Sunnudagskvöld á Þjóðhátíð: Frábær stemning á Brekkusöng í Herjólfsdal Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. ágúst 2017 11:15 Ljósmyndari 365 Miðla segist aldrei hafa séð Brekkuna jafn þéttsetna og í gærkvöldi. Vísir/Óskar P. Frábær steming myndaðist í Herjólfsdal á síðasta kvöldi Þjóðhátíðar í gær. Fjöldi valinkunnra tónlistarmanna steig á stokk, þar á meðal hljómsveitin Albatross ásamt Birgittu Haukdal og Jóni Jónssyni. Ingó Veðurguð leiddi Brekkusönginn eins og undanfarin ár en ljósmyndari 365 Miðla á staðnum segist aldrei hafa séð Brekkuna jafn þéttsetna og í gærkvöldi. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari, hefur myndað Þjóðhátíð fyrir Vísi um helgina. Hann segir andrúmsloftið í Dalnum í gær hafa verið magnað. „Skemmtidagskráin var góð og flottir skemmtikraftar, það var flott að sjá þegar Birgitta Haukdal kom og söng. Það var eins og hún hafi komið, séð og sigrað. Allir sungu vel og hátt undir söng hennar og fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna,“ segir Óskar. „Mér finnst eins og ég hafi aldrei séð Brekkuna eins stóra og þétta og í kvöld, hún teygði sig í allar áttir.“Dalurinn var upplýstur í gærkvöldi.Vísir/Óskar Pétur FriðrikssonÞá jókst spennan er leið á kvöldið en Brekkusöngurinn fagnaði 40 ára afmæli í ár. Árni Johnsen söng fyrsta Brekkusönginn á fyrstu Þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum árið 1977. Síðan þá hefur söngurinn verið eitt vinsælasta dagskrárefni þjóðarinnar.Amma og Afi Ingós Veðurguðs mæta á hverju ári til að sjá sinn mann í Brekkunni.Vísir/Óskar Pétur FriðrikssonÁ mynd hér að ofan má sjá afa og ömmu Ingó Veðurguðs en þau mæta alltaf á Brekkusönginn og fylgjast með barnabarni sínu. Ingó stjórnaði söngnum, sem sýndur var í beinni útsendingu á Vísi, í gærkvöldi og fórst það vel úr hendi. Árni Johnsen sjálfur mætti svo undir lok kvöldsins og fór fyrir hópnum þegar Þjóðsöngurinn var sunginn. Að honum loknum var kveikt á 143 blysum sem lýstu upp Dalinn og mörkuðu lok vel heppnaðrar Þjóðhátíðar.Hér að neðan má sjá myndir sem Óskar Pétur Friðriksson tók af hátíðahöldunum í Herjólfsdal í gærkvöldi. Hægt er að fletta myndasafninu með því að smella á örvarnar beggja vegna við myndirnar og snjallsímanotendur geta einfaldlega flett albúminu með fingrunum.Vísir/Óskar P. Friðriksson Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Frábær steming myndaðist í Herjólfsdal á síðasta kvöldi Þjóðhátíðar í gær. Fjöldi valinkunnra tónlistarmanna steig á stokk, þar á meðal hljómsveitin Albatross ásamt Birgittu Haukdal og Jóni Jónssyni. Ingó Veðurguð leiddi Brekkusönginn eins og undanfarin ár en ljósmyndari 365 Miðla á staðnum segist aldrei hafa séð Brekkuna jafn þéttsetna og í gærkvöldi. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari, hefur myndað Þjóðhátíð fyrir Vísi um helgina. Hann segir andrúmsloftið í Dalnum í gær hafa verið magnað. „Skemmtidagskráin var góð og flottir skemmtikraftar, það var flott að sjá þegar Birgitta Haukdal kom og söng. Það var eins og hún hafi komið, séð og sigrað. Allir sungu vel og hátt undir söng hennar og fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna,“ segir Óskar. „Mér finnst eins og ég hafi aldrei séð Brekkuna eins stóra og þétta og í kvöld, hún teygði sig í allar áttir.“Dalurinn var upplýstur í gærkvöldi.Vísir/Óskar Pétur FriðrikssonÞá jókst spennan er leið á kvöldið en Brekkusöngurinn fagnaði 40 ára afmæli í ár. Árni Johnsen söng fyrsta Brekkusönginn á fyrstu Þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum árið 1977. Síðan þá hefur söngurinn verið eitt vinsælasta dagskrárefni þjóðarinnar.Amma og Afi Ingós Veðurguðs mæta á hverju ári til að sjá sinn mann í Brekkunni.Vísir/Óskar Pétur FriðrikssonÁ mynd hér að ofan má sjá afa og ömmu Ingó Veðurguðs en þau mæta alltaf á Brekkusönginn og fylgjast með barnabarni sínu. Ingó stjórnaði söngnum, sem sýndur var í beinni útsendingu á Vísi, í gærkvöldi og fórst það vel úr hendi. Árni Johnsen sjálfur mætti svo undir lok kvöldsins og fór fyrir hópnum þegar Þjóðsöngurinn var sunginn. Að honum loknum var kveikt á 143 blysum sem lýstu upp Dalinn og mörkuðu lok vel heppnaðrar Þjóðhátíðar.Hér að neðan má sjá myndir sem Óskar Pétur Friðriksson tók af hátíðahöldunum í Herjólfsdal í gærkvöldi. Hægt er að fletta myndasafninu með því að smella á örvarnar beggja vegna við myndirnar og snjallsímanotendur geta einfaldlega flett albúminu með fingrunum.Vísir/Óskar P. Friðriksson
Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira