Ítölsku stórveldin, Roma og Juventus, skildu jöfn á ICC-bikarnum í Bandaríkjunum í kvöld, en leikið var á Gillette-leikvanginum í Massachusetts.
Mario Mandzukic kom Juventus yfir á 29. mínútu, en króatíski landsliðsmaðurinn lék þá á Alisson Becker í marki Roma og skoraði í autt markið.
Staðan var 1-0 í hálfleik og allt þangað til á 74. mínútu þegar Edin Dzeko jafnaði metin með auðveldu skoti úr teignum eftir frábæra fyrirgjöf Aleksandar Kolarov.
Lokatölur urðu 1-1, en bæði lið leyfðu mörgum leikmönnum að spreyta sig eins og vanin er í þessum æfingarleikjum. Þegar leikirnir enda jafntefli í þessu móti er gripið til vítaspyrnukeppni, en þar hafði Juventus betur.
Roma endaði mótið með fimm stig; einn sigur og tvö jafntefli, en Juventus með þrjú stig; einn sigur, eitt tap og eitt jafntefli.
Ítalska deildin hefst um miðjan ágúst, en Juventus mætir Cagliari í fyrstu umferðinni á meðan Roma spilar við Atalanta.
Juventus og Roma skildu jöfn í Massachusetts
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti


Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar
Körfubolti



Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku
Íslenski boltinn

Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn

