Fótbolti

Stelpurnar klárar í slaginn: Í dag spilum við með íslenska hjartanu

Tómas Þór Þórðarson í Doetinchem skrifar
Sara Björk Gunnarsson leiðir íslenska liðið út á völlinn í dag.
Sara Björk Gunnarsson leiðir íslenska liðið út á völlinn í dag. vísir/vilhelm
Stelpurnar okkar eru heldur betur klárar í slaginn fyrir leikinn á móti Sviss á EM 2017 í fótbolta í dag en flautað verður til leiks á Tjarnarhæðinni í Doetinchem klukkan 16.00 í dag.

Íslensku leikmennirnir hafa mikið notað samfélagsmiðla og þá sérstaklega Instagram til þess að gefa íslensku þjóðinni innsýn inn í líf þeirra á mótinu og nokkrar stelpnanna senda kveðjur til stuðningsmanna liðsins í dag.

Sara Björk Gunnarsdóttir birtir mynd af sér úr leiknum á móti Frakklandi og minnir á að nú eru þær aftur að fara út á völlinn. Nýliðinn Ingibjörg Sigurðardóttir, sem byrjaði óvænt fyrsta leik, segir einfaldlega bara leikdagur og birtir mynd af sjálfri sér.

Glódís Perla Viggósdóttir birtir hópmynd af liðinu eftir tapið gegn Frakklandi þar sem Freyr Alexandersson er að messa yfir stelpunum og skrifar: „Allar í sömu átt og Íslensk geðveiki alla leið.“ Hólmfríður Magnúsdóttir skrifar svo: „Í dag munum við spila með hjartanu,“ og þeirri færslu fylgir emoji af bláu (íslensku) hjarta.

Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter.

Leikdagur!! Ísland vs. Sviss, let's go! #weuro2017 #dottir #fyririsland

A post shared by Ingibjorg Sigurdardottir (@ingibjorg11) on

Í dag munum við spila með hjartanu #fyririsland #weuro2017 #dottir JGG

A post shared by Hólmfríður Magnúsdóttir (@holmfridur84) on

It's on again! Allar í sömu átt og Íslensk geðveiki alla leið #fyrirokkur #fyrirísland #dóttir

A post shared by Glódís Perla Viggósdóttir (@glodisperla) on

Today we go again #dottir #fyririsland #weuro2017 #iceland #ksi #gameday #passion #mentality #strenght #dreams

A post shared by Sara Björk Gunnarsdóttir (@sarabjork90) on


Tengdar fréttir

Markmiðið var að vera með besta varnarliðið á EM

Íslenska kvennalandsliðið mætir Sviss í öðrum leik liðsins á EM 2017 á morgun. Stelpunum hefur ekki tekist að skora í síðustu fjórum leikjum en það verður helst að breytast á morgun. Markmiðið var að vera með bestu vörnina á mótinu.

Systurnar földu tárin undir sólgleraugunum

Systurnar Elísa og Margrét Lára Viðarsdætur ætluðu að vera í eldlínunni með kvennalandsliðinu á Evrópumótinu í Hollandi. Meiðsli í aðdraganda mótsins, krossbandsslit í báðum tilfellum, slökktu í EM draumi systranna frá Heimaey.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×