Sunnudagskvöld á Þjóðhátíð: Frábær stemning á Brekkusöng í Herjólfsdal Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. ágúst 2017 11:15 Ljósmyndari 365 Miðla segist aldrei hafa séð Brekkuna jafn þéttsetna og í gærkvöldi. Vísir/Óskar P. Frábær steming myndaðist í Herjólfsdal á síðasta kvöldi Þjóðhátíðar í gær. Fjöldi valinkunnra tónlistarmanna steig á stokk, þar á meðal hljómsveitin Albatross ásamt Birgittu Haukdal og Jóni Jónssyni. Ingó Veðurguð leiddi Brekkusönginn eins og undanfarin ár en ljósmyndari 365 Miðla á staðnum segist aldrei hafa séð Brekkuna jafn þéttsetna og í gærkvöldi. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari, hefur myndað Þjóðhátíð fyrir Vísi um helgina. Hann segir andrúmsloftið í Dalnum í gær hafa verið magnað. „Skemmtidagskráin var góð og flottir skemmtikraftar, það var flott að sjá þegar Birgitta Haukdal kom og söng. Það var eins og hún hafi komið, séð og sigrað. Allir sungu vel og hátt undir söng hennar og fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna,“ segir Óskar. „Mér finnst eins og ég hafi aldrei séð Brekkuna eins stóra og þétta og í kvöld, hún teygði sig í allar áttir.“Dalurinn var upplýstur í gærkvöldi.Vísir/Óskar Pétur FriðrikssonÞá jókst spennan er leið á kvöldið en Brekkusöngurinn fagnaði 40 ára afmæli í ár. Árni Johnsen söng fyrsta Brekkusönginn á fyrstu Þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum árið 1977. Síðan þá hefur söngurinn verið eitt vinsælasta dagskrárefni þjóðarinnar.Amma og Afi Ingós Veðurguðs mæta á hverju ári til að sjá sinn mann í Brekkunni.Vísir/Óskar Pétur FriðrikssonÁ mynd hér að ofan má sjá afa og ömmu Ingó Veðurguðs en þau mæta alltaf á Brekkusönginn og fylgjast með barnabarni sínu. Ingó stjórnaði söngnum, sem sýndur var í beinni útsendingu á Vísi, í gærkvöldi og fórst það vel úr hendi. Árni Johnsen sjálfur mætti svo undir lok kvöldsins og fór fyrir hópnum þegar Þjóðsöngurinn var sunginn. Að honum loknum var kveikt á 143 blysum sem lýstu upp Dalinn og mörkuðu lok vel heppnaðrar Þjóðhátíðar.Hér að neðan má sjá myndir sem Óskar Pétur Friðriksson tók af hátíðahöldunum í Herjólfsdal í gærkvöldi. Hægt er að fletta myndasafninu með því að smella á örvarnar beggja vegna við myndirnar og snjallsímanotendur geta einfaldlega flett albúminu með fingrunum.Vísir/Óskar P. Friðriksson Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Frábær steming myndaðist í Herjólfsdal á síðasta kvöldi Þjóðhátíðar í gær. Fjöldi valinkunnra tónlistarmanna steig á stokk, þar á meðal hljómsveitin Albatross ásamt Birgittu Haukdal og Jóni Jónssyni. Ingó Veðurguð leiddi Brekkusönginn eins og undanfarin ár en ljósmyndari 365 Miðla á staðnum segist aldrei hafa séð Brekkuna jafn þéttsetna og í gærkvöldi. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari, hefur myndað Þjóðhátíð fyrir Vísi um helgina. Hann segir andrúmsloftið í Dalnum í gær hafa verið magnað. „Skemmtidagskráin var góð og flottir skemmtikraftar, það var flott að sjá þegar Birgitta Haukdal kom og söng. Það var eins og hún hafi komið, séð og sigrað. Allir sungu vel og hátt undir söng hennar og fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna,“ segir Óskar. „Mér finnst eins og ég hafi aldrei séð Brekkuna eins stóra og þétta og í kvöld, hún teygði sig í allar áttir.“Dalurinn var upplýstur í gærkvöldi.Vísir/Óskar Pétur FriðrikssonÞá jókst spennan er leið á kvöldið en Brekkusöngurinn fagnaði 40 ára afmæli í ár. Árni Johnsen söng fyrsta Brekkusönginn á fyrstu Þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum árið 1977. Síðan þá hefur söngurinn verið eitt vinsælasta dagskrárefni þjóðarinnar.Amma og Afi Ingós Veðurguðs mæta á hverju ári til að sjá sinn mann í Brekkunni.Vísir/Óskar Pétur FriðrikssonÁ mynd hér að ofan má sjá afa og ömmu Ingó Veðurguðs en þau mæta alltaf á Brekkusönginn og fylgjast með barnabarni sínu. Ingó stjórnaði söngnum, sem sýndur var í beinni útsendingu á Vísi, í gærkvöldi og fórst það vel úr hendi. Árni Johnsen sjálfur mætti svo undir lok kvöldsins og fór fyrir hópnum þegar Þjóðsöngurinn var sunginn. Að honum loknum var kveikt á 143 blysum sem lýstu upp Dalinn og mörkuðu lok vel heppnaðrar Þjóðhátíðar.Hér að neðan má sjá myndir sem Óskar Pétur Friðriksson tók af hátíðahöldunum í Herjólfsdal í gærkvöldi. Hægt er að fletta myndasafninu með því að smella á örvarnar beggja vegna við myndirnar og snjallsímanotendur geta einfaldlega flett albúminu með fingrunum.Vísir/Óskar P. Friðriksson
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira