Gjá myndast milli Trump og flokksins Samúel Karl Ólason skrifar 9. ágúst 2017 19:45 Trump og McConnell. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gagnrýndi Mitch McConnell, leiðtoga meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings, á Twitter nú í kvöld. Þá gagnrýndi forsetinn þingmanninn fyrir það að ekki hafi tekist að afnema heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfislög Bandaríkjanna, sem í daglegu tali nefnast Obamacare. McConnell sagði nýverið að forsetinn hefði haft of miklar væntingar varðandi hraða hins lýðræðislega ferlis. „Ég held ekki. Eftir að hafa hlustað á „afnema og skipta út“ í sjö ár, af hverju var það ekki gert?“ skrifar Trump á Twitter.Senator Mitch McConnell said I had "excessive expectations," but I don't think so. After 7 years of hearing Repeal & Replace, why not done?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 9, 2017 Sean Hannity, fréttamaður Fox og einn helsti stuðningsmaður Trump, gagnrýndi McConnell einnig á Twitter í dag. Hannity sagði McConnell vera auman og kjarklausan leiðtoga sem stæði ekki við orð sín. Hann ætti að hætta á þinginu. Hannity er þó ekki eini bandamaður Trump sem hefur gagnrýnt McConnell að undanförnu. Það gerði Dan Scavino yngri einnig, en hann stjórnar samfélagsmiðlum Hvíta hússins.. @SenateMajLdr No Senator, YOU are a WEAK, SPINELESS leader who does not keep his word and you need to Retire! https://t.co/BL4uf7WLM1…— Sean Hannity (@seanhannity) August 9, 2017 More excuses. @SenateMajLdr must have needed another 4 years - in addition to the 7 years -- to repeal and replace Obamacare..... https://t.co/6FOVBm6BQU— Dan Scavino Jr. (@DanScavino) August 9, 2017 Gagnrýni Trump og bandamanna hans kemur á slæmum tíma fyrir forsetann sem þarf að treysta á hjálp McConnell til að koma fyrirhuguðum skattabreytingum sínum í gegnum þingið. McConnell nýtur mikillar virðingar meðal þingmanna, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.Þá hefur Trump einnig deilt við þingmenn Repúblikanaflokksins að undanförnu vegna Jeff Sessions, dómsmálaráðherra og fyrrverandi öldungadeildarþingmanns. Trump hefur gagnrýnt hann harðlega fyrir að segja sig frá Rússarannsókninni svokölluðu. Fjöldi þingmanna hefur gagnrýnt forsetann fyrir gagnrýni hans á Sessions.Washington Post segir samband Trump og flokksins hafa beðið hnekki að undanförnu, en þeim hefur hingað til ekki tekist að koma neinu stóru máli í gegn. Þrátt fyrir að þeir séu með meirihluta í báðum deildum þingsins. Varðandi heilbrigðisfrumvarpið þá tóks McConnell ekki að semja til frumvarp sem allir þingmenn flokksins sættu sig við. Undir lokin reyndi öldungadeildin að greiða atkvæði um að fella niður Obamacare en ákvörðunin tæki ekki gildi fyrr en eftir tvö ár. Nokkrir þingmenn flokksins sættu sig ekki við þá óvissu og felldu frumvarpið. Donald Trump Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gagnrýndi Mitch McConnell, leiðtoga meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings, á Twitter nú í kvöld. Þá gagnrýndi forsetinn þingmanninn fyrir það að ekki hafi tekist að afnema heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfislög Bandaríkjanna, sem í daglegu tali nefnast Obamacare. McConnell sagði nýverið að forsetinn hefði haft of miklar væntingar varðandi hraða hins lýðræðislega ferlis. „Ég held ekki. Eftir að hafa hlustað á „afnema og skipta út“ í sjö ár, af hverju var það ekki gert?“ skrifar Trump á Twitter.Senator Mitch McConnell said I had "excessive expectations," but I don't think so. After 7 years of hearing Repeal & Replace, why not done?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 9, 2017 Sean Hannity, fréttamaður Fox og einn helsti stuðningsmaður Trump, gagnrýndi McConnell einnig á Twitter í dag. Hannity sagði McConnell vera auman og kjarklausan leiðtoga sem stæði ekki við orð sín. Hann ætti að hætta á þinginu. Hannity er þó ekki eini bandamaður Trump sem hefur gagnrýnt McConnell að undanförnu. Það gerði Dan Scavino yngri einnig, en hann stjórnar samfélagsmiðlum Hvíta hússins.. @SenateMajLdr No Senator, YOU are a WEAK, SPINELESS leader who does not keep his word and you need to Retire! https://t.co/BL4uf7WLM1…— Sean Hannity (@seanhannity) August 9, 2017 More excuses. @SenateMajLdr must have needed another 4 years - in addition to the 7 years -- to repeal and replace Obamacare..... https://t.co/6FOVBm6BQU— Dan Scavino Jr. (@DanScavino) August 9, 2017 Gagnrýni Trump og bandamanna hans kemur á slæmum tíma fyrir forsetann sem þarf að treysta á hjálp McConnell til að koma fyrirhuguðum skattabreytingum sínum í gegnum þingið. McConnell nýtur mikillar virðingar meðal þingmanna, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.Þá hefur Trump einnig deilt við þingmenn Repúblikanaflokksins að undanförnu vegna Jeff Sessions, dómsmálaráðherra og fyrrverandi öldungadeildarþingmanns. Trump hefur gagnrýnt hann harðlega fyrir að segja sig frá Rússarannsókninni svokölluðu. Fjöldi þingmanna hefur gagnrýnt forsetann fyrir gagnrýni hans á Sessions.Washington Post segir samband Trump og flokksins hafa beðið hnekki að undanförnu, en þeim hefur hingað til ekki tekist að koma neinu stóru máli í gegn. Þrátt fyrir að þeir séu með meirihluta í báðum deildum þingsins. Varðandi heilbrigðisfrumvarpið þá tóks McConnell ekki að semja til frumvarp sem allir þingmenn flokksins sættu sig við. Undir lokin reyndi öldungadeildin að greiða atkvæði um að fella niður Obamacare en ákvörðunin tæki ekki gildi fyrr en eftir tvö ár. Nokkrir þingmenn flokksins sættu sig ekki við þá óvissu og felldu frumvarpið.
Donald Trump Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira