Viljum búa til góðar minningar á Íslandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. ágúst 2017 06:00 Framherjinn Sergio Agüero, lengst til vinstri, bregður á leik með félögum sínum. Lengst til hægri er fyrirliðinn Vincent Kompany. Fréttablaðið/Andri Marinó Það verður stór stund á Laugardalsvelli í dag þegar ensku úrvalsdeildarliðin Manchester City og West Ham munu eigast við. Þetta er síðasti æfingaleikur beggja liða fyrir upphaf nýs tímabils í ensku úrvalsdeildinni. „Við erum fyrst og fremst ánægðir með að vera á Íslandi. Þetta er land sem maður fær ekki oft tækifæri til að heimsækja,“ sagði brosmildur Pep Guardiola við íþróttadeild á Laugardalsvelli í gær en bæði lið æfðu þar síðdegis í gær. City hefur spilað frábærlega á undirbúningstímabilinu til þessa og eytt háum fjárhæðum í nýja leikmenn – einn þeirra er bakvörðurinn Kyle Walker sem er eins og flestir í liðunum að koma til Íslands í fyrsta sinn. „Þetta er svolítið öðruvísi en á Englandi en við erum spenntir fyrir því að fá að spila hérna og fyrir okkar stuðningsmenn á Íslandi. Vonandi tekst okkur að búa til góðar minningar fyrir þá,“ sagði hann við Fréttablaðið í gær.Kyle Walker og Pep Guardiola.Vísir/Andri MarinóFjárhagur liðanna afar ólíkur „En það er alveg ljóst að þetta verður erfiður leikur gegn sterku liði úr ensku úrvalsdeildinni. Við höfum þó spilað gegn mörgum góðum liðum í sumar en fyrst og fremst viljum við fá fleiri mínútur og komast í betra form áður en nýtt tímabil hefst í ensku úrvalsdeildinni.“ Walker er einn þriggja bakvarða sem City hefur keypt í sumar fyrir meira en 120 milljónir punda samtals. Mark Noble, fyrirliði West Ham, notaði það sem dæmi um hversi mikill munur væri á fjárhögum liðanna. „Dýrasti leikmaður í sögu West Ham kostaði 24 milljónir punda og það sýnir þennan mun ágætlega. En við erum með gott lið og munum leggja okkur alla fram,“ sagði Noble fyrir æfingu West Ham á Laugardalsvelli í gær.Slaven Bilic.Vísir/Andri MarinóForréttindi að spila hér Slaven Bilic lítur á leikinn í dag sem mikilvægan þátt í undirbúningi sínum fyrir nýtt tímabil. „Þetta er stórleikur og það eru nokkrar ástæður fyrir því,“ sagði hann. „Þetta er síðasti leikur beggja liða fyrir upphaf nýs tímabils og svo er þetta í fyrsta sinn sem að tvö ensk úrvalsdeildarlið mætast á Íslandi. Það eru mikil forréttindi fyrir okkur að taka þátt í því. Þetta er því ekkert venjulegur æfingaleikur. Þetta er alvöru leikur sem mun sýna hvar við stöndum rétt áður en nýtt tímabil hefst.“ West Ham hefur verið öflugt á leikmannamarkaðnum, rétt eins og City, og fékk til að mynda Javier Hernandez frá Leverkusen, Pablo Zabaleta frá Manchester City og Marko Arnautovic frá Stoke. „Það eru þó ekki allir í sínu besta leikformi, til að mynda Chicharito (Hernandez) sem kom til okkar fyrir einni viku síðan. Það eru einhver meiðsli frá síðasta tímabili og einhverjir munu missa af örfáum leikjum, en við erum ánægð með stöðu mála,“ sagði Bilic.Mark Noble á æfingunni í gær.Vísir/Andri MarinóEinbeiti mér að fótboltanum Walker segir að sér hafi verið vel tekið hjá City og að liðið spili knattspyrnu sem henti honum vel. Walker var keyptur frá Tottenham þar sem hann var á sínum tíma samherji Gylfa Þórs Sigurðssonar. „Eftir að hafa verið hjá sama liðinu í níu ár hefur þetta verið öðruvísi sumar fyrir mig. En ég hef kynnst mörgum strákanna hjá City í gegnum landsliðið og það var auðvelt að komast inn í málin hér,“ sagði Walker sem óttast ekki að það sé pressa á honum eftir að hann var keyptur á 6,1 milljarð króna í sumar. „Það er bara á milli félaganna og þeirra ákvörðun. Ég held mig bara við það að spila fótbolta og gera það sem gerði það að verkum að ég er orðinn leikmaður Manchester City. Vonandi tekst mér að sýna hversu mikils virði ég er.