„Núna þegar maður er búinn að sjá gögnin veit maður af hverju maður mátti ekki sjá þau“ Birgir Olgeirsson skrifar 20. júlí 2016 11:47 „Núna þegar maður er búinn að sjá gögnin veit maður af hverju maður mátti ekki sjá þau,“ sagði Aðalheiður Héðinsdóttir, stofnandi og forstjóri Kaffitárs, í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún og Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, ræddu afhendingu á gögnum sem lágu fyrir í forvali um þau fyrirtæki sem fengu að vera með rekstur í fríhöfn flugstöðvar Leifs Eiríksson. Isavia hafði hafnað afhendingu gagnanna en úrskurðarnefnd upplýsingamála kvað upp þann úrskurð að Isavia yrði að afhenda Kaffitári þessi gögn. Héraðsdómur staðfesti síðan þennan úrskurð og framfylgdi sýslumannsembættið í Keflavík honum. Kaffitár fékk gögnin því nýverið afhent og sagði Aðalheiður ljóst af yfirferð þeirra að stigagjöfin sem Isavia hafði til grundvallar væri illa ígrunduð. „Og þar er ein tala sem er algjörlega út í hött,“ sagði Aðalheiður.Fengu þrjá í einkunn Á hún þar við að Kaffitár fékk þrjá af tíu mögulegum í flokki fjárfestinga, það er að segja hvað fyrirtækið ætlaði að borga mikið fyrir að byggja nýjan veitingastað og viðhalda honum í sjö ár í Leifsstöð. Kaffitár hafði fyrir forvalið rekið tvo veitingastaði í Leifsstöð og finnst Aðalheiði því skrýtið að þessi fjárfestingaráætlun þeirra hafi fengið svo lága einkunn, sé miðað við hversu mikla þekkingu Kaffitár býr yfir varðandi rekstur í flugstöðinni. Guðni Sigurðsson sagði þessa aðferðafræði vera notaða um allan heim og þá sérstaklega í Evrópu og á Norðurlöndunum. Fengnir voru erlendir ráðgjafar og var það þeirra mat að önnur fyrirtæki hefðu verið með raunhæfari fjárhagsáætlanir en Kaffitár, þar á meðal Joe and the Juice sem rekur nú veitingastað í flugstöðinni. Guðni sagði að það væri ljóst að þeir sem náðu ekki inn í forvali væru ósáttir því um væri að ræða stóran bita fyrir þá.Sambærilegt við EM í knattspyrnu Aðalheiður sagði um að ræða veltu upp á hundruð milljóna árlega þegar Kaffitár rak tvo staði í Leifsstöð. „Þetta er með ólíkindum að við vorum með óraunhæfar áætlanir,“ sagði Aðalheiður en Guðni svaraði á móti: „Ég sagði ekki óraunhæfar, aðrar væru betri.“ 71 tóku þátt í þessu forvali en á veitingasviði komust sex aðilar á annað stig. Svo komust aðrir fimm staðir á lokastig. Lýsti Guðni því þannig að fyrirkomulagið væri ekki ósvipað og á Evrópumótinu í knattspyrnu. Fyrst væri undankeppni og svo lokakeppni. Guðni sagði Isavia hafa afhent öll gögn frá þeim sem voru í lokakeppninni en ekki gögn sem varða undankeppnina. (Fyrst stóð að gögnin úr undankeppninni hefðu verið afhent. Það er ekki rétt o hefur verið leiðrétt.) Aðalheiður sagði að Kaffitár ætti rétt á öllum gögnum málsins og því ætti eftir að fá úr því skorið hvort öll gögn væru afhent. Hún sagði að eftir að hún óskaði eftir þessum gögnum kom upp úr krafsinu að Isavia hefði leitast eftir að fá erlend alþjóða fyrirtæki inn í Leifsstöð en ekki hafi verið minnst orði á það í útboðsgögnum. Tengdar fréttir Forstjóri Kaffitárs: Segir Isavia hafa reynt að koma í veg fyrir að afhenda gögn vegna Leifstöðvarmálsins þrátt fyrir úrskurð Héraðsdóms Isavia hafði samband við Samkeppnisstofnun og sögðu að gögnin væru trúnaðargögn. Samkeppnisstofnun sendi erindi til Kaffitárs í kjölfarið. 15. júlí 2016 20:22 Íhuga skaðabótamál gegn Isavia Að minnsta kosti þrjú fyrirtæki hafa til skoðunar að höfða skaðabótamál gegn Isavia vegna forvals um verslunarpláss í Leifsstöð sem fram fór árið 2014. 18. júlí 2016 19:35 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sjá meira
