Innlent

Leitin við Gullfoss: Eru ekki að skipuleggja aðra stóra leit

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Nika Begades féll í Gullfoss 19. júlí síðastliðinn. Hann var hælisleitandi hér á landi frá Georgíu.
Nika Begades féll í Gullfoss 19. júlí síðastliðinn. Hann var hælisleitandi hér á landi frá Georgíu. vísir
Leit að manninum sem féll í Gullfoss þann 20. júlí er ekki lokið. Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á Suðurlandi, mun henni ekki ljúka þar til eitthvað kemur fram. Málið er því enn opið.

Sveinn segir í samtali við Vísi að ekki sé planað að fara í aðra stóra leit. Landhelgisgæslan skoðaði ána um helgina og björgunarsveitin á Flúðum er með eftirlit á ákveðnum stöðum við Gullfoss.

„Við munum ekki setja í gang aftur einhverja stóra leit,“ segir Sveinn og nefnir að ekkert hafa komið út úr því eftirliti sem haft hefur verið með staðnum undanfarna viku. Hann telur líkurnar á því að maðurinn finnist ekki vera rosalega miklar, líklega um fjörutíu prósent.

Sveinn segir málið enn vera rannsakað sem slys en hins vegar sé ekki hægt að útiloka neitt þar sem enginn sé til frásagnar. Lögreglan hefur yfirheyrt vinahóp mannsins og segir Sveinn að samkvæmt þeim hafi ekkert komið fram sem gefi til kynna að maðurinn hafi verið í sjálfsvígshugleiðingum.

Faðir mannsins og vinur hans eru komnir til landsins.


Tengdar fréttir

Björgunarsveitin enn að störfum

Í kringum fimmtíu björgunarsveitarmenn leita nú að Nika Begadas, 22 ára hælisleitanda frá Georgíu sem féll í Gullfoss á miðvikudag.

Dregið úr leit við Gullfoss í dag

Dregið verður úr leit í dag að manni sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Þó átti eftir að ákveða nákvæmlega með hvaða hætti leit færi fram þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×