um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana við heimili hans í Mosfellsdal í júní síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×