Erlent

Segja Sean Spicer á óskalista fyrir Dansað með stjörnunum

Kjartan Kjartansson skrifar
Sean Spicer var vanur að dansa í kringum spurningar blaðamanna og ætti því að eiga létt með að dansa með stjörnunum.
Sean Spicer var vanur að dansa í kringum spurningar blaðamanna og ætti því að eiga létt með að dansa með stjörnunum. Vísir/EPA
Framleiðendur „Dansað með stjörnunum“, raunveruleikaþáttar þar sem frægir einstaklingar dansa með atvinnudönsurum, eru sagðir áhugasamir um að fá Sean Spicer, fyrrverandi blaðafulltrúa Hvíta hússins, í þáttinn.

Bandaríska blaðið Politico hefur eftir ónafngreindum heimildamönnum að ABC-sjónvarpsstöðin sem framleiðir þættina vilji næla í Spicer sem sagði upp sem blaðafulltrúi Donalds Trump forseta í síðustu viku.

Spicer er sagður afar eftirsóttur hjá sjónvarpsstöðvum eftir að hann varð atvinnulaus. Hann hefur meðal annars sést fyrir utan höfuðstöðvar CBS og Fox News.

Hann yrði ekki fyrsti þátttakandinn í þáttunum úr stjórnmálalífinu. Rick Perry, núverandi orkumálaráðherra Bandaríkjanna, dansaði með stjörnunum í fyrra en var kosinn út í annarri viku þáttaraðarinnar.

Rick Perry dansaði með stjörnunum í fyrra en var sparkað fljótt.Vísir/Getty

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×