Kaffitár krefst frekari gagna og kæra enn á ný Kristinn Ingi Jónsson skrifar 4. ágúst 2017 06:00 Sjö dómar eða úrskurðir hafa fallið í málarekstri Kaffitárs gegn Isavia, en fyrirtækið neitaði Kaffitári um veitingarými í Leifsstöð 2014. vísir/arnþór Stjórnendur Kaffitárs hafa aftur kært Isavia til úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna synjunar ríkisfyrirtækisins á að afhenda gögn um forval fyrirtækisins vegna útleigu á veitingarými í Leifsstöð sem lauk í september 2014. Kaffitár óskar meðal annars eftir því að fá aðgang að upplýsingum sem Isavia hafði sérstaklega strikað yfir. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í júní í fyrra að afhenda bæri gögn vegna forvalsins sem Kaffitár hafði þá óskað eftir. Stjórnendur Kaffitárs höfðu áður krafist rökstuðnings Isavia fyrir þeirri ákvörðun að neita kaffifyrirtækinu um veitingarými í Leifsstöð. Alls féllu sjö úrskurðir og dómar í málinu og varaði Samkeppniseftirlitið meðal annars við því að afhending gagnanna gæti brotið í bága við samkeppnislög. Aðalheiður Héðinsdóttir, stjórnarformaður Kaffitárs, segir að Isavia hafi í byrjun ársins afhent þeim einhver gögn sem óskað hafði verið eftir, en hins vegar hafi ríkisfyrirtækið strikað með svörtum tússpenna yfir þær upplýsingar sem fyrirtækinu fannst að Kaffitár ætti ekki að fá aðgang að. „Þau rök sem Isavia færði fyrir því að neita að afhenda okkur gögnin eru sömu rök og þau settu fram í dómsmálinu í fyrra sem endaði með fullnaðarsigri Kaffitárs og aðför sýslumanns. Nú beita þeir sömu rökum fyrir því að neita okkur um aðgang að þessum viðbótargögnum. Við höfum því lagt fram kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem fjallar nú um málið,“ segir hún.Aðalheiður Héðinsdóttir, stjórnarformaður KaffitársÚrskurðarnefndin fjallar auk þess um hvort Isavia sé skylt að afhenda Kaffitári samskipti á milli Isavia og annarra umsækjenda í forvalinu. Guðni Sigurðsson, talsmaður Isavia, segir fyrirtækið hafa tekið saman öll gögn um málið, þar á meðal vinnugögn sem séu undanþegin upplýsingarétti, og afhent Kaffitári. Í samráði við aðra umsækjendur í forvalinu hafi hins vegar verið strikað yfir viðkvæmar viðskiptaupplýsingar um einstök fyrirtæki. „Frá okkar bæjardyrum séð hafa öll gögn verið afhent í málinu, nema að strikað var yfir viðkvæmar viðskiptaupplýsingar, þar sem okkur er óheimilt að dreifa upplýsingum á milli fyrirtækja sem eru í samkeppni,“ segir hann. Aðalheiður segir ekki tímabært eins og sakir standa að tjá sig um hvort skaðabótamál verði höfðað á hendur Isavia. Von sé á yfirlýsingu um það á næstu vikum. Eitt fyrirtæki, Drífa, sem selur meðal annars fatnað undir merkinu Icewear, hefur höfðað skaðabótamál á hendur Isavia vegna umrædds forvals. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kaffitár búið að fá tölvupósta og fleiri gögn frá Isavia Stjórnendur Kaffitárs eru enn að kalla eftir gögnum frá Isavia um forval ríkisfyrirtækisins vegna útleigu á veitingarými í Leifsstöð sem lauk í september 2014. Isavia afhenti fyrirtækinu í janúar tölvupóstssamskipti, fundargerðir, samninga og önnur gögn sem tengjast samkeppninni um pláss í flugstöðinni og telja stjórnendur Isavia að búið að sé að afhenda öll gögn málsins. Kaffitár hefur þrátt fyrir það óskað eftir enn frekari gögnum. 2. mars 2017 13:42 Íhuga skaðabótamál gegn Isavia Að minnsta kosti þrjú fyrirtæki hafa til skoðunar að höfða skaðabótamál gegn Isavia vegna forvals um verslunarpláss í Leifsstöð sem fram fór árið 2014. 18. júlí 2016 19:35 „Núna þegar maður er búinn að sjá gögnin veit maður af hverju maður mátti ekki sjá þau“ Aðalheiður Héðinsdottir og Guðni Sigurðsson ræddu gagnadeilu Kaffitárs og Isavia. 20. júlí 2016 11:47 Isavia afhenti Kaffitári gögnin í morgun Kaffitár hafði farið fram að fá gögnin afhent með beinni aðfarargerð en áður en til þess kom boðsendi Isavia gögnin. 15. júlí 2016 11:16 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Stjórnendur Kaffitárs hafa aftur kært Isavia til úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna synjunar ríkisfyrirtækisins á að afhenda gögn um forval fyrirtækisins vegna útleigu á veitingarými í Leifsstöð sem lauk í september 2014. Kaffitár óskar meðal annars eftir því að fá aðgang að upplýsingum sem Isavia hafði sérstaklega strikað yfir. