Innlent

Net sett í Hvítá við leit að manni sem féll í Gullfoss

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Við leitina er notast við báta, dróna og svifnökkva.
Við leitina er notast við báta, dróna og svifnökkva. Vísir/Jóhann K
Um 50-60 leitarmenn taka nú þátt í leit að manninum sem féll í Gullfoss síðdegis í gær. Meðal annars á að slæða ána, það er að segja setja net út í ána.

Við leitina er einnig notast við báta, dróna og svifnökkva. Ekki er vitað hvort óskað verður eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar við leitina í dag líkt og gert var í gær.

Búist er við að fleiri leitarmenn bætist í hópinn síðdegis í dag.

Lögregla telur sig vita með nokkurri vissu hver maðurinn er. Hún komst á sporið þegar bílar á svæðinu voru skoðaðir. Nú sé rætt við fólk sem tengist einum tilteknum bíl og er talið að hægt sé að staðfesta hver maðurinn er innan tíðar.

Búist er við að fleiri leitarmenn bætist í hópinn síðdegis í dag.Vísir/Jóhann K

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×