„Núna þegar maður er búinn að sjá gögnin veit maður af hverju maður mátti ekki sjá þau“ Birgir Olgeirsson skrifar 20. júlí 2016 11:47 „Núna þegar maður er búinn að sjá gögnin veit maður af hverju maður mátti ekki sjá þau,“ sagði Aðalheiður Héðinsdóttir, stofnandi og forstjóri Kaffitárs, í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún og Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, ræddu afhendingu á gögnum sem lágu fyrir í forvali um þau fyrirtæki sem fengu að vera með rekstur í fríhöfn flugstöðvar Leifs Eiríksson. Isavia hafði hafnað afhendingu gagnanna en úrskurðarnefnd upplýsingamála kvað upp þann úrskurð að Isavia yrði að afhenda Kaffitári þessi gögn. Héraðsdómur staðfesti síðan þennan úrskurð og framfylgdi sýslumannsembættið í Keflavík honum. Kaffitár fékk gögnin því nýverið afhent og sagði Aðalheiður ljóst af yfirferð þeirra að stigagjöfin sem Isavia hafði til grundvallar væri illa ígrunduð. „Og þar er ein tala sem er algjörlega út í hött,“ sagði Aðalheiður.Fengu þrjá í einkunn Á hún þar við að Kaffitár fékk þrjá af tíu mögulegum í flokki fjárfestinga, það er að segja hvað fyrirtækið ætlaði að borga mikið fyrir að byggja nýjan veitingastað og viðhalda honum í sjö ár í Leifsstöð. Kaffitár hafði fyrir forvalið rekið tvo veitingastaði í Leifsstöð og finnst Aðalheiði því skrýtið að þessi fjárfestingaráætlun þeirra hafi fengið svo lága einkunn, sé miðað við hversu mikla þekkingu Kaffitár býr yfir varðandi rekstur í flugstöðinni. Guðni Sigurðsson sagði þessa aðferðafræði vera notaða um allan heim og þá sérstaklega í Evrópu og á Norðurlöndunum. Fengnir voru erlendir ráðgjafar og var það þeirra mat að önnur fyrirtæki hefðu verið með raunhæfari fjárhagsáætlanir en Kaffitár, þar á meðal Joe and the Juice sem rekur nú veitingastað í flugstöðinni. Guðni sagði að það væri ljóst að þeir sem náðu ekki inn í forvali væru ósáttir því um væri að ræða stóran bita fyrir þá.Sambærilegt við EM í knattspyrnu Aðalheiður sagði um að ræða veltu upp á hundruð milljóna árlega þegar Kaffitár rak tvo staði í Leifsstöð. „Þetta er með ólíkindum að við vorum með óraunhæfar áætlanir,“ sagði Aðalheiður en Guðni svaraði á móti: „Ég sagði ekki óraunhæfar, aðrar væru betri.“ 71 tóku þátt í þessu forvali en á veitingasviði komust sex aðilar á annað stig. Svo komust aðrir fimm staðir á lokastig. Lýsti Guðni því þannig að fyrirkomulagið væri ekki ósvipað og á Evrópumótinu í knattspyrnu. Fyrst væri undankeppni og svo lokakeppni. Guðni sagði Isavia hafa afhent öll gögn frá þeim sem voru í lokakeppninni en ekki gögn sem varða undankeppnina. (Fyrst stóð að gögnin úr undankeppninni hefðu verið afhent. Það er ekki rétt o hefur verið leiðrétt.) Aðalheiður sagði að Kaffitár ætti rétt á öllum gögnum málsins og því ætti eftir að fá úr því skorið hvort öll gögn væru afhent. Hún sagði að eftir að hún óskaði eftir þessum gögnum kom upp úr krafsinu að Isavia hefði leitast eftir að fá erlend alþjóða fyrirtæki inn í Leifsstöð en ekki hafi verið minnst orði á það í útboðsgögnum. Tengdar fréttir Forstjóri Kaffitárs: Segir Isavia hafa reynt að koma í veg fyrir að afhenda gögn vegna Leifstöðvarmálsins þrátt fyrir úrskurð Héraðsdóms Isavia hafði samband við Samkeppnisstofnun og sögðu að gögnin væru trúnaðargögn. Samkeppnisstofnun sendi erindi til Kaffitárs í kjölfarið. 15. júlí 2016 20:22 Íhuga skaðabótamál gegn Isavia Að minnsta kosti þrjú fyrirtæki hafa til skoðunar að höfða skaðabótamál gegn Isavia vegna forvals um verslunarpláss í Leifsstöð sem fram fór árið 2014. 18. júlí 2016 19:35 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