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Bilic: Þetta er enginn venjulegur æfingaleikur Slaven Bilic segir að það verði mikið í húfi fyrir bæði West Ham og Manchester City á Laugardalsvelli á morgun. 3. ágúst 2017 20:20 Noble: Tapið gegn Íslandi plagar Joe hvern dag Mark Noble og Slaven Bilic ræddu við fréttamenn á Laugardalsvelli síðdegis. 3. ágúst 2017 16:40 Noble um árin með Eggerti: Mér samdi alltaf mjög vel við hann Mark Noble gat ekki annað en brosið þegar hann var spurður út í West Ham ævintýri Íslendinganna sem keypti félagið árið 2007. 3. ágúst 2017 19:28 Stórstjörnurnar æfðu á Laugardalsvelli í dag Það var mikið um að vera í dag er leikmenn Manchester City og West Ham mættu í Laugardalinn. 3. ágúst 2017 22:54 Guardiola: Óeðlilega miklir peningar en svona er þetta orðið Pep Guardiola er hæstánægður með að vera kominn til Íslands þar sem lið hans leikur gegn West Ham á morgun. 3. ágúst 2017 20:08 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Það verður stór stund á Laugardalsvelli í dag þegar ensku úrvalsdeildarliðin Manchester City og West Ham munu eigast við. Þetta er síðasti æfingaleikur beggja liða fyrir upphaf nýs tímabils í ensku úrvalsdeildinni. „Við erum fyrst og fremst ánægðir með að vera á Íslandi. Þetta er land sem maður fær ekki oft tækifæri til að heimsækja,“ sagði brosmildur Pep Guardiola við íþróttadeild á Laugardalsvelli í gær en bæði lið æfðu þar síðdegis í gær. City hefur spilað frábærlega á undirbúningstímabilinu til þessa og eytt háum fjárhæðum í nýja leikmenn – einn þeirra er bakvörðurinn Kyle Walker sem er eins og flestir í liðunum að koma til Íslands í fyrsta sinn. „Þetta er svolítið öðruvísi en á Englandi en við erum spenntir fyrir því að fá að spila hérna og fyrir okkar stuðningsmenn á Íslandi. Vonandi tekst okkur að búa til góðar minningar fyrir þá,“ sagði hann við Fréttablaðið í gær.Kyle Walker og Pep Guardiola.Vísir/Andri MarinóFjárhagur liðanna afar ólíkur „En það er alveg ljóst að þetta verður erfiður leikur gegn sterku liði úr ensku úrvalsdeildinni. Við höfum þó spilað gegn mörgum góðum liðum í sumar en fyrst og fremst viljum við fá fleiri mínútur og komast í betra form áður en nýtt tímabil hefst í ensku úrvalsdeildinni.“ Walker er einn þriggja bakvarða sem City hefur keypt í sumar fyrir meira en 120 milljónir punda samtals. Mark Noble, fyrirliði West Ham, notaði það sem dæmi um hversi mikill munur væri á fjárhögum liðanna. „Dýrasti leikmaður í sögu West Ham kostaði 24 milljónir punda og það sýnir þennan mun ágætlega. En við erum með gott lið og munum leggja okkur alla fram,“ sagði Noble fyrir æfingu West Ham á Laugardalsvelli í gær.Slaven Bilic.Vísir/Andri MarinóForréttindi að spila hér Slaven Bilic lítur á leikinn í dag sem mikilvægan þátt í undirbúningi sínum fyrir nýtt tímabil. „Þetta er stórleikur og það eru nokkrar ástæður fyrir því,“ sagði hann. „Þetta er síðasti leikur beggja liða fyrir upphaf nýs tímabils og svo er þetta í fyrsta sinn sem að tvö ensk úrvalsdeildarlið mætast á Íslandi. Það eru mikil forréttindi fyrir okkur að taka þátt í því. Þetta er því ekkert venjulegur æfingaleikur. Þetta er alvöru leikur sem mun sýna hvar við stöndum rétt áður en nýtt tímabil hefst.