Kaffitár krefst frekari gagna og kæra enn á ný Kristinn Ingi Jónsson skrifar 4. ágúst 2017 06:00 Sjö dómar eða úrskurðir hafa fallið í málarekstri Kaffitárs gegn Isavia, en fyrirtækið neitaði Kaffitári um veitingarými í Leifsstöð 2014. vísir/arnþór Stjórnendur Kaffitárs hafa aftur kært Isavia til úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna synjunar ríkisfyrirtækisins á að afhenda gögn um forval fyrirtækisins vegna útleigu á veitingarými í Leifsstöð sem lauk í september 2014. Kaffitár óskar meðal annars eftir því að fá aðgang að upplýsingum sem Isavia hafði sérstaklega strikað yfir. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í júní í fyrra að afhenda bæri gögn vegna forvalsins sem Kaffitár hafði þá óskað eftir. Stjórnendur Kaffitárs höfðu áður krafist rökstuðnings Isavia fyrir þeirri ákvörðun að neita kaffifyrirtækinu um veitingarými í Leifsstöð. Alls féllu sjö úrskurðir og dómar í málinu og varaði Samkeppniseftirlitið meðal annars við því að afhending gagnanna gæti brotið í bága við samkeppnislög. Aðalheiður Héðinsdóttir, stjórnarformaður Kaffitárs, segir að Isavia hafi í byrjun ársins afhent þeim einhver gögn sem óskað hafði verið eftir, en hins vegar hafi ríkisfyrirtækið strikað með svörtum tússpenna yfir þær upplýsingar sem fyrirtækinu fannst að Kaffitár ætti ekki að fá aðgang að. „Þau rök sem Isavia færði fyrir því að neita að afhenda okkur gögnin eru sömu rök og þau settu fram í dómsmálinu í fyrra sem endaði með fullnaðarsigri Kaffitárs og aðför sýslumanns. Nú beita þeir sömu rökum fyrir því að neita okkur um aðgang að þessum viðbótargögnum. Við höfum því lagt fram kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem fjallar nú um málið,“ segir hún.Aðalheiður Héðinsdóttir, stjórnarformaður KaffitársÚrskurðarnefndin fjallar auk þess um hvort Isavia sé skylt að afhenda Kaffitári samskipti á milli Isavia og annarra umsækjenda í forvalinu. Guðni Sigurðsson, talsmaður Isavia, segir fyrirtækið hafa tekið saman öll gögn um málið, þar á meðal vinnugögn sem séu undanþegin upplýsingarétti, og afhent Kaffitári. Í samráði við aðra umsækjendur í forvalinu hafi hins vegar verið strikað yfir viðkvæmar viðskiptaupplýsingar um einstök fyrirtæki. „Frá okkar bæjardyrum séð hafa öll gögn verið afhent í málinu, nema að strikað var yfir viðkvæmar viðskiptaupplýsingar, þar sem okkur er óheimilt að dreifa upplýsingum á milli fyrirtækja sem eru í samkeppni,“ segir hann. Aðalheiður segir ekki tímabært eins og sakir standa að tjá sig um hvort skaðabótamál verði höfðað á hendur Isavia. Von sé á yfirlýsingu um það á næstu vikum. Eitt fyrirtæki, Drífa, sem selur meðal annars fatnað undir merkinu Icewear, hefur höfðað skaðabótamál á hendur Isavia vegna umrædds forvals. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kaffitár búið að fá tölvupósta og fleiri gögn frá Isavia Stjórnendur Kaffitárs eru enn að kalla eftir gögnum frá Isavia um forval ríkisfyrirtækisins vegna útleigu á veitingarými í Leifsstöð sem lauk í september 2014. Isavia afhenti fyrirtækinu í janúar tölvupóstssamskipti, fundargerðir, samninga og önnur gögn sem tengjast samkeppninni um pláss í flugstöðinni og telja stjórnendur Isavia að búið að sé að afhenda öll gögn málsins. Kaffitár hefur þrátt fyrir það óskað eftir enn frekari gögnum. 2. mars 2017 13:42 Íhuga skaðabótamál gegn Isavia Að minnsta kosti þrjú fyrirtæki hafa til skoðunar að höfða skaðabótamál gegn Isavia vegna forvals um verslunarpláss í Leifsstöð sem fram fór árið 2014. 18. júlí 2016 19:35 „Núna þegar maður er búinn að sjá gögnin veit maður af hverju maður mátti ekki sjá þau“ Aðalheiður Héðinsdottir og Guðni Sigurðsson ræddu gagnadeilu Kaffitárs og Isavia. 20. júlí 2016 11:47 Isavia afhenti Kaffitári gögnin í morgun Kaffitár hafði farið fram að fá gögnin afhent með beinni aðfarargerð en áður en til þess kom boðsendi Isavia gögnin. 15. júlí 2016 11:16 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Sjá meira
Stjórnendur Kaffitárs hafa aftur kært Isavia til úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna synjunar ríkisfyrirtækisins á að afhenda gögn um forval fyrirtækisins vegna útleigu á veitingarými í Leifsstöð sem lauk í september 2014. Kaffitár óskar meðal annars eftir því að fá aðgang að upplýsingum sem Isavia hafði sérstaklega strikað yfir. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í júní í fyrra að afhenda bæri gögn vegna forvalsins sem Kaffitár hafði þá óskað eftir. Stjórnendur Kaffitárs höfðu áður krafist rökstuðnings Isavia fyrir þeirri ákvörðun að neita kaffifyrirtækinu um veitingarými í Leifsstöð. Alls féllu sjö úrskurðir og dómar í málinu og varaði Samkeppniseftirlitið meðal annars við því að afhending gagnanna gæti brotið í bága við samkeppnislög. Aðalheiður Héðinsdóttir, stjórnarformaður Kaffitárs, segir að Isavia hafi í byrjun ársins afhent þeim einhver gögn sem óskað hafði verið eftir, en hins vegar hafi ríkisfyrirtækið strikað með svörtum tússpenna yfir þær upplýsingar sem fyrirtækinu fannst að Kaffitár ætti ekki að fá aðgang að. „Þau rök sem Isavia færði fyrir því að neita að afhenda okkur gögnin eru sömu rök og þau settu fram í dómsmálinu í fyrra sem endaði með fullnaðarsigri Kaffitárs og aðför sýslumanns. Nú beita þeir sömu rökum fyrir því að neita okkur um aðgang að þessum viðbótargögnum. Við höfum því lagt fram kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem fjallar nú um málið,“ segir hún.Aðalheiður Héðinsdóttir, stjórnarformaður KaffitársÚrskurðarnefndin fjallar auk þess um hvort Isavia sé skylt að afhenda Kaffitári samskipti á milli Isavia og annarra umsækjenda í forvalinu. Guðni Sigurðsson, talsmaður Isavia, segir fyrirtækið hafa tekið saman öll gögn um málið, þar á meðal vinnugögn sem séu undanþegin upplýsingarétti, og afhent Kaffitári. Í samráði við aðra umsækjendur í forvalinu hafi hins vegar verið strikað yfir viðkvæmar viðskiptaupplýsingar um einstök fyrirtæki. „Frá okkar bæjardyrum séð hafa öll gögn verið afhent í málinu, nema að strikað var yfir viðkvæmar viðskiptaupplýsingar, þar sem okkur er óheimilt að dreifa upplýsingum á milli fyrirtækja sem eru í samkeppni,“ segir hann. Aðalheiður segir ekki tímabært eins og sakir standa að tjá sig um hvort skaðabótamál verði höfðað á hendur Isavia. Von sé á yfirlýsingu um það á næstu vikum. Eitt fyrirtæki, Drífa, sem selur meðal annars fatnað undir merkinu Icewear, hefur höfðað skaðabótamál á hendur Isavia vegna umrædds forvals.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kaffitár búið að fá tölvupósta og fleiri gögn frá Isavia Stjórnendur Kaffitárs eru enn að kalla eftir gögnum frá Isavia um forval ríkisfyrirtækisins vegna útleigu á veitingarými í Leifsstöð sem lauk í september 2014. Isavia afhenti fyrirtækinu í janúar tölvupóstssamskipti, fundargerðir, samninga og önnur gögn sem tengjast samkeppninni um pláss í flugstöðinni og telja stjórnendur Isavia að búið að sé að afhenda öll gögn málsins. Kaffitár hefur þrátt fyrir það óskað eftir enn frekari gögnum. 2. mars 2017 13:42 Íhuga skaðabótamál gegn Isavia Að minnsta kosti þrjú fyrirtæki hafa til skoðunar að höfða skaðabótamál gegn Isavia vegna forvals um verslunarpláss í Leifsstöð sem fram fór árið 2014. 18. júlí 2016 19:35 „Núna þegar maður er búinn að sjá gögnin veit maður af hverju maður mátti ekki sjá þau“ Aðalheiður Héðinsdottir og Guðni Sigurðsson ræddu gagnadeilu Kaffitárs og Isavia. 20. júlí 2016 11:47 Isavia afhenti Kaffitári gögnin í morgun Kaffitár hafði farið fram að fá gögnin afhent með beinni aðfarargerð en áður en til þess kom boðsendi Isavia gögnin. 15. júlí 2016 11:16 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Sjá meira
Kaffitár búið að fá tölvupósta og fleiri gögn frá Isavia Stjórnendur Kaffitárs eru enn að kalla eftir gögnum frá Isavia um forval ríkisfyrirtækisins vegna útleigu á veitingarými í Leifsstöð sem lauk í september 2014. Isavia afhenti fyrirtækinu í janúar tölvupóstssamskipti, fundargerðir, samninga og önnur gögn sem tengjast samkeppninni um pláss í flugstöðinni og telja stjórnendur Isavia að búið að sé að afhenda öll gögn málsins. Kaffitár hefur þrátt fyrir það óskað eftir enn frekari gögnum. 2. mars 2017 13:42
Íhuga skaðabótamál gegn Isavia Að minnsta kosti þrjú fyrirtæki hafa til skoðunar að höfða skaðabótamál gegn Isavia vegna forvals um verslunarpláss í Leifsstöð sem fram fór árið 2014. 18. júlí 2016 19:35
„Núna þegar maður er búinn að sjá gögnin veit maður af hverju maður mátti ekki sjá þau“ Aðalheiður Héðinsdottir og Guðni Sigurðsson ræddu gagnadeilu Kaffitárs og Isavia. 20. júlí 2016 11:47
Isavia afhenti Kaffitári gögnin í morgun Kaffitár hafði farið fram að fá gögnin afhent með beinni aðfarargerð en áður en til þess kom boðsendi Isavia gögnin. 15. júlí 2016 11:16