Vantar fólk í ríflega 200 stöðugildi í leik- og grunnskólum borgarinnar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. ágúst 2017 18:45 Níu starfsmenn vantar á leikskólann Jörfa, leikskólakennara, deildarstjóra og í stuðning. vísir/sigurjón Skóla og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur tekið saman stöðu starfsmannamála á leikskólum og grunnskólum borgarinnar. Alls vantar fólk í rúm 73 stöðugildi í grunnskólum borgarinnar - kennara, stuðningsfulltrúa, skólaliða, þroskaþjálfa og starfsfólk í mötuneyti. Flesta vantar í Miðborg og Hlíðar eða tæplega tuttugu starfsmenn. Á leikskólum borgarinnar þarf að ráða í tæp 132 stöðugildi - deildarstjóra, leikskólakennara og stuðningsfulltrúa. Flesta starfsmenn vantar í Laugardal og Háaleitishverfi eða ríflega 35 starfsmenn. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs segir róðurinn hafa verið þungan síðasta haust og staðan virðist vera eins í ár. „Þegar almenni markarðurinn kallar á fólk er þrengra um hjá okkur í skóla- og frístundastarfi. En það eru margar umsóknir í gangi og erfitt að meta hvernig staðan verður," segir Helgi. Hann segir að fylgst verði náið með málum næstu vikurnar. Einnig sé sérstakt kynningarátak í gangi til að vekja athygli á störfunum - einnig til lengri tíma litið. „Við getum ekki boðið upp á sömu launakjör og frjálsi markaðurinn, eins og aðstæður eru í samningum núna en við höfum svo margt annað. Til að mynda markvissa heilsustefnu, samgöngustyrki og laun leikskólakennara hafa verið að hækka á síðustu árum. Þannig að við erum að gera eins og við getum innan þeirra marka og ramma sem við höfum að spila úr."Tuttugu börn bíða Á leikskólanum Jörfa er ástandið þannig að Bergljót Jóhannsdóttir, leikskólastjóri, hefur þurft að loka einni deildinni á leikskólanum. Það vantar níu starfsmenn eða þriðjung starfsmanna til að fullmanna leikskólann. „Með þeim afleiðingum að við tökum ekki inn ný börn. Það eru engin börn komin með dagssetningu fyrir haustið - þannig að útistandandi eru 20 börn," segir hún. Auglýst hefur verið eftir fólki á leikskólann í þrjá mánuði en þeir fáu sem hafa sýnt starfinu áhuga hafa hætt við vegna lágra launa. „Þetta er mjög alvarleg staða. Það er lítið útskrifað af fagmenntuðu fólki og margir eru komnir á aldur þannig að þetta er erfið staða. Þetta er erfiðasta staða sem ég hef upplifað á þrjátíu ára leikskólaferli mínum." Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Skóla og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur tekið saman stöðu starfsmannamála á leikskólum og grunnskólum borgarinnar. Alls vantar fólk í rúm 73 stöðugildi í grunnskólum borgarinnar - kennara, stuðningsfulltrúa, skólaliða, þroskaþjálfa og starfsfólk í mötuneyti. Flesta vantar í Miðborg og Hlíðar eða tæplega tuttugu starfsmenn. Á leikskólum borgarinnar þarf að ráða í tæp 132 stöðugildi - deildarstjóra, leikskólakennara og stuðningsfulltrúa. Flesta starfsmenn vantar í Laugardal og Háaleitishverfi eða ríflega 35 starfsmenn. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs segir róðurinn hafa verið þungan síðasta haust og staðan virðist vera eins í ár. „Þegar almenni markarðurinn kallar á fólk er þrengra um hjá okkur í skóla- og frístundastarfi. En það eru margar umsóknir í gangi og erfitt að meta hvernig staðan verður," segir Helgi. Hann segir að fylgst verði náið með málum næstu vikurnar. Einnig sé sérstakt kynningarátak í gangi til að vekja athygli á störfunum - einnig til lengri tíma litið. „Við getum ekki boðið upp á sömu launakjör og frjálsi markaðurinn, eins og aðstæður eru í samningum núna en við höfum svo margt annað. Til að mynda markvissa heilsustefnu, samgöngustyrki og laun leikskólakennara hafa verið að hækka á síðustu árum. Þannig að við erum að gera eins og við getum innan þeirra marka og ramma sem við höfum að spila úr."Tuttugu börn bíða Á leikskólanum Jörfa er ástandið þannig að Bergljót Jóhannsdóttir, leikskólastjóri, hefur þurft að loka einni deildinni á leikskólanum. Það vantar níu starfsmenn eða þriðjung starfsmanna til að fullmanna leikskólann. „Með þeim afleiðingum að við tökum ekki inn ný börn. Það eru engin börn komin með dagssetningu fyrir haustið - þannig að útistandandi eru 20 börn," segir hún. Auglýst hefur verið eftir fólki á leikskólann í þrjá mánuði en þeir fáu sem hafa sýnt starfinu áhuga hafa hætt við vegna lágra launa. „Þetta er mjög alvarleg staða. Það er lítið útskrifað af fagmenntuðu fólki og margir eru komnir á aldur þannig að þetta er erfið staða. Þetta er erfiðasta staða sem ég hef upplifað á þrjátíu ára leikskólaferli mínum."
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira