Neymar fær 5,5 milljarða í árslaun hjá PSG Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2017 08:30 Neymar þarf ekki að svekkja sig mikið yfir laununum hjá PSG. Vísir Það verður svo sannarlega kostnaðarsamt fyrir franska félagið Paris Saint-Germain að fá til sín Brasilíumanninn Neymar frá Barcelona. Paris Saint-Germain þurfti að borga Barcelona 222 milljónir evra fyrir leikmanninn sem er meira en tvöföldun á metinu yfir dýrasta knattspyrnumann heims. 222 milljónir evra eru 27,5 milljarðar íslenskra króna. Þar með er þetta ekki upptalið því þá á Parísar-liðið eftir að borga leikmanninum sjálfum ofurlaun og ofurbónusa. Sky Sports hefur heimildir fyrir því að Neymar muni kosti franska félagið um 500 milljón evrur eða rétt tæplega 62 milljarða íslenskra króna. Neymar ákvað það í byrjun júlí að yfirgefa Barcelona samkvæmt frétt Sky Sport en hann ræddi þá við fulltrúa franska liðsins á meðan hann var í fríi rétt hjá Rio de Janeiro. Á fundinum voru Neymar, faðir hans og umboðsmaður hans Pini Zahavi. Neymar mun gera fimm ára samning við Paris Saint-Germain og þar verður hann með 30 milljónir evra í árslaun eftir skatta eða 3,7 milljarða íslenskra króna. Þetta þýðir að Brasilíumaðurinn fær tíu milljónir á dag alla 365 daga ársins. Hann er því með miklu meira en milljón á tímann ef við miðum við átta daga vinnudag og fimm daga vinnuviku. Vinnuskylda hans er þó minna en það en pressan á honum verður gríðarleg. Peningarnir er vissulega stór ástæða þess að Neymar er að fara til PSG en það spilar líka stóra rullu að hann vill verða stærsta stjarnan í sínu liði og sleppa undan skugga Lionel Messi. Neymar vill vinna Gullboltann og verða besti knattspyrnumaður heims en það er erfitt að skara framúr í sínu liði þegar þú spilar við hlið Messi sem er þegar orðið besti leikmaðurinn í sögu Barcelona. Neymar kemur í síðasta lagi á föstudaginn til Parísar þar sem hann mun ganga frá samningnum en franska deildin hefst um helgina. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Sjá meira
Það verður svo sannarlega kostnaðarsamt fyrir franska félagið Paris Saint-Germain að fá til sín Brasilíumanninn Neymar frá Barcelona. Paris Saint-Germain þurfti að borga Barcelona 222 milljónir evra fyrir leikmanninn sem er meira en tvöföldun á metinu yfir dýrasta knattspyrnumann heims. 222 milljónir evra eru 27,5 milljarðar íslenskra króna. Þar með er þetta ekki upptalið því þá á Parísar-liðið eftir að borga leikmanninum sjálfum ofurlaun og ofurbónusa. Sky Sports hefur heimildir fyrir því að Neymar muni kosti franska félagið um 500 milljón evrur eða rétt tæplega 62 milljarða íslenskra króna. Neymar ákvað það í byrjun júlí að yfirgefa Barcelona samkvæmt frétt Sky Sport en hann ræddi þá við fulltrúa franska liðsins á meðan hann var í fríi rétt hjá Rio de Janeiro. Á fundinum voru Neymar, faðir hans og umboðsmaður hans Pini Zahavi. Neymar mun gera fimm ára samning við Paris Saint-Germain og þar verður hann með 30 milljónir evra í árslaun eftir skatta eða 3,7 milljarða íslenskra króna. Þetta þýðir að Brasilíumaðurinn fær tíu milljónir á dag alla 365 daga ársins. Hann er því með miklu meira en milljón á tímann ef við miðum við átta daga vinnudag og fimm daga vinnuviku. Vinnuskylda hans er þó minna en það en pressan á honum verður gríðarleg. Peningarnir er vissulega stór ástæða þess að Neymar er að fara til PSG en það spilar líka stóra rullu að hann vill verða stærsta stjarnan í sínu liði og sleppa undan skugga Lionel Messi. Neymar vill vinna Gullboltann og verða besti knattspyrnumaður heims en það er erfitt að skara framúr í sínu liði þegar þú spilar við hlið Messi sem er þegar orðið besti leikmaðurinn í sögu Barcelona. Neymar kemur í síðasta lagi á föstudaginn til Parísar þar sem hann mun ganga frá samningnum en franska deildin hefst um helgina.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Sjá meira