Manndráp í Mosfellsdal: Talinn hafa þrýst líkamanum á brjósthol mannsins og tekið hann hálstaki Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. júlí 2017 11:45 Sveinn Gestur Tryggvason leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði. vísir Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Sveinn Gestur Tryggvason skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 18. ágúst næstkomandi en hann er grunaður um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana þann 7. júní síðastliðinn við heimili hans að Æsustöðum í Mosfellsdal. Í úrskurði héraðsdóms, sem birtur hefur verið á vefsíðu Hæstaréttar, segir að samkvæmt fyrirliggjandi krufningu verði andlát Arnars rakið til nokkurra samverkandi þátta „en þvinguð frambeygð staða sem brotaþola hafi verið haldið í, með hendur fyrir aftan bak, meðan kærði hafi þrýst með líkama sínum á brjósthol brotaþola og hálstakið sem kærði hafi haldið brotaþola í, samkvæmt framburði vitna, sé talið hafa leitt til mikillar minnkunar á öndunargetu sem að lokum hafi leitt til köfnunar brotaþola.“ Sveinn Gestur neitar sök í málinu. Auk hans eru fimm aðrir grunaðir um aðild að því; fjórir þeirra sátu í gæsluvarðhaldi í viku og einn sat í gæsluvarðhaldi í tæpar fjórar vikur.Upptökur af Snapchat og símtöl í neyðarlínuna á meðal gagna málsins Að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms lýsir Sveinn Gestur því að hann hafi komið að heimili Arnars til að sækja þangað garðverkfæri í sinni eigu. „Brotaþoli hafi hins vegar að ástæðulausu ráðist að sér, og þeim sem hafi komu með sér, vopnaður kústskafti og hafi skemmt bifreiðar. Fólkið hafi því keyrt í burtu frá brotaþola og lagt skammt frá honum, þangað sem brotaþoli hafi síðan komið hlaupandi í átt til þeirra með járnrör á lofti sem kærði og Y hafi séð sig knúna til að stöðva brotaþola með. Í framhaldi hafi brotaþola verið haldið í tökum þar til ljóst hafi verið að hann hefði misst meðvitund en þá hafi kærði hafið endurlífgun á brotaþola þar til lögreglan hafi komið á vettvang,“ segir í úrskurðinum. Á meðal gagna málsins eru nokkur símtöl í neyðalínuna þar sem tilkynnt er um átök og ástand brotaþola. „Sé kærði meðal þeirra sem hringi í neyðarlínuna og óski eftir sjúkrabifreið að [...] vegna manns sem hafi verið keyrt á. Eftir samtalið við starfsmann neyðarlínuna megi heyra hvar kærði leggi síðan símann frá sér og byrji að hreyta ókvæðisorðum í brotaþola. Þá liggi fyrir snapchat upptökur úr síma kærða þar sem sjá megi brotaþola liggja hreyfingarlausan, blóðugan og bláan í framan. Heyra megi á upptökunum að kærði og Y tali á niðrandi hátt til brotaþola og heyra megi Y segja að svona fari fyrir þeim sem ráðist að sér.“ Dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði Svein Gest Tryggvason í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna en hann er grunaður um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana við heimili hans í Mosfellsdal í júní. 21. júlí 2017 14:24 Jón Trausti laus úr gæsluvarðhaldi Hæstiréttur féllst ekki á áframhaldandi gæslu. 27. júní 2017 16:05 Rannsókn lögreglu á manndrápi í Mosfellsdal lokið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Sveini Gesti Tryggvasyni sem grunaður er um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana við heimili hans í Mosfellsdal í júní síðastliðnum. 19. júlí 2017 12:36 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Sveinn Gestur Tryggvason skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 18. ágúst næstkomandi en hann er grunaður um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana þann 7. júní síðastliðinn við heimili hans að Æsustöðum í Mosfellsdal. Í úrskurði héraðsdóms, sem birtur hefur verið á vefsíðu Hæstaréttar, segir að samkvæmt fyrirliggjandi krufningu verði andlát Arnars rakið til nokkurra samverkandi þátta „en þvinguð frambeygð staða sem brotaþola hafi verið haldið í, með hendur fyrir aftan bak, meðan kærði hafi þrýst með líkama sínum á brjósthol brotaþola og hálstakið sem kærði hafi haldið brotaþola í, samkvæmt framburði vitna, sé talið hafa leitt til mikillar minnkunar á öndunargetu sem að lokum hafi leitt til köfnunar brotaþola.“ Sveinn Gestur neitar sök í málinu. Auk hans eru fimm aðrir grunaðir um aðild að því; fjórir þeirra sátu í gæsluvarðhaldi í viku og einn sat í gæsluvarðhaldi í tæpar fjórar vikur.Upptökur af Snapchat og símtöl í neyðarlínuna á meðal gagna málsins Að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms lýsir Sveinn Gestur því að hann hafi komið að heimili Arnars til að sækja þangað garðverkfæri í sinni eigu. „Brotaþoli hafi hins vegar að ástæðulausu ráðist að sér, og þeim sem hafi komu með sér, vopnaður kústskafti og hafi skemmt bifreiðar. Fólkið hafi því keyrt í burtu frá brotaþola og lagt skammt frá honum, þangað sem brotaþoli hafi síðan komið hlaupandi í átt til þeirra með járnrör á lofti sem kærði og Y hafi séð sig knúna til að stöðva brotaþola með. Í framhaldi hafi brotaþola verið haldið í tökum þar til ljóst hafi verið að hann hefði misst meðvitund en þá hafi kærði hafið endurlífgun á brotaþola þar til lögreglan hafi komið á vettvang,“ segir í úrskurðinum. Á meðal gagna málsins eru nokkur símtöl í neyðalínuna þar sem tilkynnt er um átök og ástand brotaþola. „Sé kærði meðal þeirra sem hringi í neyðarlínuna og óski eftir sjúkrabifreið að [...] vegna manns sem hafi verið keyrt á. Eftir samtalið við starfsmann neyðarlínuna megi heyra hvar kærði leggi síðan símann frá sér og byrji að hreyta ókvæðisorðum í brotaþola. Þá liggi fyrir snapchat upptökur úr síma kærða þar sem sjá megi brotaþola liggja hreyfingarlausan, blóðugan og bláan í framan. Heyra megi á upptökunum að kærði og Y tali á niðrandi hátt til brotaþola og heyra megi Y segja að svona fari fyrir þeim sem ráðist að sér.“ Dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði Svein Gest Tryggvason í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna en hann er grunaður um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana við heimili hans í Mosfellsdal í júní. 21. júlí 2017 14:24 Jón Trausti laus úr gæsluvarðhaldi Hæstiréttur féllst ekki á áframhaldandi gæslu. 27. júní 2017 16:05 Rannsókn lögreglu á manndrápi í Mosfellsdal lokið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Sveini Gesti Tryggvasyni sem grunaður er um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana við heimili hans í Mosfellsdal í júní síðastliðnum. 19. júlí 2017 12:36 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Manndráp í Mosfellsdal: Úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði Svein Gest Tryggvason í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna en hann er grunaður um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana við heimili hans í Mosfellsdal í júní. 21. júlí 2017 14:24
Jón Trausti laus úr gæsluvarðhaldi Hæstiréttur féllst ekki á áframhaldandi gæslu. 27. júní 2017 16:05
Rannsókn lögreglu á manndrápi í Mosfellsdal lokið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Sveini Gesti Tryggvasyni sem grunaður er um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana við heimili hans í Mosfellsdal í júní síðastliðnum. 19. júlí 2017 12:36