„Núna þegar maður er búinn að sjá gögnin veit maður af hverju maður mátti ekki sjá þau,“ sagði Aðalheiður Héðinsdóttir, stofnandi og forstjóri Kaffitárs, í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún og Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, ræddu afhendingu á gögnum sem lágu fyrir í forvali um þau fyrirtæki sem fengu að vera með rekstur í fríhöfn flugstöðvar Leifs Eiríksson. Isavia hafði hafnað afhendingu gagnanna en úrskurðarnefnd upplýsingamála kvað upp þann úrskurð að Isavia yrði að afhenda Kaffitári þessi gögn. Héraðsdómur staðfesti síðan þennan úrskurð og framfylgdi sýslumannsembættið í Keflavík honum. Kaffitár fékk gögnin því nýverið afhent og sagði Aðalheiður ljóst af yfirferð þeirra að stigagjöfin sem Isavia hafði til grundvallar væri illa ígrunduð. „Og þar er ein tala sem er algjörlega út í hött,“ sagði Aðalheiður.Fengu þrjá í einkunn Á hún þar við að Kaffitár fékk þrjá af tíu mögulegum í flokki fjárfestinga, það er að segja hvað fyrirtækið ætlaði að borga mikið fyrir að byggja nýjan veitingastað og viðhalda honum í sjö ár í Leifsstöð. Kaffitár hafði fyrir forvalið rekið tvo veitingastaði í Leifsstöð og finnst Aðalheiði því skrýtið að þessi fjárfestingaráætlun þeirra hafi fengið svo lága einkunn, sé miðað við hversu mikla þekkingu Kaffitár býr yfir varðandi rekstur í flugstöðinni. Guðni Sigurðsson sagði þessa aðferðafræði vera notaða um allan heim og þá sérstaklega í Evrópu og á Norðurlöndunum. Fengnir voru erlendir ráðgjafar og var það þeirra mat að önnur fyrirtæki hefðu verið með raunhæfari fjárhagsáætlanir en Kaffitár, þar á meðal Joe and the Juice sem rekur nú veitingastað í flugstöðinni. Guðni sagði að það væri ljóst að þeir sem náðu ekki inn í forvali væru ósáttir því um væri að ræða stóran bita fyrir þá.Sambærilegt við EM í knattspyrnu Aðalheiður sagði um að ræða veltu upp á hundruð milljóna árlega þegar Kaffitár rak tvo staði í Leifsstöð. „Þetta er með ólíkindum að við vorum með óraunhæfar áætlanir,“ sagði Aðalheiður en Guðni svaraði á móti: „Ég sagði ekki óraunhæfar, aðrar væru betri.“ 71 tóku þátt í þessu forvali en á veitingasviði komust sex aðilar á annað stig. Svo komust aðrir fimm staðir á lokastig. Lýsti Guðni því þannig að fyrirkomulagið væri ekki ósvipað og á Evrópumótinu í knattspyrnu. Fyrst væri undankeppni og svo lokakeppni. Guðni sagði Isavia hafa afhent öll gögn frá þeim sem voru í lokakeppninni en ekki gögn sem varða undankeppnina. (Fyrst stóð að gögnin úr undankeppninni hefðu verið afhent. Það er ekki rétt o hefur verið leiðrétt.) Aðalheiður sagði að Kaffitár ætti rétt á öllum gögnum málsins og því ætti eftir að fá úr því skorið hvort öll gögn væru afhent. Hún sagði að eftir að hún óskaði eftir þessum gögnum kom upp úr krafsinu að Isavia hefði leitast eftir að fá erlend alþjóða fyrirtæki inn í Leifsstöð en ekki hafi verið minnst orði á það í útboðsgögnum.
Tengdar fréttir Forstjóri Kaffitárs: Segir Isavia hafa reynt að koma í veg fyrir að afhenda gögn vegna Leifstöðvarmálsins þrátt fyrir úrskurð Héraðsdóms Isavia hafði samband við Samkeppnisstofnun og sögðu að gögnin væru trúnaðargögn. Samkeppnisstofnun sendi erindi til Kaffitárs í kjölfarið. 15. júlí 2016 20:22 Íhuga skaðabótamál gegn Isavia Að minnsta kosti þrjú fyrirtæki hafa til skoðunar að höfða skaðabótamál gegn Isavia vegna forvals um verslunarpláss í Leifsstöð sem fram fór árið 2014. 18. júlí 2016 19:35 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sjá meira
Forstjóri Kaffitárs: Segir Isavia hafa reynt að koma í veg fyrir að afhenda gögn vegna Leifstöðvarmálsins þrátt fyrir úrskurð Héraðsdóms Isavia hafði samband við Samkeppnisstofnun og sögðu að gögnin væru trúnaðargögn. Samkeppnisstofnun sendi erindi til Kaffitárs í kjölfarið. 15. júlí 2016 20:22
Íhuga skaðabótamál gegn Isavia Að minnsta kosti þrjú fyrirtæki hafa til skoðunar að höfða skaðabótamál gegn Isavia vegna forvals um verslunarpláss í Leifsstöð sem fram fór árið 2014. 18. júlí 2016 19:35