„Núna þegar maður er búinn að sjá gögnin veit maður af hverju maður mátti ekki sjá þau,“ sagði Aðalheiður Héðinsdóttir, stofnandi og forstjóri Kaffitárs, í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún og Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, ræddu afhendingu á gögnum sem lágu fyrir í forvali um þau fyrirtæki sem fengu að vera með rekstur í fríhöfn flugstöðvar Leifs Eiríksson. Isavia hafði hafnað afhendingu gagnanna en úrskurðarnefnd upplýsingamála kvað upp þann úrskurð að Isavia yrði að afhenda Kaffitári þessi gögn. Héraðsdómur staðfesti síðan þennan úrskurð og framfylgdi sýslumannsembættið í Keflavík honum. Kaffitár fékk gögnin því nýverið afhent og sagði Aðalheiður ljóst af yfirferð þeirra að stigagjöfin sem Isavia hafði til grundvallar væri illa ígrunduð. „Og þar er ein tala sem er algjörlega út í hött,“ sagði Aðalheiður.Fengu þrjá í einkunn Á hún þar við að Kaffitár fékk þrjá af tíu mögulegum í flokki fjárfestinga, það er að segja hvað fyrirtækið ætlaði að borga mikið fyrir að byggja nýjan veitingastað og viðhalda honum í sjö ár í Leifsstöð. Kaffitár hafði fyrir forvalið rekið tvo veitingastaði í Leifsstöð og finnst Aðalheiði því skrýtið að þessi fjárfestingaráætlun þeirra hafi fengið svo lága einkunn, sé miðað við hversu mikla þekkingu Kaffitár býr yfir varðandi rekstur í flugstöðinni. Guðni Sigurðsson sagði þessa aðferðafræði vera notaða um allan heim og þá sérstaklega í Evrópu og á Norðurlöndunum. Fengnir voru erlendir ráðgjafar og var það þeirra mat að önnur fyrirtæki hefðu verið með raunhæfari fjárhagsáætlanir en Kaffitár, þar á meðal Joe and the Juice sem rekur nú veitingastað í flugstöðinni. Guðni sagði að það væri ljóst að þeir sem náðu ekki inn í forvali væru ósáttir því um væri að ræða stóran bita fyrir þá.Sambærilegt við EM í knattspyrnu Aðalheiður sagði um að ræða veltu upp á hundruð milljóna árlega þegar Kaffitár rak tvo staði í Leifsstöð. „Þetta er með ólíkindum að við vorum með óraunhæfar áætlanir,“ sagði Aðalheiður en Guðni svaraði á móti: „Ég sagði ekki óraunhæfar, aðrar væru betri.“ 71 tóku þátt í þessu forvali en á veitingasviði komust sex aðilar á annað stig. Svo komust aðrir fimm staðir á lokastig. Lýsti Guðni því þannig að fyrirkomulagið væri ekki ósvipað og á Evrópumótinu í knattspyrnu. Fyrst væri undankeppni og svo lokakeppni. Guðni sagði Isavia hafa afhent öll gögn frá þeim sem voru í lokakeppninni en ekki gögn sem varða undankeppnina. (Fyrst stóð að gögnin úr undankeppninni hefðu verið afhent. Það er ekki rétt o hefur verið leiðrétt.) Aðalheiður sagði að Kaffitár ætti rétt á öllum gögnum málsins og því ætti eftir að fá úr því skorið hvort öll gögn væru afhent. Hún sagði að eftir að hún óskaði eftir þessum gögnum kom upp úr krafsinu að Isavia hefði leitast eftir að fá erlend alþjóða fyrirtæki inn í Leifsstöð en ekki hafi verið minnst orði á það í útboðsgögnum.
Tengdar fréttir Forstjóri Kaffitárs: Segir Isavia hafa reynt að koma í veg fyrir að afhenda gögn vegna Leifstöðvarmálsins þrátt fyrir úrskurð Héraðsdóms Isavia hafði samband við Samkeppnisstofnun og sögðu að gögnin væru trúnaðargögn. Samkeppnisstofnun sendi erindi til Kaffitárs í kjölfarið. 15. júlí 2016 20:22 Íhuga skaðabótamál gegn Isavia Að minnsta kosti þrjú fyrirtæki hafa til skoðunar að höfða skaðabótamál gegn Isavia vegna forvals um verslunarpláss í Leifsstöð sem fram fór árið 2014. 18. júlí 2016 19:35 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Forstjóri Kaffitárs: Segir Isavia hafa reynt að koma í veg fyrir að afhenda gögn vegna Leifstöðvarmálsins þrátt fyrir úrskurð Héraðsdóms Isavia hafði samband við Samkeppnisstofnun og sögðu að gögnin væru trúnaðargögn. Samkeppnisstofnun sendi erindi til Kaffitárs í kjölfarið. 15. júlí 2016 20:22
Íhuga skaðabótamál gegn Isavia Að minnsta kosti þrjú fyrirtæki hafa til skoðunar að höfða skaðabótamál gegn Isavia vegna forvals um verslunarpláss í Leifsstöð sem fram fór árið 2014. 18. júlí 2016 19:35