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í júní í fyrra að afhenda bæri gögn vegna forvalsins sem Kaffitár hafði þá óskað eftir. Stjórnendur Kaffitárs höfðu áður krafist rökstuðnings Isavia fyrir þeirri ákvörðun að neita kaffifyrirtækinu um veitingarými í Leifsstöð. Alls féllu sjö úrskurðir og dómar í málinu og varaði Samkeppniseftirlitið meðal annars við því að afhending gagnanna gæti brotið í bága við samkeppnislög. Aðalheiður Héðinsdóttir, stjórnarformaður Kaffitárs, segir að Isavia hafi í byrjun ársins afhent þeim einhver gögn sem óskað hafði verið eftir, en hins vegar hafi ríkisfyrirtækið strikað með svörtum tússpenna yfir þær upplýsingar sem fyrirtækinu fannst að Kaffitár ætti ekki að fá aðgang að. „Þau rök sem Isavia færði fyrir því að neita að afhenda okkur gögnin eru sömu rök og þau settu fram í dómsmálinu í fyrra sem endaði með fullnaðarsigri Kaffitárs og aðför sýslumanns. Nú beita þeir sömu rökum fyrir því að neita okkur um aðgang að þessum viðbótargögnum. Við höfum því lagt fram kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem fjallar nú um málið,“ segir hún.Aðalheiður Héðinsdóttir, stjórnarformaður KaffitársÚrskurðarnefndin fjallar auk þess um hvort Isavia sé skylt að afhenda Kaffitári samskipti á milli Isavia og annarra umsækjenda í forvalinu. Guðni Sigurðsson, talsmaður Isavia, segir fyrirtækið hafa tekið saman öll gögn um málið, þar á meðal vinnugögn sem séu undanþegin upplýsingarétti, og afhent Kaffitári. Í samráði við aðra umsækjendur í forvalinu hafi hins vegar verið strikað yfir viðkvæmar viðskiptaupplýsingar um einstök fyrirtæki. „Frá okkar bæjardyrum séð hafa öll gögn verið afhent í málinu, nema að strikað var yfir viðkvæmar viðskiptaupplýsingar, þar sem okkur er óheimilt að dreifa upplýsingum á milli fyrirtækja sem eru í samkeppni,“ segir hann. Aðalheiður segir ekki tímabært eins og sakir standa að tjá sig um hvort skaðabótamál verði höfðað á hendur Isavia. Von sé á yfirlýsingu um það á næstu vikum. Eitt fyrirtæki, Drífa, sem selur meðal annars fatnað undir merkinu Icewear, hefur höfðað skaðabótamál á hendur Isavia vegna umrædds forvals.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kaffitár búið að fá tölvupósta og fleiri gögn frá Isavia Stjórnendur Kaffitárs eru enn að kalla eftir gögnum frá Isavia um forval ríkisfyrirtækisins vegna útleigu á veitingarými í Leifsstöð sem lauk í september 2014. Isavia afhenti fyrirtækinu í janúar tölvupóstssamskipti, fundargerðir, samninga og önnur gögn sem tengjast samkeppninni um pláss í flugstöðinni og telja stjórnendur Isavia að búið að sé að afhenda öll gögn málsins. Kaffitár hefur þrátt fyrir það óskað eftir enn frekari gögnum. 2. mars 2017 13:42 Íhuga skaðabótamál gegn Isavia Að minnsta kosti þrjú fyrirtæki hafa til skoðunar að höfða skaðabótamál gegn Isavia vegna forvals um verslunarpláss í Leifsstöð sem fram fór árið 2014. 18. júlí 2016 19:35 „Núna þegar maður er búinn að sjá gögnin veit maður af hverju maður mátti ekki sjá þau“ Aðalheiður Héðinsdottir og Guðni Sigurðsson ræddu gagnadeilu Kaffitárs og Isavia. 20. júlí 2016 11:47 Isavia afhenti Kaffitári gögnin í morgun Kaffitár hafði farið fram að fá gögnin afhent með beinni aðfarargerð en áður en til þess kom boðsendi Isavia gögnin. 15. júlí 2016 11:16 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Kaffitár búið að fá tölvupósta og fleiri gögn frá Isavia Stjórnendur Kaffitárs eru enn að kalla eftir gögnum frá Isavia um forval ríkisfyrirtækisins vegna útleigu á veitingarými í Leifsstöð sem lauk í september 2014. Isavia afhenti fyrirtækinu í janúar tölvupóstssamskipti, fundargerðir, samninga og önnur gögn sem tengjast samkeppninni um pláss í flugstöðinni og telja stjórnendur Isavia að búið að sé að afhenda öll gögn málsins. Kaffitár hefur þrátt fyrir það óskað eftir enn frekari gögnum. 2. mars 2017 13:42
Íhuga skaðabótamál gegn Isavia Að minnsta kosti þrjú fyrirtæki hafa til skoðunar að höfða skaðabótamál gegn Isavia vegna forvals um verslunarpláss í Leifsstöð sem fram fór árið 2014. 18. júlí 2016 19:35
„Núna þegar maður er búinn að sjá gögnin veit maður af hverju maður mátti ekki sjá þau“ Aðalheiður Héðinsdottir og Guðni Sigurðsson ræddu gagnadeilu Kaffitárs og Isavia. 20. júlí 2016 11:47
Isavia afhenti Kaffitári gögnin í morgun Kaffitár hafði farið fram að fá gögnin afhent með beinni aðfarargerð en áður en til þess kom boðsendi Isavia gögnin. 15. júlí 2016 11:16