Íhuga skaðabótamál gegn Isavia Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 18. júlí 2016 19:35 Að minnsta kosti þrjú fyrirtæki hafa til skoðunar að höfða skaðabótamál gegn Isavia vegna forvals um verslunarpláss í Leifsstöð sem fram fór árið 2014. Forstjóri Kaffitárs segir með ólíkindum að hafa þurft að standa í stappi við opinbera aðila í tvö ár.Aðdragandi málsinsIsavia ohf. efndi í mars 2014 til forvals vegna verslunar- og veitingareksturs í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Kaffitár var á meðal þátttakenda en fyrirtækið varð ekki fyrir valinu og óskaði í kjölfarið eftir gögnum um forvalið. Í september hafnaði Isavia gagnabeiðni Kaffitárs þar sem það væri mat Isavia að umbeðin gögn vörðuðu mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þátttakenda í samkeppninni. Kaffitár kærði þessa ákvörðun í október 2014 til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu í maí í fyrra að Isavia bæri að afhenda Kaffitár gögnin. Með bréfi í ágúst í fyrra hafnaði Isavia áskorun frá Kaffitár um afhendingu. Í kjölfarið leitaði Kaffitár til Héraðsdóms Reykjavíkur um að fá aðgang að gögnunum með aðför. Málið var þó ekki tekið til efnismeðferðar strax enda setti Isavia fram kröfu um að leitað skyldi ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins í málinu. Þeirri kröfu var hafnað af bæði Héraðsdómi og Hæstarétti. Í síðasta mánuði úrskurðaði Héraðsdómur að Isavia bæri að afhenda Kaffitár gögnin og Isavia dæmt til að greiða Kaffitár eina milljón króna í málskostnað. Hinn 8. júlí síðastliðinn kom annað stjórnvald að málinu, en Samkeppniseftirlitið sendi aðilum málsins bréf. Þar kom fram að gögnin innihéldu svo viðkvæmar upplýsingar að afhending þeirra gæti falið í sér brot á samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið mæltist því til þess, þrátt fyrir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu, að Isavia og Kaffitár leituðu allra leiða til að uppfylla þarfir Kaffitárs án þess að afhenda gögnin sjálf. Það var síðan nú fyrir helgi sem Isavia afhenti Kaffitár gögnin - tæpum tveimur árum eftir að fyrirtækið óskaði eftir þeim.Standa í stappi við opinbera aðila „Þetta er náttúrulega alveg með ólíkindum að við þurfum að standa í svona stappi við opinbera aðila. Og að við þurfum að leggja í allan þennan kostnað og tíma við að fá það sem okkur ber, er náttúrulega bara, á ekki að vera borgurunum samboðið,” segir Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs. Nú standi yfir vinna við að fara yfir gögnin og að í kjölfarið verði tekin ákvörðun um framhaldið, meðal annars um hvort höfðað verði skaðabótamál gegn Isavia. „Ég held að það sé alveg ljóst að ef að við sjáum að það er mjög mikill meinbugur á stigagjöfinni og gögnunum, að þá gerum við það,” segir Aðalheiður.Íhuga skaðabótamál En Kaffitár er ekki eina fyrirtækið sem íhugar skaðabótamál gegn Isavia vegna málsins en fréttastofa hefur í dag rætt við forsvarsmenn fyrirtækja sem tóku þátt í útboðinu árið 2014. Þeir aðilar segjast hafa afhent Isavia þessar viðkvæmu upplýsingar þar sem Isavia hafði heitið trúnaði um þau gögn sem fyrirtæki skiluðu inn. Nú hefði hins vegar komið í ljós að Isavia hefði ekki haft heimild til þess að lofa slíkum trúnaði og Kaffitár komið með aðgang að þessum gögnum. Að minnsta kosti tvö þessara fyrirtækja íhuga skaðabótamál gegn Isavia vegna þess tjóns sem fyrirtækin hafa orðið fyrir vegna málsins.Fyrirkomulagið samþykkt fyrir forvalið Í tilkynningu frá Isavia segir að öllum þátttakendum hafi verið kynnt forvalið með þeim hætti að lofað hafi verið fullum trúnaði um gögn forvalsins. „Allir þátttakendur samþykktu fyrirkomulagið og enginn gerði athugasemd áður en niðurstaðan var kynnt. Eftir að niðurstaða forvalsins kom í ljós fór Kaffitár fram á afhendingu þessara trúnaðargagna. Isavia taldi ekki rétt að verða við þeirri beiðni þar sem heitið var trúnaði í forvalinu og þar sem Isavia taldi afhendingu gagnanna varða við samkeppnislög.“ Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að Isavia ætti að afhenda gögnin en eftir úrskurðinn sendi Samkeppniseftirlitið bréf þess efnis að það kynni að brjóta í bága við samkeppnislög. „Bréf Samkeppniseftirlitsins staðfestir að gögnin eru viðkvæm og að áhyggjur Isavia á því að afhenda þau væru réttmætar. Isavia telur það því til marks um góð vinnubrögð að hafa kannað til hlítar hvort fyrirtækinu bæri að afhenda þessi viðkvæmu gögn. Bréf Samkeppniseftirlitsins staðfestir það.“ Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Að minnsta kosti þrjú fyrirtæki hafa til skoðunar að höfða skaðabótamál gegn Isavia vegna forvals um verslunarpláss í Leifsstöð sem fram fór árið 2014. Forstjóri Kaffitárs segir með ólíkindum að hafa þurft að standa í stappi við opinbera aðila í tvö ár.Aðdragandi málsinsIsavia ohf. efndi í mars 2014 til forvals vegna verslunar- og veitingareksturs í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Kaffitár var á meðal þátttakenda en fyrirtækið varð ekki fyrir valinu og óskaði í kjölfarið eftir gögnum um forvalið. Í september hafnaði Isavia gagnabeiðni Kaffitárs þar sem það væri mat Isavia að umbeðin gögn vörðuðu mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þátttakenda í samkeppninni. Kaffitár kærði þessa ákvörðun í október 2014 til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu í maí í fyrra að Isavia bæri að afhenda Kaffitár gögnin. Með bréfi í ágúst í fyrra hafnaði Isavia áskorun frá Kaffitár um afhendingu. Í kjölfarið leitaði Kaffitár til Héraðsdóms Reykjavíkur um að fá aðgang að gögnunum með aðför. Málið var þó ekki tekið til efnismeðferðar strax enda setti Isavia fram kröfu um að leitað skyldi ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins í málinu. Þeirri kröfu var hafnað af bæði Héraðsdómi og Hæstarétti. Í síðasta mánuði úrskurðaði Héraðsdómur að Isavia bæri að afhenda Kaffitár gögnin og Isavia dæmt til að greiða Kaffitár eina milljón króna í málskostnað. Hinn 8. júlí síðastliðinn kom annað stjórnvald að málinu, en Samkeppniseftirlitið sendi aðilum málsins bréf. Þar kom fram að gögnin innihéldu svo viðkvæmar upplýsingar að afhending þeirra gæti falið í sér brot á samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið mæltist því til þess, þrátt fyrir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu, að Isavia og Kaffitár leituðu allra leiða til að uppfylla þarfir Kaffitárs án þess að afhenda gögnin sjálf. Það var síðan nú fyrir helgi sem Isavia afhenti Kaffitár gögnin - tæpum tveimur árum eftir að fyrirtækið óskaði eftir þeim.Standa í stappi við opinbera aðila „Þetta er náttúrulega alveg með ólíkindum að við þurfum að standa í svona stappi við opinbera aðila. Og að við þurfum að leggja í allan þennan kostnað og tíma við að fá það sem okkur ber, er náttúrulega bara, á ekki að vera borgurunum samboðið,” segir Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs. Nú standi yfir vinna við að fara yfir gögnin og að í kjölfarið verði tekin ákvörðun um framhaldið, meðal annars um hvort höfðað verði skaðabótamál gegn Isavia. „Ég held að það sé alveg ljóst að ef að við sjáum að það er mjög mikill meinbugur á stigagjöfinni og gögnunum, að þá gerum við það,” segir Aðalheiður.Íhuga skaðabótamál En Kaffitár er ekki eina fyrirtækið sem íhugar skaðabótamál gegn Isavia vegna málsins en fréttastofa hefur í dag rætt við forsvarsmenn fyrirtækja sem tóku þátt í útboðinu árið 2014. Þeir aðilar segjast hafa afhent Isavia þessar viðkvæmu upplýsingar þar sem Isavia hafði heitið trúnaði um þau gögn sem fyrirtæki skiluðu inn. Nú hefði hins vegar komið í ljós að Isavia hefði ekki haft heimild til þess að lofa slíkum trúnaði og Kaffitár komið með aðgang að þessum gögnum. Að minnsta kosti tvö þessara fyrirtækja íhuga skaðabótamál gegn Isavia vegna þess tjóns sem fyrirtækin hafa orðið fyrir vegna málsins.Fyrirkomulagið samþykkt fyrir forvalið Í tilkynningu frá Isavia segir að öllum þátttakendum hafi verið kynnt forvalið með þeim hætti að lofað hafi verið fullum trúnaði um gögn forvalsins. „Allir þátttakendur samþykktu fyrirkomulagið og enginn gerði athugasemd áður en niðurstaðan var kynnt. Eftir að niðurstaða forvalsins kom í ljós fór Kaffitár fram á afhendingu þessara trúnaðargagna. Isavia taldi ekki rétt að verða við þeirri beiðni þar sem heitið var trúnaði í forvalinu og þar sem Isavia taldi afhendingu gagnanna varða við samkeppnislög.“ Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að Isavia ætti að afhenda gögnin en eftir úrskurðinn sendi Samkeppniseftirlitið bréf þess efnis að það kynni að brjóta í bága við samkeppnislög. „Bréf Samkeppniseftirlitsins staðfestir að gögnin eru viðkvæm og að áhyggjur Isavia á því að afhenda þau væru réttmætar. Isavia telur það því til marks um góð vinnubrögð að hafa kannað til hlítar hvort fyrirtækinu bæri að afhenda þessi viðkvæmu gögn. Bréf Samkeppniseftirlitsins staðfestir það.“
Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira