Leit við Gullfoss: Rannsaka málið sem slys Erna Agnes Sigurgeirsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 20. júlí 2017 17:01 Um hundrað björgunarsveitarmenn eru á staðnum. vísir/magnús hlynur Lögreglan á Selfossi rannsakar mál mannsins sem féll í Gullfoss í gær sem slys þar sem ekkert saknæmt sé við málið. Þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Vísi en í tilkynningu frá lögreglunni í dag kom fram að maðurinn væri hælisleitandi. „Við vitum hvaðan hann er, en við erum ekki búnir að ná endanlegu sambandi við fólkið hans og við eiginlega gáfum vinum hans hér á landi það loforð að við færum hvorki með þjóðerni né nafn fyrr en það væri allt komið á hreint,“ segir Sveinn.Búnir að taka skýrslu af vinum mannsins Lögreglan hefur tekið skýrslu af fjórum vinum mannsins en maðurinn, sem leitað er að, fékk bíl að láni frá þeim. Bíllinn fannst á bílastæði á svæðinu og var tekinn til rannsóknar. Ekki er búið að yfirheyra eða taka skýrslu af fleirum. Ekki verður aukið við leitina en búist er við að leit verði haldið áfram seinni part dags, svo verði staðan á málunum tekin. Þá komi þyrla aftur á svæðið og aðstoði við leitina. Lagt hefur verið net að brú sem er nokkrum kílómetrum frá fossinum. Vonast er til þess að netið grípi manninn. Aðspurður hvort þeir hafi von um að finna manninn svarar Sveinn að það sé erfitt að segja og nefnir að vatnið sé mjög straumþungt. „Hvað hann var að gera úti í ánni, hvort hann var að leika sér eða ögra sér veit enginn. Hann gæti hafa farið þarna út í einhverjum ævintýraleik og misst fótanna bara, það er ómögulegt að segja til um það,“ segir Sveinn.Ekki fyrsta slysið Sveinn segir að þetta sé ekki fyrsta slysið sem hafi orðið við Gullfoss. Þeir nýti sér þekkingu frá fyrri slysum þegar þeir leiti að manninum. „Við vitum um tvö slys þar sem áin hefur ekki skilað af sér og svo líka slys þar sem áin hefur skilað af sér eftir níu mánuði en það er allur gangur á þessu. Þetta er náttúrulega inn í gljúfri þar sem jökuláin rennur og hún er náttúrulega að grafa sig inn í bergið og býr til hella. Þetta er mjög erfitt leitarsvæði,“ segir Sveinn og nefnir að tíminn verði að leiða þetta í ljós.TF-GNA var send af stað á fjórða tímanum í dag til aðstoðar við leitina að manninum.Vísir/Jóhann K. JóhannssonUppfært kl. 17:28: TF-GNA aðstoðar við leitinaÞyrla landhelgisgæslunnar, TF-GNA, aðstoðar nú við leitina að manninum. Þyrlan fór í loftið klukkan 15:38 nú síðdegis í dag. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að stjórnstöð gæslunnar hafi borist beiðni frá lögreglunni á Suðurlandi um aðstoð þyrlu vegna leitar að manninum sem féll í Gullfoss. TF-GNA var send af stað og hefur nú flogið nokkrum sinnum upp og niður með leitarsvæðinu í Hvítá. Þyrlan var enn á vettvangi á sjötta tímanum í dag. Leit við Gullfoss Tengdar fréttir Leit við Gullfoss: Maðurinn er hælisleitandi Ekkert bendir til þess að atvikið hafi borið að með saknæmum hætti. 20. júlí 2017 11:21 Net strengt milli stólpa við nýju brúna við Hvítá Leitin við Gullfoss og Hvítá árangurslaus enn sem komið er. 20. júlí 2017 14:05 Net sett í Hvítá við leit að manni sem féll í Gullfoss Um 50-60 leitarmenn taka nú þátt í leit að manninum sem féll í Gullfoss síðdegis í gær. 20. júlí 2017 10:48 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Sjá meira