“ West Ham hefur verið öflugt á leikmannamarkaðnum, rétt eins og City, og fékk til að mynda Javier Hernandez frá Leverkusen, Pablo Zabaleta frá Manchester City og Marko Arnautovic frá Stoke. „Það eru þó ekki allir í sínu besta leikformi, til að mynda Chicharito (Hernandez) sem kom til okkar fyrir einni viku síðan. Það eru einhver meiðsli frá síðasta tímabili og einhverjir munu missa af örfáum leikjum, en við erum ánægð með stöðu mála,“ sagði Bilic.Mark Noble á æfingunni í gær.Vísir/Andri MarinóEinbeiti mér að fótboltanum Walker segir að sér hafi verið vel tekið hjá City og að liðið spili knattspyrnu sem henti honum vel. Walker var keyptur frá Tottenham þar sem hann var á sínum tíma samherji Gylfa Þórs Sigurðssonar. „Eftir að hafa verið hjá sama liðinu í níu ár hefur þetta verið öðruvísi sumar fyrir mig. En ég hef kynnst mörgum strákanna hjá City í gegnum landsliðið og það var auðvelt að komast inn í málin hér,“ sagði Walker sem óttast ekki að það sé pressa á honum eftir að hann var keyptur á 6,1 milljarð króna í sumar. „Það er bara á milli félaganna og þeirra ákvörðun. Ég held mig bara við það að spila fótbolta og gera það sem gerði það að verkum að ég er orðinn leikmaður Manchester City. Vonandi tekst mér að sýna hversu mikils virði ég er.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Bilic: Þetta er enginn venjulegur æfingaleikur Slaven Bilic segir að það verði mikið í húfi fyrir bæði West Ham og Manchester City á Laugardalsvelli á morgun. 3. ágúst 2017 20:20 Noble: Tapið gegn Íslandi plagar Joe hvern dag Mark Noble og Slaven Bilic ræddu við fréttamenn á Laugardalsvelli síðdegis. 3. ágúst 2017 16:40 Noble um árin með Eggerti: Mér samdi alltaf mjög vel við hann Mark Noble gat ekki annað en brosið þegar hann var spurður út í West Ham ævintýri Íslendinganna sem keypti félagið árið 2007. 3. ágúst 2017 19:28 Stórstjörnurnar æfðu á Laugardalsvelli í dag Það var mikið um að vera í dag er leikmenn Manchester City og West Ham mættu í Laugardalinn. 3. ágúst 2017 22:54 Guardiola: Óeðlilega miklir peningar en svona er þetta orðið Pep Guardiola er hæstánægður með að vera kominn til Íslands þar sem lið hans leikur gegn West Ham á morgun. 3. ágúst 2017 20:08 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Bilic: Þetta er enginn venjulegur æfingaleikur Slaven Bilic segir að það verði mikið í húfi fyrir bæði West Ham og Manchester City á Laugardalsvelli á morgun. 3. ágúst 2017 20:20
Noble: Tapið gegn Íslandi plagar Joe hvern dag Mark Noble og Slaven Bilic ræddu við fréttamenn á Laugardalsvelli síðdegis. 3. ágúst 2017 16:40
Noble um árin með Eggerti: Mér samdi alltaf mjög vel við hann Mark Noble gat ekki annað en brosið þegar hann var spurður út í West Ham ævintýri Íslendinganna sem keypti félagið árið 2007. 3. ágúst 2017 19:28
Stórstjörnurnar æfðu á Laugardalsvelli í dag Það var mikið um að vera í dag er leikmenn Manchester City og West Ham mættu í Laugardalinn. 3. ágúst 2017 22:54
Guardiola: Óeðlilega miklir peningar en svona er þetta orðið Pep Guardiola er hæstánægður með að vera kominn til Íslands þar sem lið hans leikur gegn West Ham á morgun. 3. ágúst 2017 20:08