Frakkar hafna opinberu embætti forsetafrúar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. ágúst 2017 06:00 Brigitte Macron hefur verið mikið í sviðsljósinu frá því að Emmanuel Macron tók við embætti forseta. Á dögunum tók hún á móti söngkonunni Rihönnu og ræddu þær saman um stuðning Frakka við góðgerðarsamtök. vísir/epa Brigitte Macron, eiginkona Emmanuels Macron Frakklandsforseta, mun ekki gegna opinberu hlutverki forsetafrúar Frakklands. Frá þessu greindi Telegraph í gær og vísaði í heimildarmenn innan frönsku ríkisstjórnarinnar sem og franska fjölmiðla. Tók forsetinn þessa ákvörðun í kjölfar þess að 280.000 Frakkar mótmæltu því að forsetafrúin fengi slíkt hlutverk. Áður hafði talsmaður ríkisstjórnarinnar, Christophe Castaner, tíst því að Brigitte Macron myndi ekki gegna neinu slíku hlutverki. Tíst Castaner dugði hins vegar ekki til að kveða niður orðróm þess efnis. Ekki er gert ráð fyrir opinberu hlutverki forsetafrúar í frönsku stjórnarskránni og þá er ekki hefð fyrir slíku í frönskum stjórnmálum, þótt forsetafrúin fái venjulega skrifstofu í Elysées-höll og ráði aðstoðarmenn. Forsetinn lofaði því hins vegar fyrir forsetakosningarnar fyrr á árinu að Brigitte Macron fengi opinbert hlutverk og vakti það loforð jafnt neikvæða sem jákvæða athygli. Ríkisstjórn Frakklands áformar á næstunni að setja lög sem meina þingmönnum að ráða sér aðstoðarmenn úr skylduliði sínu og er það liður í átaki forsetans gegn spillingu. Skemmst er að minnast þess er Francois Fillon, forsetaframbjóðandi Repúblikana, missti stóran hluta fylgis síns vegna gruns um að hann hefði borgað vandamönnum sínum laun fyrir óunnin störf. Var Macron því sakaður um hræsni þegar til stóð að gera hlutverk forsetafrúar formlegt. Ljóst er að franska þjóðin er ekki hrifin af því að gera hlutverk forsetafrúar formlegt og opinbert, líkt og tíðkast í Bandaríkjunum. Um 280.000 undirskriftir söfnuðust gegn áformunum og þá sýnir könnun YouGov að 68 prósent Frakka eru andvíg því að maki forseta fái opinbert hlutverk. Á næstu dögum stendur þó til að birta skýrslu um hlutverk Brigitte Macron. Segja talsmenn ríkisstjórnarinnar það gert í nafni gegnsæis. Mun skjalið skýra hlutverk forsetafrúarinnar, án þess þó að stofnað sé sérstakt embætti í kringum hana. Þá verða upplýsingar gerða opinberar um hvað forsetafrúin kostar skattgreiðendur. Deilan um hlutverk Brigitte Macron er til marks um þau vandræði sem eiginmaður hennar hefur lent í undanfarna daga. Nú, þremur mánuðum eftir að hann var kjörinn, eru vinsældir hans að dvína hratt. Nýlegar kannanir sýna í fyrsta sinn að fleiri eru andvígir forsetanum en hlynntir honum. Samkvæmt nýrri könnun YouGov og Huffington Post nýtur forsetinn stuðnings 36 prósenta Frakka. Ef marka má þá könnun er Macron óvinsælli en Donald Trump Bandaríkjaforseti. Sá nýtur stuðnings 38 prósenta þjóðar sinnar ef marka má kannanir Gallup og CNN sem báðar birtust á sunnudag. Enginn Bandaríkjaforseti hefur notið jafn lítils stuðnings eftir jafn stuttan tíma í embætti frá því sambærilegar mælingar hófust. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Tíu látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Sjá meira
Brigitte Macron, eiginkona Emmanuels Macron Frakklandsforseta, mun ekki gegna opinberu hlutverki forsetafrúar Frakklands. Frá þessu greindi Telegraph í gær og vísaði í heimildarmenn innan frönsku ríkisstjórnarinnar sem og franska fjölmiðla. Tók forsetinn þessa ákvörðun í kjölfar þess að 280.000 Frakkar mótmæltu því að forsetafrúin fengi slíkt hlutverk. Áður hafði talsmaður ríkisstjórnarinnar, Christophe Castaner, tíst því að Brigitte Macron myndi ekki gegna neinu slíku hlutverki. Tíst Castaner dugði hins vegar ekki til að kveða niður orðróm þess efnis. Ekki er gert ráð fyrir opinberu hlutverki forsetafrúar í frönsku stjórnarskránni og þá er ekki hefð fyrir slíku í frönskum stjórnmálum, þótt forsetafrúin fái venjulega skrifstofu í Elysées-höll og ráði aðstoðarmenn. Forsetinn lofaði því hins vegar fyrir forsetakosningarnar fyrr á árinu að Brigitte Macron fengi opinbert hlutverk og vakti það loforð jafnt neikvæða sem jákvæða athygli. Ríkisstjórn Frakklands áformar á næstunni að setja lög sem meina þingmönnum að ráða sér aðstoðarmenn úr skylduliði sínu og er það liður í átaki forsetans gegn spillingu. Skemmst er að minnast þess er Francois Fillon, forsetaframbjóðandi Repúblikana, missti stóran hluta fylgis síns vegna gruns um að hann hefði borgað vandamönnum sínum laun fyrir óunnin störf. Var Macron því sakaður um hræsni þegar til stóð að gera hlutverk forsetafrúar formlegt. Ljóst er að franska þjóðin er ekki hrifin af því að gera hlutverk forsetafrúar formlegt og opinbert, líkt og tíðkast í Bandaríkjunum. Um 280.000 undirskriftir söfnuðust gegn áformunum og þá sýnir könnun YouGov að 68 prósent Frakka eru andvíg því að maki forseta fái opinbert hlutverk. Á næstu dögum stendur þó til að birta skýrslu um hlutverk Brigitte Macron. Segja talsmenn ríkisstjórnarinnar það gert í nafni gegnsæis. Mun skjalið skýra hlutverk forsetafrúarinnar, án þess þó að stofnað sé sérstakt embætti í kringum hana. Þá verða upplýsingar gerða opinberar um hvað forsetafrúin kostar skattgreiðendur. Deilan um hlutverk Brigitte Macron er til marks um þau vandræði sem eiginmaður hennar hefur lent í undanfarna daga. Nú, þremur mánuðum eftir að hann var kjörinn, eru vinsældir hans að dvína hratt. Nýlegar kannanir sýna í fyrsta sinn að fleiri eru andvígir forsetanum en hlynntir honum. Samkvæmt nýrri könnun YouGov og Huffington Post nýtur forsetinn stuðnings 36 prósenta Frakka. Ef marka má þá könnun er Macron óvinsælli en Donald Trump Bandaríkjaforseti. Sá nýtur stuðnings 38 prósenta þjóðar sinnar ef marka má kannanir Gallup og CNN sem báðar birtust á sunnudag. Enginn Bandaríkjaforseti hefur notið jafn lítils stuðnings eftir jafn stuttan tíma í embætti frá því sambærilegar mælingar hófust.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Tíu látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Sjá meira