Lögreglan á Selfossi rannsakar mál mannsins sem féll í Gullfoss í gær sem slys þar sem ekkert saknæmt sé við málið. Þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Vísi en í tilkynningu frá lögreglunni í dag kom fram að maðurinn væri hælisleitandi. „Við vitum hvaðan hann er, en við erum ekki búnir að ná endanlegu sambandi við fólkið hans og við eiginlega gáfum vinum hans hér á landi það loforð að við færum hvorki með þjóðerni né nafn fyrr en það væri allt komið á hreint,“ segir Sveinn.Búnir að taka skýrslu af vinum mannsins Lögreglan hefur tekið skýrslu af fjórum vinum mannsins en maðurinn, sem leitað er að, fékk bíl að láni frá þeim. Bíllinn fannst á bílastæði á svæðinu og var tekinn til rannsóknar. Ekki er búið að yfirheyra eða taka skýrslu af fleirum. Ekki verður aukið við leitina en búist er við að leit verði haldið áfram seinni part dags, svo verði staðan á málunum tekin. Þá komi þyrla aftur á svæðið og aðstoði við leitina. Lagt hefur verið net að brú sem er nokkrum kílómetrum frá fossinum. Vonast er til þess að netið grípi manninn. Aðspurður hvort þeir hafi von um að finna manninn svarar Sveinn að það sé erfitt að segja og nefnir að vatnið sé mjög straumþungt. „Hvað hann var að gera úti í ánni, hvort hann var að leika sér eða ögra sér veit enginn. Hann gæti hafa farið þarna út í einhverjum ævintýraleik og misst fótanna bara, það er ómögulegt að segja til um það,“ segir Sveinn.Ekki fyrsta slysið Sveinn segir að þetta sé ekki fyrsta slysið sem hafi orðið við Gullfoss. Þeir nýti sér þekkingu frá fyrri slysum þegar þeir leiti að manninum. „Við vitum um tvö slys þar sem áin hefur ekki skilað af sér og svo líka slys þar sem áin hefur skilað af sér eftir níu mánuði en það er allur gangur á þessu. Þetta er náttúrulega inn í gljúfri þar sem jökuláin rennur og hún er náttúrulega að grafa sig inn í bergið og býr til hella. Þetta er mjög erfitt leitarsvæði,“ segir Sveinn og nefnir að tíminn verði að leiða þetta í ljós.TF-GNA var send af stað á fjórða tímanum í dag til aðstoðar við leitina að manninum.Vísir/Jóhann K. JóhannssonUppfært kl. 17:28: TF-GNA aðstoðar við leitinaÞyrla landhelgisgæslunnar, TF-GNA, aðstoðar nú við leitina að manninum. Þyrlan fór í loftið klukkan 15:38 nú síðdegis í dag. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að stjórnstöð gæslunnar hafi borist beiðni frá lögreglunni á Suðurlandi um aðstoð þyrlu vegna leitar að manninum sem féll í Gullfoss. TF-GNA var send af stað og hefur nú flogið nokkrum sinnum upp og niður með leitarsvæðinu í Hvítá. Þyrlan var enn á vettvangi á sjötta tímanum í dag.
Leit við Gullfoss Tengdar fréttir Leit við Gullfoss: Maðurinn er hælisleitandi Ekkert bendir til þess að atvikið hafi borið að með saknæmum hætti. 20. júlí 2017 11:21 Net strengt milli stólpa við nýju brúna við Hvítá Leitin við Gullfoss og Hvítá árangurslaus enn sem komið er. 20. júlí 2017 14:05 Net sett í Hvítá við leit að manni sem féll í Gullfoss Um 50-60 leitarmenn taka nú þátt í leit að manninum sem féll í Gullfoss síðdegis í gær. 20. júlí 2017 10:48 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Sjá meira
Leit við Gullfoss: Maðurinn er hælisleitandi Ekkert bendir til þess að atvikið hafi borið að með saknæmum hætti. 20. júlí 2017 11:21
Net strengt milli stólpa við nýju brúna við Hvítá Leitin við Gullfoss og Hvítá árangurslaus enn sem komið er. 20. júlí 2017 14:05
Net sett í Hvítá við leit að manni sem féll í Gullfoss Um 50-60 leitarmenn taka nú þátt í leit að manninum sem féll í Gullfoss síðdegis í gær. 20. júlí 2017 10:48