Innlent

Jóhanna opnar gleðigönguna fyrir Færeyinga

Sæunn Gísladóttir skrifar
 Jóhanna Sigurðardóttir, sem var fyrsti opinberlega samkynhneigði þjóðarleiðtogi heims, mun opna áttundu hinsegin gönguna í Færeyjum þann 27. júlí næstkomandi.
Jóhanna Sigurðardóttir, sem var fyrsti opinberlega samkynhneigði þjóðarleiðtogi heims, mun opna áttundu hinsegin gönguna í Færeyjum þann 27. júlí næstkomandi.

Jóhanna Sigurðardóttir, sem var fyrsti opinberlega samkynhneigði þjóðarleiðtogi heims, mun opna áttundu hinsegin gönguna í Færeyjum þann 27. júlí næstkomandi.

Jóhönnu er meðal annars boðið að taka þátt í ár til að varpa ljósi á þær framfarir sem hafa átt sér stað í réttindabaráttu hinsegin fólks í Færeyjum á síðustu árum. Það vakti athygli árið 2010 þegar Jóhanna Sigurðardóttir fór í opinbera heimsókn til Færeyja að Jenis av Rana, formaður Miðjuflokksins í Færeyjum og þingmaður á færeyska Lögþinginu, neitaði að mæta til kvöldverðarboðs með Jóhönnu Sigurðardóttur og Jónínu Leósdóttur.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og fyrr á þessu ári voru hjónabönd samkynhneigðra samþykkt á færeyska lögþinginu.

Áætlað er að þúsundir muni ganga til stuðnings hinsegin fólki þennan dag. Jónína Leósdóttir, kona Jóhönnu, mun einnig taka þátt í göngunni. Jóhanna og Jónína hafa undanfarið sótt marga viðburði sem tengjast réttindabaráttu hinsegin fólks. Meðal annars setti Jóhanna LGBT, menningar- og viðskiptahátíð á Tenerife, ásamt borgarstjóranum og tóku þær Jónína í lok júní þátt í mannréttindaráðstefnu í tengslum við World Pride í Madrid í vikunni.

Ekki náðist samband við Jóhönnu við vinnslu fréttarinnar. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.