PSG staðfestir kaupin á Neymar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. ágúst 2017 20:27 Neymar er kominn til PSG. Vísir/Getty Brasilíumaðurinn Neymar er formlega orðinn langdýrasti knattspyrnumaður allra tíma en PSG hefur staðfest að hann sé orðinn leikmaður félagsins. Franska liðið greiddi 222 milljónir evra, 27,4 milljarða króna, fyrir kappann. Paul Pogba var áður dýrasti leikmaður heims en Manchester United keypti hann frá Juventus fyrir ári síðan á 105 milljónir evra. Fram kemur í frétt BBC að Neymar muni þéna 865 þúsund evrur í vikulaun, jafnvirði 106 milljóna króna, fyrir skatt. Hann gerir fimm ára samning við PSG en þegar allar tölur hafa verið lagðar saman mun samningurinn vera 450 milljóna evra virði - 55,5 milljarða króna. Neymar sagðist ánægður með að vera að ganga til liðs við „eitt metnaðarfyllsta félag Evrópu.“ „Ég er reiðubúinn að takast á við þessa áskorun. Frá og með deginum í dag mun ég gera allt sem í mínu valdi stendur til að hjálpa mínum liðsfélögum.“ PSG hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 12.30 á morgun og Neymar verður kynntur fyrir stuðningsmönnum á laugardag, er PSG mætir Amiens í fyrstu umferð frönsku úrvalsdeildarinnar. Kaupin hafa ekki gengið vandræðalaust fyrir sig, eins og fjallað var um í dag, en félagaskiptin hafa nú gengið í gegn og Neymar kominn til Frakklands. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Mourinho: Neymar er ekki dýr José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að Brasilíumaðurinn Neymar sé ekki dýr. 3. ágúst 2017 11:30 Líkir félagaskiptum Neymars við það þegar Figo fór til Real Madrid Joan Gaspart, fyrrverandi forseti Barcelona, segir að yfirvofandi félagaskipti Neymars til Paris Saint-Germain megi líkja við það þegar Luís Figo fór frá Barcelona til Real Madrid fyrir metfé árið 2000. 3. ágúst 2017 22:30 Spænska deildin stoppar söluna á Neymar Paris Saint Germain taldi sig vera búið að landa Brasilíumanninum Neymar en nú er komið babb í bátinn. 3. ágúst 2017 11:00 Búið að borga fyrir Neymar Barcelona hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að búið sé að borga riftunarverð í samningi Neymars sem hljóðar upp á litlar 200 milljónir punda. 3. ágúst 2017 17:29 Neymar fær 5,5 milljarða í árslaun hjá PSG Það verður svo sannarlega kostnaðarsamt fyrir franska félagið Paris Saint-Germain að fá til sín Brasilíumanninn Neymar frá Barcelona. 3. ágúst 2017 08:30 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Sjá meira
Brasilíumaðurinn Neymar er formlega orðinn langdýrasti knattspyrnumaður allra tíma en PSG hefur staðfest að hann sé orðinn leikmaður félagsins. Franska liðið greiddi 222 milljónir evra, 27,4 milljarða króna, fyrir kappann. Paul Pogba var áður dýrasti leikmaður heims en Manchester United keypti hann frá Juventus fyrir ári síðan á 105 milljónir evra. Fram kemur í frétt BBC að Neymar muni þéna 865 þúsund evrur í vikulaun, jafnvirði 106 milljóna króna, fyrir skatt. Hann gerir fimm ára samning við PSG en þegar allar tölur hafa verið lagðar saman mun samningurinn vera 450 milljóna evra virði - 55,5 milljarða króna. Neymar sagðist ánægður með að vera að ganga til liðs við „eitt metnaðarfyllsta félag Evrópu.“ „Ég er reiðubúinn að takast á við þessa áskorun. Frá og með deginum í dag mun ég gera allt sem í mínu valdi stendur til að hjálpa mínum liðsfélögum.“ PSG hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 12.30 á morgun og Neymar verður kynntur fyrir stuðningsmönnum á laugardag, er PSG mætir Amiens í fyrstu umferð frönsku úrvalsdeildarinnar. Kaupin hafa ekki gengið vandræðalaust fyrir sig, eins og fjallað var um í dag, en félagaskiptin hafa nú gengið í gegn og Neymar kominn til Frakklands.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Mourinho: Neymar er ekki dýr José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að Brasilíumaðurinn Neymar sé ekki dýr. 3. ágúst 2017 11:30 Líkir félagaskiptum Neymars við það þegar Figo fór til Real Madrid Joan Gaspart, fyrrverandi forseti Barcelona, segir að yfirvofandi félagaskipti Neymars til Paris Saint-Germain megi líkja við það þegar Luís Figo fór frá Barcelona til Real Madrid fyrir metfé árið 2000. 3. ágúst 2017 22:30 Spænska deildin stoppar söluna á Neymar Paris Saint Germain taldi sig vera búið að landa Brasilíumanninum Neymar en nú er komið babb í bátinn. 3. ágúst 2017 11:00 Búið að borga fyrir Neymar Barcelona hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að búið sé að borga riftunarverð í samningi Neymars sem hljóðar upp á litlar 200 milljónir punda. 3. ágúst 2017 17:29 Neymar fær 5,5 milljarða í árslaun hjá PSG Það verður svo sannarlega kostnaðarsamt fyrir franska félagið Paris Saint-Germain að fá til sín Brasilíumanninn Neymar frá Barcelona. 3. ágúst 2017 08:30 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Sjá meira
Mourinho: Neymar er ekki dýr José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að Brasilíumaðurinn Neymar sé ekki dýr. 3. ágúst 2017 11:30
Líkir félagaskiptum Neymars við það þegar Figo fór til Real Madrid Joan Gaspart, fyrrverandi forseti Barcelona, segir að yfirvofandi félagaskipti Neymars til Paris Saint-Germain megi líkja við það þegar Luís Figo fór frá Barcelona til Real Madrid fyrir metfé árið 2000. 3. ágúst 2017 22:30
Spænska deildin stoppar söluna á Neymar Paris Saint Germain taldi sig vera búið að landa Brasilíumanninum Neymar en nú er komið babb í bátinn. 3. ágúst 2017 11:00
Búið að borga fyrir Neymar Barcelona hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að búið sé að borga riftunarverð í samningi Neymars sem hljóðar upp á litlar 200 milljónir punda. 3. ágúst 2017 17:29
Neymar fær 5,5 milljarða í árslaun hjá PSG Það verður svo sannarlega kostnaðarsamt fyrir franska félagið Paris Saint-Germain að fá til sín Brasilíumanninn Neymar frá Barcelona. 3. ágúst 2017 08:30